Vísir - 14.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 14.08.1980, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 14. ágúst 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjúri: Davfö Guömundsson. lRitstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schrai. Ritstjúrnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jonsson. Fréttastjúri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Fríöa Astvaldsdúttlr, Halldúr Reynlsson, lllugi Jökulsson, JOnlna Michaelsdóttir, Kristin t>orstelnsdúttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjún Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Glsli Sigur gelrsson. Iþrúttir: Gylfl Kristfánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 8ÚÚ11 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuöi innanlands og verö i lausasölu 250 krúnur ein- íakiö. Visirer prentaöur i Blaöaprenti h.f. Siöumúla 14. Niðurgreidda dilkakjötið AUt heila kerfið hamast við að búa sér til forsendur og dunda sér f visitöiuleik og nið- urgreitt dilkakjöt markar timamót i verðbólguslagnum, jafnvel þótt það sé alls ekki til. Glíman við verðbólguna tekur á sig margar og skringilegar myndir. Við höfum orðið vitni að einni uppákomunni síðustu daga< og þar hefur vísitöluf jölskyldan margfræga leikið aðalhlutverkið eins og venjulega. Þetta er sagan um niðurgreidda dilkakjötið sem ekki fæst. Fjórum sinnum á ári taka opin- berar skrifstof ur sig til og reikna út kostnaðarhækkanir hjá vísi- tölufjölskyldunni. Þær leiða til hækkaðra launaverðbóta, sem aftur valda hækkun á fiskverði, sem aftur hefur áhrif á búvöru- verðið, sem aftur fer inn í fram- færslukostnaðinn og þá er hægt að hefja hringreiðina á nýjan leik. Þenna órjúfanlega vítahring þekkja allir, þóttenginn haf i haft getu eða þrek til að binda endi á þessa augljósu vitleysu. Ein leið stjórnvalda til að halda aftur af búvöruverðshækkunum hefur verið fólgin í niður- greiðslum. I stað þess að láta vísitöluf jölskylduna greiða hækkandi búvöruverð úr vinstri vasanum, eru innheimtir auknir skattar úr hægri vasanum, því beinir skattar eru ekki mældir sem útgjöld í vísitölunni. Enda þótt það skipti auðvitað engu úr hvorum vasanum útgjöld heimilisins eru greidd, þá hefur þessi kúnstuga aðferð verið hald- reipi stjórnvalda til að leika sér með vísitölu — og verðbólguút- reikninga. Ríkisstjórnir allra tíma hafa aukið niðurgreiðslur lækkað búvöruverðið, hækkað skatta og hrósað sér síðan af lækkandi vísitölu. Þessi talnaleikur verður hins- vegar að algjörri skrípamynd, þegar svo langt er gengið að auka niðurgreiðslur á neysluvörum, sem ekki eru fáanlegar! Dilka- kjötsverð var lækkað um síðustu mánaðamót, meðan framfærslu- vísitalan var reiknuð út og á pappirunum varið til þess nokkrum hundruðum milljóna króna af skattpeningum. Síðan kemur í Ijós að niðurgreidda dilkakjötið fæst alls ekki í þeim verslunum sem vísitöluf jölskyld- an skiptir við. Útkoman er því sú, að lækkandi verð á ófáanlegri neysluvöru veldur skerðingu á verðbótum launa. Og allir eiga að una glaðir við sitt. Þetta heitir að telja niður verð- bólgu og ráðherrar slá sér á brjóst og tíunda afrek sin með prósentureikningum. Um næstu mánaðamót mun dilkakjötiðsíðan hækka í verði og þá fyllast allar verslanir eins og ekkert hafi í skorist. Það gerir raunar ekkert til, því þá þarf ekki að reikna út framfærsluvísi- tölu. Það gerist ekki fyrr en fyrsta nóvember næstkomandi og þá verður auðvitað gripið til þess ráðs á nýjan leik að lækka verð á vísitöluvörunni og kjötið hverfur væntanlega úr búðunum. Þessi saga er táknræn um þá dapurlegu