Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 11.08.1980, Blaðsíða 31
Útvarp ki. 20.00: I kvöld verður þátturinn „PUkk” á dagskrá útvarpsins eins og venjulega. Visismenn skruppu niður á Skúlagötu og hittu fyrir umsjónarmenn þáttar- ins þau Sigrúnu Valbergsdóttur og Karl Agúst Úlfsson. „Efnið i þættinum er fjölbreytt og skemmtilegt”, sagði Sigrún. „Við förum niður á fæðingar- heimili og tölum þar við 16 ára nýorðna móður. Þá verður lesinn kafli úr bók sem fjallar um heróinneytendur og rabbað við Jóhann Bergsveinsson um eitur- lyfjaneyslu. Karl vildi endilega taka það fram, að þau fengju mikið af að- sendu efni og i hverjum þætti væru veitt plötuverðlaun fyrir besta aðsenda efnið. Að þessu sinni munu þau verðlauna tónlist. í þættinum hjá þeim Sigrúnu og Karli er mikið um frumsamið efni og gamanmál, sagði Sigrún, að mest af þvi væri samið i baði. Tónlistina i þáttinn velja þau yfir- leitt i tengslum viðefnið. AB Þegar minnst er á Danmörku dettur flestum Islendingum Kaupmanna- höfn i hug. Þegar séra Arellus Nielsson var á ferð um Jótland i vor, varð honum ljóst hve við vitum lituö um Jótland og þvi varð þátturinn „Júnidagar á Jótlandi” til. utvarp ki. 22.35: ÞATTUR um JðTLAND „Þetta verður eins konar rabb-þáttur um lifið og tilveruna á Jótlandi”, sagði séra Arelius Nielsson, er blaðamaður spurði hann um þáttinn „Júnidagar á Jótlandi” sem hann sér um i út- varpinu i kvöld. „Ég var staddur á mið-Jótlandi um tima i vor og fann þá, að þó að talað hafi verið um það, hérna Sjónvarp kl. 21.15: Hver eignast jdrðina? 1 sjónvarpinu i kvöld verður sýnt norskt sjónvarpsleikrit sem nefnist „Til eignar og ábúðar”. Leikritið, sem er eftir Erling Pedersen, gerist á kotbýli á strönd Noregs. Bóndinn sem far- inn er að eldast vill fara að bregða búi og hyggst láta eitt- hvert barna sinna taka við bú- skapnum. 011 vilja börnin eignast jörðina, en ekkert þeirra vill hokra eins og faðir þeirra hefur gert. Inn i þetta fléttast svo að olia hefur fundist fyrir utan ströndina og valdið breytingum á verðmætamati fólksins og vax- andi kaupæöi og dýrtið. Þýðandi leikritsins er Jóhanna Jóhanns- dóttir. —AB einu sinni að flytja Islendinga til Heiðanna á Jótlandi, þá vitum við alveg skammarlega litið um þetta landsvæði”. Þá sagði séra Árelius að kristni hefði fest fyrst á Jótlandi á Norðurlöndunum og myndi hann minnast litillega á það. Einnig sagðist hann ætla að geta um þá sérstöðu sem norður- og suð- ur-Jótland hafði i Danmörku. Suður-Jótar bera þess greinileg merki að búa við landamærin og hafa oft þurft að gjalda þess. Norður-Jótar væru aftur á móti meira likir okkur Islendingum. Þar væri að skapast mikil sam- keppni á milli eyjanna og norö- ur-Jótlands. t Arósum væri t.d. einn mest umtalaði háskóli i Dan- mörku. „Mér fannst alveg ótrúlegt”, sagði séra Arelius að lokum, „hvað við vitum litið um þetta land, og þess vegna varð þessi þáttur til”. „Etnið i páttlnn er samið I baði” útvarp MANUDAGUR 11. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. 7.20 Bxn. 8.15Veðurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Dag- skrá Tónleikar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Fimm litlar, krumpaöar blöðrur” eftir Birgit Berg- kvist. Helga Haröardóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (4). 9.20 Tónleikar. 9.30 Til- kynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmái. sjónarmaöur: óttar Geirs- son. Rætt veröur við Matt- hias Eggertsson ritstjóra um útgáfu landbúnaöarrita. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 10.25 lslenskir einsöngvarar og körar 11.00 Morguntónleikar Herzog og Sinfóniuhljóm- sveit Berlinarútvarpsins leika Pianókonsert op. 20 eftir Gottfried von Einem: Ferenc Fricsay stj./ Fll- harmoniusveit Lundúna leikur „Vorblót”, ballett- tónlist eftir Igor Stra- vinský: Loris Tjeknavorian stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa Leikin létt- klassisk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miðdegissagan: „Sagan um ástina og dauðann” eftir Knut Hauge Sigurður Gunnarsson les þýðingu sina (9). 15.00 Popp. Þorgeir Ástvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C. Jersild Guðrún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (11). 19.00 Fréttir Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Þórhallur Guttormsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Pétur Guðjónsson forstjóri talar. 20.00 Púkk, — þáttur fyrir ungt fólk Stjórnendur: Sig- rún Valbergsdóttir og Karl Agúst Úlfsson. 20.40 Lög unga fólksins Hildur Eiriksdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Sig- marshús” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (3). