Vísir - 13.08.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 13.08.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. ágúst 1980 „Barnaleg blinda” segir ólafur Ragnar Grímsson um að yfirlýsing bandarikja sendiherrans taki af öll tvímæli „Yfirlýsing sendiherra Banda- rikjanna tekur á engan hátt af skarið. I henni er eingöngu visað til þeirra kjarnorkuvopna, sem eru formlega undir yfirstjórn NATO, en ekki þeirra sem heyra undir Bandarlkin sjálf”, sagði Ólafur Ragnar Grimsson aðspurð- ur um álit á yfirlýsingu sendiherra Bandarikjanna um, að hér á landi séu engin kjarnorkuvopn geymd. „Þessi herstöð hér er á grund- velli beinna samninga við Banda- rikin en heyrir ekki formlega undir yfirstjórn NATO, þannig að þaö er frekar óskhyggja en raun- sæi að telja að yfirlýsing Banda- rikjastjórnar taki eitöivað af skar- ið”, sagði Ólafur Ragnar ennfrem- ur. Um skýrslu öryggismálanefnd- ar sagði ólafur Ragnar, að allar lýsingar á þvi hvernig öryggis- gæslu væri háttað hér varðandi geymslu kjarnorkuvopna, hvað snerti girðingar, eðli byrgjanna og lýsingar á svæðunum dag og nótt o.fl. „minna óþyrmilega á Patter- son flugvöll, helsta öryggissvæði herstöðvarinnar. Þess vegna er brýnt, að knýja Bandarikin til að gefa nánari upplýsingar um Patt- erson-svæðið og islensk stjórnvöld kynni sér nánar það sem þar fer fram”. Ólafur sagði eftirtektarvert, að meðal þeirra útlendinga, sem spurðir hefðu verið álits væru tveir hershöfðingjar, sem væru ein- dregið á þeirri skoðun, að hér væru geymd kjarnorkuvopn og aðrir sérfræöingar hafa látið i ljós þá skoöun, að vopnin séu hér alla vega á átakatimum. „Málinu er þvi engan veginn lokið og aöeins barnaleg blinda að halda að málið liggi ljóst fyrir”, sagði Ólafur Ragnar Grims- son. —KÞ r-----------------------------------------1 „Fengum umbótlunartíma hiá okkar lánadrottnum” Bæjarstjórn Akureyrar fjailar um rekstrarerflðlelka K. Jónssonar „Við höfum fengið umþóttunartima hjá okkar lánadrottnum á meðan bæjarstjórn fjallar um málefni verksmiðjunnar og mótar sina stefnu”, sagði Mikael Jónsson hjá niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar & Co hf. á Akureyri, i samtal samtali við Vísi. „Hér hafa starfað I sumar 120-130 manns við gaffalbita'og rækjuvinnslu. Þessi vara er seld, gaffalbitarnir til Rúss- lands, en rækjan til Þýskalands að mestu. Um helgina var skip- að hér út gaffalbitum fyrir um 320 m.kr. Margt af okkar fasta- fólki hefur verið i sumarfrii, en skólafólk hefur hlaupið i skörð- in. Eins og áður hefur verið greint frá I Visi, þá óskuðu for- ráðamenn K. Jónssonar eftir þvi við bæjarstjórn Akureyrar, að hún skipaöi nefnd til að finna lausn á rekstrarvanda verk- smiðjunnar. Töldu þeir einsýnt, að ekki yrði hægt að leysa þann vanda án forgöngu bæjarfélags- ins. „Þaö hefur engin stefna verið mótuö varðandi Niðursuöuverk- smiðju K. Jónssonar”, sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, I samtali við Visi. „Ráðgjafafyrirtækinu Fram- leiöni sf., var falið að gera út- tekt á stöðu verksmiðjunnar, og benda á leiðir til úrbóta. Ég fékk skýrslu frá þeim i hendurnar i morgun og hef þvi litiö getað kynnt mér innihald hennar. Ég reiknaði hins vegar með þvi, að nefndin sem bæjarst jórn skipaöi til að fjalla um þessi mál, komi saman á morgun”, sagði Helgi i lok samtalsins. G.S./Akureyri. vcr< píim*' • >f * : & -X? L ■»HBgm I& , 'v: ^ S Níösterk stigaefni - verð frá kr. 10.400 Ódýr teppi - verð frá kr. 5.400 Þéttofin rýjateppi - einstakt verð, aðeins kr. 18.800 og við gerum enn betur og bjóðum 10% afslátt í viðbót! Greiðslukjör í sérflokki: Útborgun 1/4 - eftirstöövar á 6-9 mán. Þjónustan ofar öllu: Við mælum gólfflötinn og gerum tilboð án skuldbindinga Teppadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600 Tjarnargötulnndrotin: ÞÝFIÐ KOMIÐ TIL SKILA Megnið af þýfinu, þ.