staðreynd, að stjórn- völd á Islandi eru sífellt að kepp- ast við að blekkja sjálfa sig og klekkja á almenningi. Menn búa sér til vísitölufjölskyldu og út- reikninga sem eru í engu sam- ræmi við raunveruleikann. Það eru pappírarnir sem gilda en ekki pyngja heimiiisins. Hundakúnstir af þessu tagi kref jast opinberra skrifstofa og mýgrúts hagfræðinga og ráða- menn halda blaðamannaf undi með sigurbros á vör. Allt heila kerfiðhamastviðað búa sér for- sendur og dunda sér í vísitöluleik og niðurgreitt dilkakjöt markar tímamót í verðbólguslagnum, þótt það sé alls ekki til. Það besta við þetta allt saman er að lokum sú staðreynd, að ríkisstjórnin getur með glöðu geði og af mikilli rausn boðið fram milljarða króna til aukinna niðurgreiðslna, þvi þá peninga þarf aldrei að greiða. Það er nefnilega ekki hægt að borga niður verð á vöru, sem ekki er til. Þetta er nú stjórnkænska sem segir sex. „Það er ekki nóg með það að fermingarbörn séu mjög illa læs og ó- skrifandi, þótt lögð sé rétt hóflega ströng merking í þessi orð. Fullorðið fólk er hætt að tala sama tungumálið", segir Magnús Bjarnfreðsson f þessari grein sinni um islenskt mál. Um áratuga skeift hafa veri6 móöurmálsþættir I útvarpi. A þá hefur miki6 veriö hlustaö og margir hafa sótt i þá ánægju og fræ&slu. Annars vegar hafa þetta einkum veriö þættir þar sem flytjendur hafa leitaö upp- lýsinga me&al áheyrenda um merkingu gamalla oröa og svo hins vegar beinir fræösluþættir um daglegt mál. Samtimis þessu hefur móöurmálsfræösla veriö efld i skólum, sprenglærö- ir menn hafa ritaö langar rit- geröir um blæbrig&i málsins og þess eru jafnvel dæmi aö litill bókstafur hafi þokaö efnahags- umræöu brott úr sölunum viö Austurvöll. Samt er eitthvað að Já, samt er eitthvaö aö. Þaö er nú ekki nóg meö þaö aö ferm- ingarbörn séu mörg illa læs og óskrifandi, þótt lögö sé rétt hóf- lega ströng merking í þessi orö. Fulloröiö fólk er hætt aö tala sama tungumáliö. Fariö þiö inn á vinnustaö, þar sem unnin eru tæknistörf af einhverju tagi. Þiö munuö heyra undarlegt mál. Þaö er sambland af er- lendum oröum úr tveim eöa þrem tungumálum, oröum af erlendum stofni sem háfa fengiö einhverjar Islenskar endingar og svo svona tuttugu til þrjátlu islenskum samtenginum og öör- um smáoröum. Jú, fyrirgefiö, nokkrar algengustu sagnirnar fljóta reyndar meö. Þegar hinir lærðu tala Ekki er ástandiö heldur ýkja björgulegt þegar sprenglæröir menntamenn láta svo litiö aö tala viö lýöinn. Prófiö þiö aö hlusta á erindi um efnahagsmál I útvarpinu nú eöa stjórnmála- umræöur, þar sem annars ágæt- lega talandi alþýöumenn eru aö reyna aö tileinka sér orö- skrípi menntamannanna I efna- hagsumræöu. Oröfæriö eitt er nægilegt til þess aö ekki er nokkur von til þess aö alþýöu- maöurinn reyni aö skilja, hann finnur aö þaö er ekki veriö aö tala viö hann, mennirnir eru bara aö tala saman. Menn eru jafnvel hættir aö geta komiö heilli hugsunum úr hausnum á sér I viötölum af þvl þeir eru alltaf aö berjast viö aö muna öll hátfölegu or&atiltækin sem hæfa svona umræöu. Eftir viötölin rennur svo upp úr þeim þaö sem þeir meintu á venjulegu máli — meö svona tveimur til þremur erlendum slettum sem allir skilja! Breytt þjóðfélag — breytt málfar A meöan sömu störf voru unn- in I öllum byggöarlögum lands- ins ár eftir ár og öld eftir öld varö til sú íslenska er viö þekkj- um, sem nú erum á miöjum aldri. Svolltiö var hún misjöfn eftir landshlutum, menn kölluðu litinn á rollunum ekki alls staö- ar sama nafni eöa lögun á skýj- um og öldum. En menn skildu samt alltaf þaö sem nágranninn sagöi. Svo breyttist heimurinn. Ný