Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 7
Þátttakendur f Helgarskákmóti Skákar um helgina komu til Reykjavlkur f gærkvöldi. Friörik ólafsson stórmeistari og Helgi Óiafsson alþjóöameistari báru sigur úr býtum. Visismynd:Þ.G. VÍSIR Mánudagur 11. ágúst 1980. Kaupin á Fífuhvammslandi: Koma til kasta bæjar- stjórnar í vikulokin „Viö kaupum jörðina eins og hún er í dag, með öllum hugsanlegum rétt- indum, en það er margt óljóst í landamerkjum og öðru varðandi Fífu- hvammsland," sagði Ric- hard Björgvinsson bæjar- fulltrúi í Kópavogi í sam- tali við Vísi, en svo sem f rá hefur verið greint, náðist samkomulag milli Kópa- vogskaupstaðar og eigenda Fífuhvammslands um sölu og kaup á jörðinni nýverið og samþykkti nefnd bæjar- ins að ganga að tilboði eig- enda um sölu á jörðinni fyrir 790 milljónir króna. Sumarbúsiaður brann Eldur kom upp i sumarbústaö i Heiöarbæjariandi i Þingvalla- sveit á laugardagskvöldiö og brann hann tii kaidra kola. Siökkviliöinu á Ljósafossi barst tilkynning um brunann laust fyrir klukkan eliefu þá um kvöldiö en er þaö kom á vettvang var bú- staöurinn brunninn til grunna. Á Ljósafossi er einn slökkvibill en fastar vaktir slökkviliösmanna eru þar ekki heldur annast starfs- menn á staðnum slökkvistarf I neyðartilfellum. Talið er, að yfir 1000 sumarbústaðir séu i Þing- vallasveit og eru flestir þeirra úr timbri og i mörgum tilfellum erf- itt að komast að þeim. Þvi er ljóst, aö litill möguleiki er á að bjarga húsunum ef eldur verður þar laus og þvi full ástæða til aö brýna fyrir fólki aö fara varlega með eld á þessum slóöum. Talið er, að kviknað hafi i út frá oliukyndingu i bústaðnum sem hér um ræðir. — Sv.G. „Við sem i nefndinni vorum leggjum til við bæjarstjórn að jörðin verði keypt á 790 milljónir króna,” sagði Richard, ,,og málið kemur til kasta bæjarstjórnar- innar á föstudaginn kemur, 15 ágúst.” Visir innti Richard eftir þvi hversu stórt Fifuhvammsland væri og kvað hann erfitt að svara þeirri spurningu, minnst gæti landið verið um 225 hektarar, lik- legt væri að það væri u.þ.b. 263 hektarar, en stærst gæti þaö verið 283 hektarar. „Þetta er framtiðarbyggingar- land fyrir bæinn,” sagði Richard, „og i þessu landi er sennilega hægt að byggja upp átta til tiu þúsund manna bæ að viðbættu iönaðarhverfi sem fyrir er ráö gert,” sagði hann að lokum. —Gsal. ÚT! ÍM SALAN lORCU HÓFST N Allt oð h afsláttur V mzm ** Hafnarstræti ÍS Simi 19S6C 0% Friðrik og Helgi efstir og jafnir á Helgarskákmótinu: Helgl ölafsson langefstur að siloum Þriðja helgarskákmót- inu, sem tímaritið Skák stendur fyrir, lauk á Bol- ungarvík í gærkvöldi með sigri Helga ólafssonar og Friðriks Ólafssonar, sem deildu bróðurlega með sér fyrsta sætinu. Þeir hlutu báðir fimm og hálf- an vinning af sex mögu- legum og hlutu jafnframt nákvæmlega jafnmörg stig eða sautján að tölu. Jón L. Árnason hafnaði í þriðja sæti, hlaut fimm vinninga og 17,5 stig, Ómar Jónsson varð f jórði með sama fjölda vinn- inga en 16 stig og Karl Þorsteins fékk lika fimm vinninga og stigin hans voru fimmtán. I sjötta sæti varð Margeir Pétursson með fjóra og hálfan vinning og 23 stig og sjöundi varð Jóhann Hjartarson með vama vinningsfjölda en 18,5 stig. Aö þremur skákmótum lokn- um er Helgi Ólafsson langefstur að stigum, hefur hlotið alls 60 stig. I öðru til þriðja sæti eru Guömundur Sigurjónsson og Friörik Ólafsson með 35 stig hvor og Jón L. Árnason hefur hlotið 32 stig I helgarskákmót- unum til þessa. Helgarskákmótiö fór að þessu sinni fram bæði á Isafiröi og Bolungarvik. Þátttakendur komu til lsafjaröar á föstudag og þar buöu Kjartan Sigurjóns- son skólastjóri Gagnfræðaskól- ans og Guðmundur Ingólfsson forseti bæjarstjórnar skák- mennina velkomna, en fyrstu tvær umferðir mótsins voru tefldar i gagnfræðaskólanum á föstudag. A laugardag var mótinu framhaldið á lsafirði og tvær umferðir tefldar þann dag. I gær var svo haldið til Boiungar- víkur og síðustu tvær umferð- irnar tefldar I félagsheimilinu. Keppnin var mjög hörð og jöfn og spenna mikil, einkum i sið- ustu umferðinni, en þá tefldu fjórir efstu menn saman inn- byrðis, Helgi ólafsson tefldi við Jóhann Hjartarson og Friörik Ólafsson við Margeir Péturs- son. Þeim skákum lauk með sigri Helga og Friðriks. „ Farið með okkur eins og dekurdúkkur" Helgarskákmótin hafa nú verið haldin þrisvar sinnum og ævinlega hafa margir af sterk- ustu skákmönnum okkar verið meðal þátttakenda. Fyrst var teflt i Keflavik, þá i Borgarnesi og nú fyrir vestan. „Allur að- búnaður hér hefur verið til mik- illar fyrirmyndar,” sagði Jó- hann Þórir Jónsson mótsstjóri i samtali viö VIsi, „og það er far- ið meö okkur eins og dekur- dúkkur.” Ung kona vakti athygli Jóhann kvað þátttakendur aldrei hafa verið fleiri en nú, en þeir hefðu verið 42 talsins. Hann sagði að engin óvænt úrslit hefðu orðið, hins vegar heföi ung kona vakið mikla athygli, Anna Sigrún Benediktsdóttir, en þetta væri fyrsta mótiö sem hún tæki þátt i. Jóhann sagöi að það væri ljóst að þar væri gott skák- efni á ferö, hún hefði aö visu ekki haft marga vinninga i mótslok, en þar hefði reynslu- leysi vegiö þyngst þvi I flestum skáka sinna hefði hún verið komin með gjörunnar stöður. Anna Sigrún er gift Hilmari Karlssyni, sem er sterkur skák- maöur, og trúlega væru þau sterk i parakeppni ef um slikt væri aö tefla. Næstu helgarskákmót verða á Akureyri, Húsavik og Egilsstöð- um (eöa Neskaupstað) og enn- fremur er likleg að helgarmót verði i Vestmannaeyjum og Vik i Mýrdal. — Gsal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.