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Júnidagar á Jótlandi Séra Arelius Nielsson segir frá. 23.00 „Suite espagnola” eftir Isaac Albeniz Nýja fII- harmoniusveitin i Lun- dúnum leikur: Rafael Frubeck de Burgos stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Mánudagur 11. ágúst 1980 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 Óly mpiuleikarnir. (Evrovision — Sovéska og Danska sjónvarpið). 21.15 Til eignar og ábúðar. Norskt sjónvarpsleikrit eftir Erling Pedersen. Leik- stjóri Magne Bleness. Leik- endur Elisabeth Bang, Kjell Stormoen, Jon Eikemo, KarlBomann-Larsen, Marit Grönhaug, og Jan Frostad. Leikurinn gerist á kotbýli. Bóndi hyggst bregöa búi og vill að eitthvert barna sinna taki viðbúskapnum. Oll vilja þau eignast jöröina en ekkert þeirra langar að hokra þar. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 22.35 ólympfuleikarnir. 23.05 Dagskrárlok. island-paradís laxveíöimanna Laxveiöin á þurrkasvæðum landsins hefur samkvæmt eöli málsins gengiö heldur erfiðlega i sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna, og svo I byrjun veiðitima, sem árvatn getur tal- ist heppileg til laxveiða á stöng. Erfiðleikar eru þó enn og veröa I sumar á vatnsvæði Hvitár og ölfusár vegna framhlaups Hagajökuls, en vegna leirburö- ar hafa Hvitá og ölfusá veriö eins og súkkulaði á að líta. Þess- ar aöstæður hafa aftur á móti komið til góða netaveiðimönn- um, en í svo gruggugu vatni varast laxinn síður netin en ella. Stangaveiðimenn íslenskir búa viö stöðugt meiri verðhækk- anir og tilkostnað, m.a. vegna þess að útlendingar sækja mjög i veiðiárnar sumar hvert og hafa allt aðra fjármuni að bjóöa en heimamenn. Dagurinn mnn nú kominn um og yfir þrjú hundruð þúsund krónur i dýr- ustu ánum og gefur auga leið að þaö er ekki mikill peningur fyrir menn, sem koma hingaö til veiða I einkaþotum. Aftur á móti þykir heimamönnum þetta oröið ansi dýrt. Og ber þá aö hafa i huga aö stangaveiöimenn islenskir eru ekki „millar” upp til hópa, heldur menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins og með mjög misjafnan fjárhag. Þeir standast illa mikla samkeppni við útlendinga, en hafa með áhuga sinum og framlögum til fiskiræktar átt stærstan þátt i þvi aö hér eru góðar laxveiðiár. Það eru isienskir stangaveiði- menn, sem hafa lagt grunninn að þeim vexti og viðgangi laxa- stofnsins, sem gert hefur tsland að hreinni paradis laxveiði- manna. Engar stofnanir og eng- in rikisforsjá hefur átt þar hlut að máli annan en þann að safna upplýsingum og gefa upp tölur. Sá starfi hefur valdið þeim mis- skilningi að opinberir aðilar hafi átt einhvern þátt I þróun þess- ara mála. Sá þáttur er sáralitill og heldur til bölvunar, þaö sem hann er. Um fiskirækt almennt þarf ekki aö tala. Þar hefur hin dauða hönd rikisins lagst á eðli- legar framkvæmdir. Hvað sportveiðina snertir eig- um viö útlendingum margt að þakka þrátt fyrir þá samkeppni, sem þeir veita nú um stundir. Það voru breskir sportveiði- menn, sem komu okkur á bragðið seint á síöustu öld, og seint verður fullþakkaður sá lærdómur, sem af starfi þeirra hér mátti draga. Maðkveiöi er aö visu enn i hávegum höfö af Iselndingum, en i raun ætti að takmarka hana enn meir en gert er vegna þess.aö fluguveið- in er sú eina veiðiaðferð, sem laxveiðimenn geta veriö full- sæmdir af. Nú er alþekkt fyrir- bæri, að eftir aö útlendingar hafa verið i ánum við fluguveiöi i mánuð samfleytt eöa svo koma maökdorgarar og taka jafnvel yfir hundrað laxa á stöng á dag. Það er langur vegur frá hinni bresku fyrirmynd til slikra veiöiaöferða. Þrátt fyrir þetta veröur ekki af Islenskum sportveiðimönnum skafið, að þeir hafa boriö hitann og þungann af ræktun ánna og gerð fiskvega um þær. Bann viö laxveiði i sjó, sem kom með fyrstu setningu lax- og silungs- veiðilaga, hefur einnig haft gif- urlega þýðingu. önnur lönd eiga i miklum erfiðleikum við að halda laxastofnum sinum lif- andi og ánum i gangi ýmist vegna mengunar eöa vegna þess, eins og i Noregi, aö ekki gilda lög um bann við sjávar- veiði. Sambúð sportveiðimanna og netaveiöimanna hefur stundum verið undirorpin nokkrum erfiö- leikum. Sýnt er að sportveiöi- menn hafa háð nokkurt land- vinningastrið með árangri. A árina með þeim leggst nú vax- andi framboð af laxi og verðfall vegna sjávarkvia, þar sem lax- eldi er orðiö að iðnaði. Neta- veiðiiönaðurinn hér á landi mun ekki standast slikum athöfnum snúning, nema rlkiö fari aö nið- urgreiöa laxinn Hka. Það er þvi fremur bjart framundan fyrir sportveiðimenn, þetta fjöl- menna ræktunarlið, sem hefur alveg sérstakan skilning á vexti og viögangi laxfiska I ánum. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.