Vísir - 14.08.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 14.08.1980, Blaðsíða 23
Umsjón: Ásta Björnsdóttir. VÍSIR Fimmtudagur 14. ágúst 1980 VANDAMAL A Útvarp ki. 21.00: Leikritið Harry sem flutt verður i útvarpinu i kvöld er eftir norska rit- höfundinn Magne Thor- son. Visir hafði sam- band við leikstjórann Þorsteinn Gunnarsson og báðum hann um að segja okkur litið eitt frá þessu verki. „Leikrtið „Harry” fjallar um sjómann, sem hefur lengi unnið á farskipum i norska kaupskipa- flotanum og þvi liöur langur timi á milli þess að hann komi heim. Leikritið gerist i einni heimkom- unni og fjallar um fjölskyldulifiö og ýmis vandamál sem koma upp.” „Þetta er hefðbundið verk og þótti mjög gott strax og það kom fram. Það hefur margsinnis verið gefið út og var leikið talsvert á sinum tima. Leikritiö var upphaf- lega skrifað sem sviösverk en hefur veriö stytt dálitiö og lagfært fyrir útvarp.” Þýðandi leikritsins er Asthildur Egilsson, en með hlutverkin fara Róbert Arnfinnsson, sem leikur Harrý, Sigriöur Hagalin, sem leikur konu hans, Hjalti Rögn- valdsson og Valgeröur Dan sem leika börn þeirra hjóna, Valur Gislason sem leikur afann á heimilinu og Pétur Einarsson, sem leikurlögregluþjón. Leikritið tekur um fimm stundarfjdrðunga i flutningi og var áður flutt i út- vapinu árið 1975. Að lokum sagði Þorsteinn, að þetta væri virkilega gott leikrit og vildi hann hvetja fólk til að hlusta á það. Útvarp ki. 23,00: PÖNK-R0KK í ÁFÖNGUM Róbert Arnfinnsson leikur hlut- verk Harrys, sjómannsins, sem kemur heim eftir langa útivist og finnur að heimilislifið er ekki eins og best verður á kosið. „Það verður svipað snið á þessum þætti og þeim þáttum, sem við höfum verið með nú að undanförnu.” sagði Asmundur Jónsson annar umsjónarmaður „Afanga” sem er á dagskrá út- varpsins I kvöld. „Viö munum kynna nýjar breskar hljómsveitir sem til- heyra þessari pönk-kynslóö. Við veröum með nokkuð margar hljómsveitir i þættinum I kvöld. T.d. munum við kynna hljóm- sveitina „Ruts” en hún gaf frá sér stóra plötu i fyrra. NU nýlega dó söngvari hljómsveitarinnar, það virðist alltaf fylgja allskonar dóp og vesen þegar eitthvað nýtt kemur fram og svo hrynur þetta fólk niður.” Asmundur sagöi að þá myndu þeir einnig kynna þrjár konur sem kalla sig „The Slits”. Þær hafa fengið mjög góöa dóma I er- Iendum blöðum og þykir okkur þvlástasða til aö kynna þær hér.” Asmundur sagöi, að ástæðan fyrir þvi að þeir kynntu svo mikiö af enskum pönk-rokk hljómsveitum I þáttum sinum, væri sú, að það væri sú tónlistarstefna sem þeim þætti bjóða upp á eitthvaö nýtt I tónlistarheiminum I dae. Þeir félagar Guðni Rúnar Agnarsson og Asmundur Jónsson munu kynna breskar nýbylgju- rokk-hljómsveitir I þættinum „Afangar” I kvöld. útvarp 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpaLéttklassisk tón- list, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóöfæri. 14.30 Miðdegissagan: „Sagan um ástina og dauðann” eftir Knut Hauge Siguröur Gunn- arsson les þýðingu sina (12). 15.00 Popp. Páll Pálsson 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar Sinfóniuhljómsveit Islands leikur „Ys og þys” fffl-leik eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Bodhan Wodiczko stj. og ..Endurskin úr noöri” op. 40 eftir Jón Leifs, Páll P. Páls- son stj./Mstislav Rostro- povitsj og Sinfóniuhljóm- sveitin i Boston leika Selló- konsert nr. 2 op 126 eftir Dmitri Sjostakovitsj, Seiji Ozawa stj. 17.20 TónhorniðGuörún Birna Hannesdóttir sér um þátt- inn. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Þórhallur Guttormsson flytur þáttinn 19.40 Sumarvaka a. Einsöng- ur: Sigurveig Hjaltested syngur islensk lög Skúli Halldorsson leikur með á pianó. b. Regn á Bláskóga- heiðiGunnar Stefánsson les siöari hluta ritgerðar eftir Barða Guömundsson. c. Minning og Eldingarminni Hjörtur Pálsson les tvö kvæöi eftir Danlel A. Danielsson lækni á Dalvik. d. Minningabrot frá morgni lifsHugrún skáldkona flytur frásöguþátt. 21. Leikrit: „Harry” eftir Magne Thorson 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Þróun utanrlkismála- stefnu Kinverja Kristján Guðlaugsson flytur erindi. Seinni hluti. 