Vísir - 13.08.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 13.08.1980, Blaðsíða 12
vtsm i Miðvikudagur 13. ágúst 1980 HROLLUR TEITUR Algjörlega heil hauskúpa af 30 metra risa! Þetta er meira en mig dreymdi um > aö finnaU/T* Hauskúpu af risa! 01960 Kinfl FmIi f Stórkostlegasti fundur í sögunni. Hún er brothætt, meira en 100.000 ára gömul. Þaö veröur aö V vernda hana... Þangað til viö \ getumsett varnarefni á hana.-^ Alexis/ hef ég \ sannaö málmitt? Manstu eftir* . samningi J okkar. / Ég efaöist aldrei, Filip. Ég kom meö ávísunina.... Allt sem ég á, svo þú getir keypt . býddu Alexis.. dalinn. COHW' ' SVP6R - GtANT ♦ O o » ÁGCI MIKKI 12 vísm . Miðvikudagur 13. ágúst 1980 „Það er langt siöan við héldum svona mót fyrir sunnan,” sagði sunnlenskur hestamaður, sem var staddur á fjórðungsmóti hestamanna á Austurlandi um helgina. Og þaö er vissulega mik- ið rétt i því. öll framkvæmd mótsins á Iðavöllum var likust þvi sem var fyrir áratugum i öðr- um landshlutum, þar var flest i molum. Timaáætlanir stóðust mjög illa, seinagangur var yfir- gengilegur, sérstaklega i kapp- reiðunum, og fyrir sumum atrið- um var ekki hugsað fyrr en á hólminn var komið, t.d. var hafist handa um að fá menn I dómstörf ' fyrir unglingakeppnina hálftima eftir að keppnin átti að hefjast, samkvæmt dagskrá. Við þessar raunir Austlendinga bættist að þeir höfðu ekki af miklu að státa i hestakosti. Þrátt fyrir alla þessa ann- marka var lengi vel gaman fyrir austan, allt fram á siðasta dag, sem raunar á að vera hápunktur mótsins. Þann dag var hvassviðri á Völlum, moldrokið gekk linnu- laust yfir mótssvæðið og dagskrá- in raskaðist meira en nokkru sinni. Mótinu var svo slitið tveim Myndir og texti: Sigurjón Valdimarsson ' Fjóröungs- móllð á löavöllum Hópreiðin Næstur varð Náttfari með 8,20, þá ófeigur frá Skorrastaö i Norðfirði meö 8,14, Randver frá Eyvindará meö 8,10 og Huginn frá Ketils- stöðum meö 8,09. í úrslitum hélst þessi röð óbreytt að öðru en þvi að 4. og 5. hestur vixluðu sætum. Máni er einstaklega tigulegur hestur með frábæran vilja, sem hann hlaut 9,5 i einkunn fyrir. Hann er ákaflega vel taminn og settur á gang, en ræður ekki yfir mikilli yfirferö á tölti. Þar er Náttfari honum fremri og nú sem oft áður töldu margir áhorfenda aö sá kosturinn ætti að vega mest og færa Náttfara fyrsta sætið. Sú varö þó ekki raunin, eins og þegar hefur verið greint frá, enda þótt ekki fari milli mála aö Náttfari er geysilega góður gæðingur. Kappreiðar Um kappreiðarnar er best að hafa sem fæst orö. Völlurinn er ekki góður, hrossin virtust litiö þjálfuð, framkvæmdin ótrúlega hæg og laus i reipum og árangur i samræmi við það. Einn litinn ljósan punkt fengu áhorfendur þó aðsjá, I lok úrslitasprettsins I 350 m stökki tók Nös á og sýndi sitt „ÞAB ER LANGT SIÐAN VIB HELD- UM SV0NA MðT FYRIR SUNNAN" timum seinna en gert hafði veriö ráö fyrir. Eins og fyrr sagði var skemmtilegt að vera á Iðavöllum, lengst af. Hestamenn á Austur- landi eru einstaklega elskulegt fólk og svo gestrisiö að fádæmi eru nú á timum. Það eru þvl engin undur að aðrir gestir höfðu samúð með blaðamanni að þurfa að segja frá hversu óhönduglega tókst til um framkvæmdina og kasta þannig rýrð á þá ágætu I höfðingja, sem á móti okkur tóku. Þvi má heldur ekki gleyma að Austlendingar eiga sér nokkra af- sökun, sem er fjarlægðin frá öðr- um hestamönnum og þeir erfið- leikar, sem af henni stafa fyrir ■ þá. A það hefur verið minnst áð- Iur, hvaða erfiðleika fjarlægðirnar skapa þeim og kemur þaö m.a. wm fram i reynsluleysi i skipulagn- ingu stærri móta. En nóg um það, B litum á einstök atriði mótsins. Kynbótahross Siöast þegar haldið var fjórðungsmót á Austurlandi þótti mönnum heldur litil reisn yfir kynbótastarfi þeirra Austlend- inga. Þar var þó einn stóðhestur sýndur með