Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 12
VtSIR Mánudagur 11. ágúst 1980. ^ * 12 fARKITEKT BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR óskar að ráða arkitekt til starfa hið fyrsta Nauðsynlegt er# að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á sviði skipulagsmála. Umsóknum skal skila til Borgarskipulags Reykjavíkur# Þverholti 15# eigi siðar en 25. ágúst nk. 8. ágúst 1980 BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR Þverholt 15» 105 Reykjavik. Tilkynning til SÖLUSKATTS- GREIÐENDA Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrsiu í þririti. FJARMALARÁÐUNEYTIÐ 5. ágúst 1980. Tilkynning til LAUNASKATTS- GREIÐENDA Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því, að 25% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 2. ársfjórðung 1980 sé hann ekki greiddur í siðasta lagi 15. ágúst. FJARMALARAÐUNEYTIÐ. Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1981 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næst- komandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingar- efni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðs- ráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvott- orð. Þá þurfa að koma fram i umsókn væntan- legir fjármögnunarmöguleikar umsækj- anda. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. séptem- ber næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavik, 5. ágúst 1980. BCNÁÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS ,,i bæjarfélagi sem telur sjöhundrub til eitt þúsund manns þarf aö vera á boðstólnum svipaö vöruúrval og i bæjarfélögum sem telja tiu- til áttatiu þúsund Ibúa”. Myndin er frá Seyöisfiröi. VERSLUN ER EKKII TÍSKU HJÁ RÁDHERR- UM OG ÞINGMðNNUM Á undanförnum árum hefur oröiö gifurleg breyting á versl- un og verslunarrekstri i land- inu. Þó viö höfum reynt aö fylgja þeirri þróun sem oröiö hefur I nálægum löndum erum viö enn langt á eftir nágrönnum okkar i ýmsum efnum. Astæöan er fyrst og fremst sú aö viö höf- um á liönum árum lagt slika ánauö á verslunina aö til vand- ræöa horfir. Henni er nú svo þröngur stakkur búinn að vart veröur við unaö lengur. Aöalbreytingin frá þvi sem áður var, er að hin svokallaöa blandaða verslun er nánast aö hverfa og i staðinn komnar ýmsar sérverslanir, svo sem matvöru-, raftækja- skóversl- anir og fleira. Meö eflingu byggöar um landiö hefur versl- un i dreifbýli reynt aö fylgja þessari þróun og margri sér- versluninni hefur veriö komiö á fót. Þetta veröur aö teljast eðlilegt þvi auövitaö á fólk utan Reykjavikur rétt á sömu þjón- ustu og ibúar höfuöborgar- svæðisins. Orsakirnar al-íslenskar 1 bæjarfélagi sem telur sjö- hundruð til eitt þúsund manns þarf að vera á boöstólum svipaö vöruúrval og i bæjarfélögum sem telja tiu- til áttatiu þúsund ibúa og þar þarf aö sjálfsögöu aö rikja eðlileg samkeppni svo tryggt sé að viöskiptavinurinn njóti ávallt þeirrar þjónustu sem æskileg er. Þetta leiðir aft- ur af sér aö umsetning, eöa veltuhraöi, er ákallega hægur i þessum verslunum og vörurnar geta i mörgum tilfellum staðiö i versluninni i allt aö tólf mánuöi. Þaö sér hver heilvita maöur, aö i landi þar sem geisar 50-60% veröbólga samfara heimskuleg- um álagningareglum sem ekkert tillit taka til raunveru- leikans, getur ekki annað en illa fariö. Af þessum orsökum og reynd- ar mörgum öörum sem allar eru al-islenskar, á verslun i dreifbýli nú mjög i vök aö verj- ast og ég get fullyrt aö á þessu ári og hinu næsta muni þessar verslanir ört týna tölunni. Fólk- iö úti á landi þarf þá aftur aö fara aö sækja til stærri verslunarsvæöa alla hluti sem það áður gaf tengiö á næstu götuhorni. Ég erhræddur um aö mörgum muni bregöa við þegar þeir þurfa að fara aö gera eftir- farandi pöntun, til dæmis til Reykjavikur, og biöa marga daga eftir að varan berist með tilheyrandi kostnaði. „Vinsamlegast sendiö mér gegn póstkröfu: 3 stk. raf- magnsklær (hvitar), 10 metra rafmagnssnúru (hvita, tvi- þætta), 1 stk. rofa fyrir lampa” og svo framvegis. Þingmenn og ráöherrar hafa ekki áhuga En eigum við einhverja möguleika á aö snúa þessari neöarunóls GísSi Blöndal, kaup- maöur á Seyðisfirði, fjallar í grein sinnu um afstöðu ráðamanna til verslunarinnar og stöðu dreifbýlisverslunarinnar sérstaklega. þróun viöV spyrja eflaust margir og nú er ég einmitt kom- in aö kjarna málsins. Aö fenginni reynslu tel ég aö ekki sé aö vænta stefnubreyt- ingar af hálfu hins opinbera. Ég tei fullreynt, aö hvorki þing- menn né ráðherrar hafi hinn minnsta áhuga. Þeir, eins og ýmsir öfgahópar I þjóöfélaginu, vilja þessa verslun feiga. Versl- un er ekki i tisku hjá þessum aöilum. Þeir ræöa aöeins um sjávarútveg, landbúnaö og orkufrekan iönaö. Hvað er þá til ráða? Mig langar aö benda á eitt atriöi sem ég held aö almenn- ingur hugleiöi alltof sjaldan og kannski aldrei. A hverjum degi auglýsa stórverslanir i Reykja- vik vörur sinar i dagblööum og rikisfjölmiðlum og jarnan fylgir meö að „Sent sé i póstkröfu samdægurs”. Margar ef ekki flestar þessar verslanir hafa samt sem áður umboösverslan- ir um allt land sem hafa ekki, af framangreindum ástæðum, bolmagn til að eiga hina aug- lýstu vöru á lager. Fólk úti á landi á þaö þá til að gripa sim- ann og panta hinn auglýsta hlut i póstkröfu i stað þess að biöja „sina” verslun aö útvega sér hlutinn. En hvaö væri fengiö meö þvi? Jú, svariö er auövelt. Meö þessu myndum við auka veltuna og veltuhraöann i heima- versluninni, hún fengi sina álagningu sem kannski yröi til aö hún myndi hjara örlitiö leng- ur. — Kannski nógu lengi til aö snúa þróuninni við. Svona er þetta skrýtið. Ef viöskiptavinurinn verslar viö „sinn” kaupmann, fær hann sömu ef ekki betri þjónustu- og talsvert persónulegri, og vör- una á sama verði. I kaupbæti fer veltuskatturinn i kassa hans eigin bæjarfélags. Og hann er ekki svo litill. Tökum dæmi: Ef sjónvarp er pantað i póstkröfu frá Reykjavik fær X bæjarfélag ekkert aöstööugjald af tækinu en Reykjavik um þaö bil tiu þúsund krónur. Sé tækiö hins- vegar pantað og keypt i heima- versluninni fær Reykjavik um átta þúsund krónur en X bæjar- félag tiu þúsund krónur. Svona er þetta nú skrýtið. Hér hefur aðeins eitt sjón- varpstæki verið tekiö sem dæmi, en þetta á auövitaö viö um allar vörur. Tökum þvi höndum saman og verslum I okkar heimabyggö. Þaö er hag- ur okkar allra, þvi þaö tryggir áframhaldandi og aukna verslunarþjónustu um allt land. Snúum vörn i sókn. Gisli Blöndal, kaupmaöur, Seyöisfiröi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.