á.m. silfur- borðbúnaður, sem stoliö var úr húsum við Tjarnargötu nýverið er nU komið til skila og að sögn Hall- varðs Einvarðssonar, rannsóknar- lögreglustjóra rikisins hefur rann- sókn málsins miðað vel áfram. Eins og fram hefur komið i Visi sitja þrir menn I gæsluvarðhaldi vegna þjófnaðarmálanna svoköll- uðu en að auki sitja tveir menn i varðhaldi vegna sölumannamáls- ins svokallaða. Sagði Hallvarður, að rannsókn þess máls miðaði vel áfram en gæsluvaröhaldsUrskurð- ur mannanna tveggja rennur út 15. ágúst nk. Þá sagði Hallvarður i samtali við Visi, að greinargerð lægi fyrir i sumarbústaðamálinu svokallaða. Skaftgriparánið i Ura- og skart- gripaverslun Jóhannesar Norð- fjörð er hins vegar óupplýst enn sem komið er. —Sv.G. Koll' gátan Dregið hefur verið i Kollgátu Visis, sem birtist 23. júli. Vinningshafar eru: Reynir Þór Friðþjófsson, Vestur- bergi 72, Reykjavik. Vinningur er útigrill á kr. 40 þús. Harpa Hjörleifsdóttir, Birki- hvammi 21, Kópavogi. Vinningur er gassuðutæki með kút á kr. 64 þús. Guðmundur Sigurjónsson, Nökkvavogi 5, Reykjavik. Vinn- ingur er pottasett á kr. 19.350. 3 vinningar að heildarverðmæti kr. 123.350 frá Sportval. Erlendir ökumenn eru farnir að lita til tslands sem framtiöarlands I rallakstrinum og þykir íslenska þjóðvegakerfið einkar hagstætt í því tilliti. Ljóma-Rall 1980: NorDmenn og Hailr á meðai Keppenda 15 bifreiðar skráðar til leiks Ahafnir i fimmtán bifreiðum eru skráðar til leiks f Ljóma-Rall 1980 sem haldið verður hér á landi dag- ana 20.-24. ágúst nk. 1 tilkynningu frá Bifreiðaiþróttaklúbbi Reykja- vikur, sem er framkvæmdaaðili þessarar keppni, segir aö hún marki tlmamót i sögu bifreiða- iþrótta hér á landi. Keppnin er sú fyrsta sinnar teg- undar sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu og nú keppa erlend- ir ökuþórar i fyrsta sinn á Islensk- um þjóðvegum I rall-keppni. Tvær norskar áhafnir eru skráðar til leiks svo og tvær ftalskar áhafn- ir. Að sögn talsmanna keppnis- stjórnar BIKR er keppnin ekki eingöngu prófsteinn á það, hvort klúbburinn hefur bolmagn til að standa fyrir alþjóðlegri keppni af þessu tagi, heldur er hún einnig góð kynning fyrir land og þjóð og llta margir erlendir ökumenn nú hýru auga til íslands sem framtið- arlands fyrir þessa tegund bif- reiöalþrótta. Eftirfarandi ökumenn og bif- reiðar hafa verið skráðar til leiks leiks i Ljóma-Rall 1980: Halldór Úlfarsson, Þórður Kristinsson á Ford Fiesta. Finn Ryhl Andersen, Jan Johansson á Datsun 160. Garðar Eyland, Ólafur Sigur- jónsson á Saab 96. John Haugland, Jan-Olav Bohlen, á Skoda 130 RS. Ómar Þ. Ragnarsson, Jón Ragn- arsson, á Renault Alpine. Magnús Jensson, Jón Svan Grét- arsson, á Toyota Celica. Þórhallur Kristinsson á Ford Escort. örn R. Ingólfsson, Gunnar H. Stefánsson, á Trabant. Hafsteinn Aðalsteinsson, Ólafur Guðmundsson, á Subaru. örnStefánsson, á Toyota Celica. Hafsteinn Hauksson, Kári Gunn- arsson, á Ford Escort. Bragi Guðmundsson, Matthias Sverrisson, á Lancer Colt. Einar Finnsson, Hjalti E. Haf- steinsson, á Fiat 131. Cecaré Giraudo, á Ford Escort. Aldo Pereno, á Opel Kadett. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.