afkvæmum og sömu- leiðis 17 hryssur. Nú var ekkert hross afkvæmasýnt. Hræddur er ég um aö hrossaræktarráöunaut, Þorkeli Bjarnasyni, hafi ekki fundist mikið til koma, enda hafði hann fá orð um ágæti ræktunar- starfsins. Hrossarækt á Austurlandi er þann veg háttað, að Hornfirðing- ar vilja halda við fornri frægð og rækta áfram Hornfirska stofninn, en á Héraði hafa menn frekar kosið að fá leigða stóðhesta, þá sem hæst ber á hverjum tima, og blanda þannig saman ólikustu ættum. Án þess að ég vilji kveða upp endanlegan dóm hvor aðferð- in reynist haldbetri i lengdina, er ekki annað hægt að segja en að á þessu móti virtust Héraðsbúar vera á réttri leið. Það kom fram bæði i kynbótahrossunum og gæðingum. Einkum var áberandi gróska i ræktinni á Ketilstöðum á Völlum og má raunar segja að þaö sé eini staðurinn á svæðinu, sem eitthvað kveöur að i ræktun núna. Stóðhestar Fjórir stóðhestar voru dæmdir. Þeirra efstur stóð Máni 949 frá Ketilsstöðum. Hann er brún- stjörnóttur, 5 v. gamall F: Ófeig- ur 818, M: Fála 3897 og eigandi hans er Jón Bergsson á Ketils- stöðum. Hann hlaut 7,80 i meöal- einkunn fyrir byggingu og 7,90 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 7,85. Þorkell Bjarnason telur miklar likur á að þessi foli ætti auðveld- lega að ná 1. einkunn innan tiðar. Annar i röð var Snær 824 frá Snjóholti, grár, 10 v. eigandi: Elsa Árnadóttir, Húsey. Snær hlaut i meðaleinkunn 7,83. F: Svipur 385, M: Fluga 3363. Þriðji I röö varð Blakkur frá Jaðri á Völlum, undan Neista 587 frá Skollagróf. Blakkur er nokkuð hæfileikamikill hestur og meö. mjög góða lund, en svo litill aö Þorkell taldi útilokað að mæla meö honum til undaneldis. Blakk- ur hlaut 7,69 i aðaleinkunn. Sigfinnur i Stóru-Lág átti eina stóðhestinn, sem Hornfiröingar sýndu. Sá er rauður, 4 v. undan Tvifara 819 og Brönu 3928 og heit- ir Sproti. Sproti er all álitlegur hestur en ungur að árum og fékk þvi ekki háa einkunn, aðalein- kunn hans var 7,59. Hryssur 1 flokki hryssa 6 v. og eldri áttu Hornfirðingar tvær efstu. Fyrsta sætið skipaði Vaka 3943 frá Lambleiksstöðum, jörp, 11 v. F: Þokki 647 frá Miöfelli, M: Perla 3368. Vaka er viljug og hæfileika- mikil hryssa og hlaut 8,38 fyrir hæfileika en 7,63 fyrir byggingu, aðaleinkunn 8,01. Næst varð Fluga 4499 frá Bjarnanesi, rauð, 9 v. undan Sóta frá Horni og Flugu frá Bjarna- nesi. Fluga er litil, kattmjúk og gammvökur og hlaut 7,90 I aöal- einkunn. Bryndis 5023 frá Jaðri á Völl- um, undan Skýfaxa 548 og Skjónu 3399 varð þriðja með 7,89 i aöal- einkunn. Fjöður 5020 frá Ketilsstöðum, rauðstj. undan Neista 587 og Rauðku 3890 stóö efst 5 v. hryssa með 7,74 i aðaleinkunn. Bára 4962 frá Hafsteinsstööum, en á heima á Ketilsstöðum, varö önnur með 7,69 og Hrefna 5024 frá Stóra- Sandfelli varð þriðja með 7,64. Þrjár efstu hryssur i fjögra vetra flokknum eru allar dætur Neista 587 frá Skollagróf. Sera 5017 frá Eyjólfsstöðum á Völlum hlaut 7,79, næstu tvær eru frá Ketilsstööum, Katla 5021 með 7,73 og Katarina 5019 með 7,68. Gæðingar Það var eins með gæðingana og kynbótahrossin frá Hornfirð- ingum, að litið var um endurnýj- un. Þar af leiðandi varö hlutur þeirra ekki stór. Að visu komu þeir með sina fornfrægu kappa, Skúm frá Stóru-Lág og Náttfara frá Fornustekkum, og þeir skip- uðu annaö sætið, hvor I sinum flokki. Aðrir gæðingar þeirra A-f lokkur Ingimar á Egilsstöðum fær heillaóskakoss frá Guð- rúnu konu sinni eftir sigurinn i A-flokki gæðinga á Spretti. Harpa Baldursdóttir fékk ásetuverölaunin. Gunnar Thorsteinsson afhenti þau fyrir hönd FT. komust ekki I fimm hesta úrslita- keppni. Sigurður Haraldsson stjórnaði dómum og reyndi nú i annað sinn að flytja útreikning einkunna inn i dómpall, eins og á Kaldármelum, og raunar hefur sú aðferð mjög viða verið viðhöfö i sumar og er að þvi er best verður séð mun vin- sælli en sú sem reglurnar gera ráð fyrir. Einnig nú lét Sigurður dómara reikna út meðaltal við röðunina i fimm fyrstu sætin og rétta aðeins upp eitt spjald til að gefa röðun til kynna. 