Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 8
VISLU Mánudagur 11. ágúst 1980. 6 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davló Guómundsson. MRitstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.-. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guómundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristln t>orstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Póll AAagnússon, Sigurjón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaóamaóur á Akureyri: Glsll Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Atexandersson. Otlit og hönnunf Gunnar Trausti Guðbjörnsson og AAagnús ðlafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 slmar 8óóll og 82260. Afgreiósla: Stakkholti 2-4slmi 8óóll. Askriftargjald er kr.5000 á mánuói innanlands og verö I lausasölu 250 krónur ein- *akiö. Vlsirer prentaður I Blaöaprenti h.f. Slöumúla 14. Þjóðviljinn og skattarnir Verður hún 0,7% eða engin? Sföuttu daga hafa mrna veriö aö lí I meö Uldir (aateignaakatUr hafi numift greiötluárt og ekki minni en aei ö fá I meö Uldir (atteignaakatUr ha(i numiö 13.2% a( tekjum manna þaöár. baö er af "77----- I a .‘U,r*lr h*kll,ÖT ~ Auövltaö tekjum greiöalu ártmt 1»7». Jón wgöi aö líti'íía'í'V! ,US' I lölu ííanlVerftháj 4#Ur h*ik*í l.kr4ou' t*Jö*haKsstofflun 8«6i nú ráö fyrir, aö -u!!.Ut'6 4 *>esl*r ,ölu ' hækk.ölr•ft^.rl,*.nn*^ ^*1' tékjuhækkun millt áranna 1979 og • . , 7; un? Þur,u m*«" »á aö burga yröi aö faínaöi 52* I króm.txi.. - °i Þaöer skoöun Alþýöubandalagsins aö skattar séu skammarlega lágir á Islandi. Þjóö- viljinn kyrjar þennan söng og miöaö viö þaö hver ræöur á stjórnarheimilinu þarf enginn aö hafa áhyggjur af þvi aö skattar farilækkandi. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra hefur tekið sér það fyrir hendur að telja þjóðinni trú um að skattar séu alltof lágir. Það liggur við að ráðherrann skamm- ist sín fyrir að þeir séu ekki hærri. Helst er að skilja að skatt- greiðendur eigi að senda honum ástsamleg þakkarbréf fyrir hjartagæsku enda hef ur ráðherr- ann i ofanílag beðið skattstjóra um að sýna aumum almenningi sérstaka lipurð og sveigjanleika. Þjóðviljinn hefur að sjálfsögðu gleypt erkibiskups boðskap og f lytur hann dyggilega dag hvern. Málgagn sósialisma, verka- lýðshreyfingar og þjóðfrelsis gegnir nefnilega þvi hlutverki í þjóðfélaginu í dag að bera lof á kerfið eins og það leggur sig og réttlæta gerðir hinna ábyrgu stjórnvalda. Þjóðviljinn er ekki lengur rödd gagnrýnandans og mótmælandans, sem boðar upp- reisn gegn borgaralegum lög- málum og íhaldssömum kerfis- körlum. Nú þarf ekki lengur að bera umhyggju fyrir einstæðum mæðrum, öldruðu fólki eða réttu og sléttu barnafólki vegna óhóf- legrar skattbyrði. Stjórnendur og valdhafar eru Þjóðviljanum þóinanlegir og allt er gott og gjavmilt sem frá þeim kemur. Það er lærdómsríkt að fylgjast með þessari hugarfarsbreytingu í byltingarflokknum. Það hlýtur að vera fróðlegt fyrir gamal- gróna verkamenn, sem fylgt hafa Alþýðubandalaginu að mál- um að lesa um það í málgagni sínu, að skattheimtuna þurfi að herða. Það er áreiðanlega lífs- reynsla fyrir unga fólkið, sem kosið hefur Alþýðubandalagið vegna einhverra hugsjóna að hlusta á makráða foringja sína kyrja lofsöngva um skattpíningu launamannsins. Og það er alveg sérstök upplif- un fyrir íslenska kjósendur