tækni hélt innreið slna. Fyrst i staö var þróunin hæg, þaö komu vélar I bátana og svo bil- ar. Tungan stóöst þetta sæmi- lega. Stöku oröskrípi aölögöust smám saman málinu og uröu þegnar islenskrar tungu. En þróunin varö hraöari og hraö- ari. Störfin uröu sérhæfö, menn lásu leiöarvisi eftir leiöarvisi á erlendum málum og læröu er- lendis. Þaö var ekki hægt aö bíöa eftir þvi aö finna góöa islenska þýöingu á öllum oröun- um og hugtökunum, sem menn vissu upp á hár hvaö þýddu i raun og veru. Þá var bara aö nota þau eins og þau komu fyrir af skepnunni, i besta falli aö skeyta viö þau greini. Orðabókaskortur Þeir sem basla viö þaö aö snúa af erlendu máli á islensku einhverju skrifi um tæknileg málefni eöa almenn þjóöfélags- mál finna fyrir þvi aö engin not- hæf or&abók er til af erlendu máli yfir á Islensku. Þetta eru stór orö, en þau eru ekki sögð i hugsunarleysi. Mér er vel kunn- ugt um þaö aö til eru oröabæk- ur, sem nota má þegar snúa þarf á Islensku erlendu máli frá upphafi þessarar aldar og eldra og af þeim má lika hafa gagn viö þýöingar á ýmsu léttmeti siöari ára. En þegar kemur aö þvi aö þýöa yfir á Islensku þaö mál sem notaö er I þjóöfélags- umræöu eöa I daglegum störf- um fólks, þá syrtir i álinn. Siö- ustu áratugina hafa ný hugtök hrannast upp I erl. málum, hugtök sem alls ekki voru til fyrir stríö. Þau fyrirfinnast ekki i þeim or&abókum, sem á boö- stólum eru meö islenskri þýö- ingu. Fyrir bragöiö býr hver til sina þýðingu, sem annar skilur ekki. Mig grunar raunar aö þarna sé aö verulegu leyti aö finna skýringuna á sérfræöinga- málinu, sem alþýöan skilur ekki. Þessu fylgir sá endemis ruglingur aö þótt talaö sé um sama hugtakiö, þá er sitt hvert oröiö notaö, og jafnvel sér- fræöingarnir skilja ekki hver annan, nema þeir skjóti erlendu oröunum inn til skýringar. Dautt mál eða lifandi Þaö er góöra gjalda vert að safna öllum fáanlegum upp- lýsingum um þaö mál sem for- feöur okkar tölu&u. Þaö er einn- ig ágætt aö kenna fólki aö beygja orö rétt og kenna fólki aö segja mig langar og ég vil. En allt kemur fyrir ekki ef fólkið hættir aö tala sama máliö, httir aö skilja oröin sem eru beygö og setningarnar eu smiöaöar um. Þaö hefur veriö sagt aö fátt hafi oröiö islenskri tungu frem- ur til bjargar en þaö aö biblían skyldi þýtt á gott mál. Guðsorð var um aldir nær eina lesefni þjóöarinnar og meginefni allra mannfunda, annarra en þinga. Hvort sem mönnum líkar betur eöa verr hefur lestur þess nú þokaö fyrir öörum lestri. Menn tala og lesa um störf og skoöan- ir, sem koma þarf oröum aö. Ef ekki veröur snúiö viö blaöi I þeirri þróun sem veriö hefur undanfariö i málfari þjóöar- innar, veröur þess ekki langt aö biöa aö menn kjósi heldur aö skrifa um sérhæfö mál á erlend- um tungumálum, svo aö neöanrnáJs' „Það er ekki nóg með það að fermingarbörn séu mörg illa læs og óskrifandi, þótt lögð sé rétt hóflega ströng merk- ing í þessi orð. Fullorðið fólk er hætt að tala sama tungumálið", segir Magnús Bjarnfreðsson í þessari grein sinni um ís- lenskt mál. minnsta kosti kollegar skilji hvaö menn eru aö fara. Unga kynslóðin mun fila þetta ágæt- lega og ekkert flippa yfir þvi þótt hún fái námsbækur á út- lendu máli. Sumar þær „islensku” eru hvort eö er nær algerlega óskiljanlegar. Vonandi kemur einhvern timann út vegleg islensk oröa- bók, sem geymir málfar for- feöra okkar. En fyrr þyrftum viö aö fá or&abók um þaö mál, sem viö tölum i dag viö störf okkar. Annars veröur biblian eina „sérritiö”, sem menn skilja hjálparlitiö. Magnús Bjarnfreösson. KLOFIN TUNGA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.