1 umsögn um Kaldármelamótiö taldi ég þessa aðferð horfa til bóta, en við nánari athugun hef ég skipt um skoðun og tel sömu rök styðja aö dómarar sýni röðun sina fyrir hvert atriði, eins og við dómana þ.e.a.s. ég tel að meö þvi veröi úr- vinnsla nákvæmari og einnig að áhorfendur njóti þess betur. ekki verið þjálfaður eftir ströng- ustu kröfum. Hann á þvi til að sýna nokkuð ofriki, einkum þegar hann er inni i dómhring með öör- um hestum. Það kostaöi hann fyrsta sætið i úrslitakeppninni, enda þótt margir telji hann, með sitt volduga fas mesta gæöinginn, þeirra sem þarna kepptu, að hin- um ólöstuðum. 1 úrslitakeppninni hreppti Sprettur fyrsta sætið, Skúmur annað, Austri þriðja, Hvinur fjórða og Kolbrún fimmta. B-flokkur Máni frá Egilsstöðum, sem margir sunnanlands muna frá i fyrra, þegar eigandi hans Hrafn Vilbergsson var tamningamaöur hjá Fáki, og háði þá harða bar- áttu viö Brján, bæði á Viöivöllum og i Skógarhólum, varö efstur i dómum, með 8,771 meðaleinkunn. Skúmur hlaut hæstu einkunn al- hliða gæðinga, 8,53 Næstir og jafnir urðu Austri frá Fossvöllum og Sprettur frá Egilsstööum með 8,30. Aörir i úrslit fóru Hvinur frá Ketilsstöðum með 8,07 og Kolbrún frá Jaðri á Völlum með 7,97. Efstu hestarnir þrir eru allir miklir gæðingar, þó hver meö sinu sniöi. Skúmur er kraftmikill hestur og viljamikill, en hefur Einn skeiösprettur. gamla góða keppnisskap og dró Sneglu uppi, sem hafði ca 7-8 m forskot, þegar Nös fór aö beita sér. Snegla sigraöi á 26,3 sek og Nös varð önnur á 26,4 sek og Fluga þriðja á 27,3 sek. Mest spenna var i folahlaupinu, þar sigraði Hrima á 20,0 sek Snörp hljóp á 20,1 sek og Stjörnu- fákur á 20,2 sek. Tvær fjögra vetra hryssur hlupu aukalega, og uröu jafnar á 19,8 sek. önnur var frá Sigfinni i Stóru-Lág og hin frá Sævari Pálssyni I Vopnafirði. Skjóni frá Móeiðarhvoli var eini hesturinn, sem kom til keppni frá öðrum landshlutum og hann sigr- aði i skeiðinu á 24,8 sek, Forkur varð annar á 25,9 sek og Skúmur varö þriðji á 26,0 sek. Sigfinnur hafði ekki hjálm i hlaupinu og sagði að það væri i lagi fyrir sköllótta menn. Forni sigraði i 800 m stökki á 71,3 sek og Fagri-Bleikur i 800 m brokki á 1:51,2 min. Unglingar Einn besti hluti mótsins var unglingakeppnin og út af fyrir sig er það góðs viti og litil ástæða til fyrir menn að örvænta um fram- vindu hestamennskunnar fyrir autan, meðan þeir ungu sýna mikinn áhuga og dugnað. Gunnlaugur Jónasson á Egils- stööum varð efstur i yngri flokkn- um á Nasa og hlaut 8,39 i meöal- einkunn. Baugur Guðmundsson á Faxa varð annar með 8,19 og As- dis Ingimarsdóttir varð þriðja á Brynju með 7,97. t eldri flokki stóö Ólafur G. Reynisson frá Fáskrúðsfirði efst- ur á Strák með 8,38, næst varð Harpa Baldursdóttir á Flugu frá Bjarnanesi nieð 8,11 og þriðja varö Hera Armannsdóttir á Hrimu með 8,07 i meðaleinkunn. Asetuverðlaun FT hlaut Harpa Baldursdóttir, sem reið Flugu frá Bjarnanesi af mikilli snilld og hún þakkaði fyrir sig með þvi að taka til Flugu og sýna stórfallegan skeiðsprett. Ingimar á Egilsstöðum hefur hannað leik, sem hann kallar Hestasvig og fer þannig fram: Stikur eru settar meö 12 m milli- bili á 100 m vegalengd, sitt voru megin á hlaupabrautinni. Tveim hestum er hleypt I einu frá marki, sinum á hvorri braut. Skulu hestarnir fara á milli allra stik- anna, beygja fyrir þá siðustu og koma sömu leið til baka að marki. Tekinn er timi á keppendum og sá er úr leik sem ekki fer á milli allra stikanna. Leikur þessi var háður á mót- inu og létu áhorfendur vel aö, en undirritaður missti af aö sjá hann. SV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.