að fylgjast með því hvernig sam- starfsmönnum Alþýðubanda- lagsins gengur vel og f Ijótt að til- einka sér hugsunarhátt þessa kerfisf lokks. Forsætisráðherra hefur lengi veriðtalsmaður lækkaðra skatta, og boðaði það reyndar í f yrravet- ur, að næstu f járlög fælu í sér skattalækkanir. í viðtali við Visi á laugardaginn er byrjað að draga í land, og nú skal „leggja áherslu á, að halda útgjöldum ríkissjóðs í skefjum til þess að skapa grundvöll og möguleika fyrir einhverri skattalækkun". Næsta skrefið verður síðan að upplýsa þjóðina um, að ekki hafi reynst mögulegt að skapa grund- völl fyrir „einhverri lækkun" og að lokum verður „einhver skattalækkun" orðin að skatta- hækkun, því ekki hafi reynst mögulegt að halda útgjöldum ríkissjóðs í skef jum. Alþýðubandalagið hefur auð- vitað ekki áhuga á „einhverri skattalækkun" á sama tíma og það heldur uppi þeim málflutn- ingi, að skattarnir séu skammar- lega lágir. Og það er lýðum Ijóst hver ræður á stjórnarheimilinu. Upplýst er að tekjur einstakl- inga 1979, þ.e. á framtalsárinu, voru 564 milljarðar króna. Af þessum tekjum greiða skattborg- arar 119 milljarða í beina skatta eða 21.1% Það er hæsta hlutfall sem þekkist á íslandi. Það er hækkun um 25 milljarða króna frá meðaltali áranna 1974-1977 sem var 16,6% eða ein milljón á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Þá eru ótaldir allir óbeinu skattarnir en með hækkun á þeim hafa tekjur ríkis- ins hækkað um 30 milljarða króna á tveim árum. Jaf nvel þótt notaðar séu reiknikúnstir Þjóð- viljans og miðað við tekjur á greiðsluári, hækka tekjuskattar einir sér frá því í fyrra um sex miiljarða. Það er alveg sama hvernig hæstvirtir ráðherrar eða heilaþvegnir ritstjórar velta upp þessu dæmi. Útgjöld heimila, stjörnutékkar og skattseðlar tala sinu máli og það mál skilur al- menningur. Verslunarmannahelgin er um garð gengin og þaö án teljandi óhappa. Þessi mesta feröahelgi smnarsins hefur oft skiliö eftir sig mikla harmsögu. Þaö er augljóst mál aö sá mikli áróöur neöanmáls Kári Arnórsson skólastjóri skrifar um hið illræmda vegakerfi sem þjóðin býr við og segir að bundið slitlag á vegi sé arðbærasta fjárfestingin á landinu nú. sem I frammi var haföur og si fræðsla sem i té var látin hefui haft áhrif til hins betra. Þaö ei einnig ljóst aö hiö háa verö í bensini dregur Ur þvi að fóli þeysist langar vegalengdir í skömmum tima og dregur jafi framt Ur hrööum akstri. Aöal einkenni þessarar helgar vai hins vegar mikil notkun áfengis Þar var áberandi hve ungii neytendurnir voru.Það er miki nauösyn á þvi aö áfengisvanda máliö á Islandi sé tekiö fastari tökum en nU er gert. Það er orö- in alvarleg meinsemd i þjóö- félaginu þegar mikill fjöldi fólks á öllum aldri leitar á vit áfengisins helgi eftir helgi til aö flýja veruleikann. Þeim fjölgar Iskyggilega sem hafa þá eina ánægju aö drekka sig fulla flest- ar helgar ársins. 