23.00 Afangar Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðja afllð og landsfundur að vori Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, virðist fyrir sitt leyti hafa fallist á, að þriðja afliö verði aö koma til ef halda á. Sjálfstæðisflokknum saman eft- ir landsfund að vori. Er þá átt við að hvorki Geir Gallgrims- son eða Gunnar verði I framboði við formannskjör. Þótt þessarar þriðju leiðar hafi verið getið áður, fær hún að sjálfsögðu auk- iö gildi við yfirlýsingu Gunnars, og mun eflaust verða rædd manna á meðal innan Sjálf- stæðisflokksins á næstunni. Annars er það svo með Sjálf- stæðisflokkinn, að úr þvi sem komið er, getur orkað tvimælis hvaða áhrif helstu forustumenn hans hafa eftir að deiiur eru risnar milli þeirra um æðstu embætti flokksins. En lands- fundurinn að vori sker að sjálf- sögöu úr um vinsældirþeirra og áhrif. Nýlega mátti sjá hér i Visi, að einhverjir eru óánægöir með þá miklu umræðu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn er valdur að um þessar mundir. Þeir sem um hann tala og skrifa fá hið háðu- legasta viðurnefni og eru kall- aðir Tima-Tótar eftir gamalli eftirlegukind hjá Framsókn, sem tilkynnti á sjötugsaldri, að hann myndi kljúfa Framsókn I Reykjavlk ef hann væri sendur heim úr ritstjórastóli. Má segja aðsmátt yrði þá klofið. Hinn óá- nægði Sjálfstæöismaöur, sem viðurnefnið gaf, gætti þess ekki sem skyldi, að Sjálfstæðisflokk- urinn á við vanda að etja, eins og marglýst hefur veriö af nú- verandi forustu hans, og margir hafa skrifað um vandkvæðin af umhyggju fyrir flokknum, og hvergi nærri gengið eins langt I skrifum sinum og forustan sjálf. Hins vegarerekki viö þvi aðbú- ast, að óánægður sjálfstæðis- maður fari að kalla forustu flokksins Tlma-Tóta. Þannig valda þessar forustu- deilur sársauka og leiðindum hjá almennum flokksmönnum. Þeir hafa ekki átt sliku að venj- ast, og kæra sig raunar ekki um að forustan sé mikið að hengja óhreinan þvott á snúrur frammi fyrir flokksandstæðingum. Allt er þetta skiljanlegt. Engu að siöur verður ekki héðan af gengiö framhjá vandamálum flokksforustunnar eins og engin væru. Þess vegna munu menn halda áfram að velta þeim fyrir sér enn um hrið þrátt fyrir háðulegar nafngiftir. Nú er það svo að Sjálfstæðis- mönnum þykir vænt um flokk- inn sinn fyrst og fremst, en láta sig forustumenn léttar I rúmi liggja. Þessu er alveg öfugt far- ið við aðra flokka, þar sem for- ustuliðið er tekiö næstum I guðatölu og liggur við villutrú að ræða vanmátt þess I einstök- um atriðum. Þess vegna er svo- litiö undarlegt að heyra og sjá forustulið Sjálfstæbisflokksins tala um stööur sinar eins og fastaráðningu hjá riki eða bæ. Það ber lika að hafa i huga, aö þótt þriðja afliö sé nú til um- ræöu, gæti það orðið atkvæöallt- ið á landsfundi, fyndu fulltrúar til þess að verið væri að bræða saman sættir með fulltrúum andstæðra fylkinga. Þó er vel hugsanlegt að sú leið verði far- in, enda mundi þá þriðja aflið koma úr þingflokki Sjálfstæðis- manna, og að þvi leyti vera I samræmi við valdauppbygging- una I flokknum. t þvi tilfelli væri hægt að hugsa sér þing- mann á borð við Matthfas Mathiesen sem formann og Pálma Jónsson sem varafor- mann. Mundi þá á það reyna hvort landsfundarfulltrúar teldu flokknum borgið með slikri málamiðlun. Að hinu leytinu gæti það oröið langsótt og erfið þrautaganga að stefna að nær óbreyttu á- standi. Sú leiö er svo sem ekki ó- fær, en þá yrði núverandi valda- hópur i flokknum að opna dyrn- ar fyrir fleirum. Vafasamt er hvort sú lausn kæmi i veg fyrir aukaframboð eins og var i slð- ustu kosningum, en þeir munu áreiðanlega vera margir, sem vilja láta á slfkt reyna. Þessi mál munu innan árs hvíla I höndum landsfundarfulltrúa, sem fyrst og fremst eru trúir Sjáifstæðisflokknum, og má vel vera að fulltrúum finnist að þriðja aflið eigi aö standa ofar dægurþrasi og rig, og þess vegna veröi kjörnir nýir for- ustumenn, sem ekki hafa tekiö sýnilega afstöðu I þeim deilum sem nú eru uppi i ágætum flokki. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.