1 þessum efn- um er þaö fyrirmynd hinna full- orönu sem hefur mest aö segja og allir fullorönir veröa aö gera sér þess grein aö þeir eru uppal- endur hvort sem þeir eiga börn eöa ekki. En snúum okkur aftur aö um- feröinni. Umferö á íslandi er meö sérstökum hætti þegar miöaö er viö nágranna okkar. Þaö gerir okkar illræmda vega- kerfi. Island er svo vanþróaö I vegamálum aö i þeim efnum er þaö á bekk meö þeim þjóöum sem styst eru komnar. En er hægt aö bUast viö þvi aö ástandiö sé betra hjá svona fá- mennri þjóð I svo stóru landi? Er þaö ekki I raun undravert aö viö skulum hafa getaö lagt malarvegi um allt landiö? Slik- ar spurningar áttu rétt á sér fyrir 10 til 15 árum en þær eiga þaö ekki I dag. Viö höfum ekki timt þvi að eyöa peningum og tlma i aö byggja vegakerfið þannig upp aö ending væri i . Margir kaflar hinna islensku vega eru þannig aö þeir ekki aö- eins ofbjóöa ökutækjum okkar heldur ekki siöur ökumönnum. Auk þess eru þessir vegir svo dýrir I rekstri og auka svo reksturskostnaö bilanna aö ekkert hóf er á. A siöast liönu vori ók ég veg- inn um Vaölaheiöi. Þaö er aö visu einn af verstu fjallavegun- um en engu aö siður mikiö ek- inn.Mér blöskraöi svo aldeilis aö þetta skyldi vera hluti af islenska þjóövegakerfinu aö ég get ekki oröa bundist. Ég veit aö um þessa verslunarmannahelgi hafa margir rekiö sig á hversu vegirnir á Islandi eru viða vond- ir, ýmist glerharöir, holöttir, vaðandi i aur eöa ekki séö fram ilr augunum fyrir ryki. Vegatollur. Meö þeirri tækni sem viö nú búum yfir er vandalitið aö gera góöa vegi. En þeir kosta pen- inga segja menn. En máliö er svo undarlegt aö þaö er samt sem áöur aröbærasta fjárfest- ing i landinu nú aö setja bundið slitlag á vegina. Þaö hlýtur þvi aö segja sig sjálft aö miklu meiri skynsemi er i þvi að hafa uppbyggingu veganna á hverju ári nokkrum kilómetrunum styttri en setja I staðinn bundiö slitlag á það sem byggt er upp. Meö þvi móti er hægt aö losna viö viöhald á þeim köflum að mestu næstu árin i staö þess aö malarvegirnir byrja aö rjúka út i loftiö strax og ofanfburöurinn er kominn i þá. A skömmum tima myndu menn sjá hagnað- inn af slikum vinnubrögöum. Þegar Keflavikurvegurinn var lagöur á sinum tima var komiö á vegaskatti. Þessi skatt- ur var felldur niður þegar bundiö slitlag kom á veginn austur fyrir fjall. Hér var regin skyssa gerö. Þaö átti aö setja vegatoll á þann veg einnig og halda sliku áfram þar til bundið slitlag var komiö á allan þjóö- veginn. Vegtollurinn var ekki nema litið brot þess sem sparast við aö aka á malbiki miöaö viö malarveg. En vegatollurinn var lagöur af vegna þess að'þáver- andi samgöngumálaráöherra var þingmaður þeirra fyrir austan Hellisheiöi. Mesta bilaþjóð heims Það vantar ekki aö allir stjórnmálaflokkar hafa veriö meöyfirlýsingar um að eitthvaö þyrfti nú aö gera i vegamálun- um en hreyfingin er sára lltil. Menn tala um þaö hástöfum aö góðar samgöngur séu skilyröi þess aö landiö haldist i byggö. Menn viðurkenna aö félagsleg þjónusta I dreifbýlinu byggist á þvi aö samgöngur séu i góöu lagi. En þróunin er hægfara. Þaö var taliö til mikilla frétta aö Framkvæmdastofnun rikisins skyldi útvega 700 milljónir aö láni sem nota skyldi i bundið slitlag. Þaö þóttu stórum meiri fréttir heldur en þaö aö Islend- ingar keyptu bila á þvi sem af er þessu ári fyrir 12000 milljónir króna. Bilaeign Islendinga er að verða sú mesta i heiminum miöaö viö ibúafjölda. Svo eru menn alltaf aö rifast um háa skatta. íslendingar eru miklir einstaklingshyggjumenn og ekki gefnir fyrir að leggja i sameiginlega sjóði. Þeir vilja kaupa sérdýran bil þó svo hann hrynji niöur i einhverri drullu skompunni fyrr en yarir. Og viö þessu hafa dreifbýlisráðherr- arnir ágætt ráö. Þeir fá sér bara torfæruakstursbil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.