Vísir - 15.08.1980, Síða 1

Vísir - 15.08.1980, Síða 1
Föstudagur 15. ágúst 1980/ 192. tbl. 70 árg. Sovéski flóttamaðurínn Victor Kovalenko í einkaviðtalí við Vísi: Eg hef verlð að unflir- búa fióltann i hrlú ár „varö innanbrjósts eins 09 manni, sem látinn er laus eftir langa fangelsisvist, öegar flóttinn hafði tekíst” ,,Ég hef verið að undirbúa flóttann und- anfarin þrjú ár og það eru ótal ástæður fyrir honum”, sagði sovézki flóttamaðurinn, Victor Kovalenko, í viðtali við Visi i gærkvöldi. Kovalenko dvelur nú á sveitaheimili hjá ein- staklega gestrisnu fólki og gengur til verka með þvi eins og hver annar heimilismaður. Nánari staðarákvörðun verður ekki gefin upp, að ósk Kovalenkos. Hildur Hafstað túlkaði viðtalið með miklum ágætum. „Fyrir þremur árum”, segir Kovalenko, „var ég aö vinna i námu og lenti þá i deilum viö yfirmann minn vegna þess, aö viö vorum sifellt látnir vinna á helgidögum, en jafnframt minnkaöi kaupiö stööugt. Hann ætlaöi aö reka mig, en ég sagöi upp áöur. Frá þeirri stundu hef ég veriö staöráöinn i aö fty ja og tilveran raunar snúist um fátt annaö”. Geðveikrahæli „Flóttahugmyndin haföi komiö upp i hugann áöur, á meöan ég var i hernum. Viö vorum þá haföir í sömu herbúö- unum i tvö ár og fengum aldrei aöfara út fyrir þær. Reglumar I hernum voru svo strangar, aö ekki var nokkur leið aö halda þær. Viö fengum ekki einu sinni aö fara á stefnumót. Ég var svo dag nokkurn kallaöur fyrir undirhershöföingja og spuröur að því, hvort ég hefði brotiö þetta og hitt af mér. Ég jataði þaöalltogvar þá varaöurviö og sagt, að ef þetta endurtæki sig, þá yröi ég lagöur inn á geö- veikrahæli. Þá tók ég þá ákvöröun aö segja aldrei nein- um frá þvi, sem ég hefði í huga og sagöi ekki einu sinni nánustu ættingjum minum frá flóttahug- myndinni. Maöur gat engum sagt frá hugsunum sinum jafn- vel ekki vinum sinum”. Áætlun „Flótti” Kovalenko heldur áfram og segir frá flóttaáætlun sinni: „Þegar ég hafði tekiö ákvöröun um aö flýja stefndi ég að þvi aö komast á skip og fór til Murmansk til þess. Áöur en maður fær aö fara í millilanda- - - Victor Kovalenko (á miðri myndinni) ræðir við blaðamann Visis og Hildi Hafstað, túlk, undir hlöðuvegg. Fleiri myndir verða birtar i Helgarblaði Vísis. Vlsismynd: BG siglingar veröur maöur fyrst aö vera f innanlandssiglingurn i eitt ár. Þann tima er mjög strangt eftirlit meö manni og aö þessu áriloknu, er kannaö hvort maður eigi ættingja erlendis, hvort maður hafi lent á saka- skrá og ýmis önnur atriöi. Ef þau eru i lagi, þá fær maður aö fara á millilandaskip”, sagöi Kovalenko Flóttinn i Reykjavík „Ég komst siöan á verk- smiöjutogara sem aöstoöar- maöur viö aö búa tii niðursuðu- dósir, sem eru framleiddar um borö”. Og Kovalenko heldur áfram: ,,Svo var þaö þegar viö komum til Reykjavikur, aö okk- ur er vandlega tilkynnt áöur en við fáum aö fara i land, aö til einskis sé aö biöjasthælis á fs- landi, íslenska lögreglan muni umsvifaiaust visa okkuraftur út i skip. Viö förum alltaf fimm saman i land og þá einn yfir- maöur i hópnum, sem ber ábyrgð á okkur Nú viö vorum búnir aö vera I bænum i tvo daga og ég beið sifellt eftir tæki- færinu. Viövorum siöan staddir inni i hljómplötuverslun, þegar ég eygöi möguleika”. Þurftu að kaupa galla- buxur „Ég fékk aö hlusta á plötu og fór inn i kiefa til þess og ætlaöi aö teygja ti'mann þar, þvi ég vissi aö félagar minir ætluöu i næstu verslun aö kaupa galla- buxur. Þeir voru samt góöa stund i plötubúöinni, en loks fóru þeir yfir i buxnabúöina, sem var rétt hjá og þeir vissu um. Eftir þaö beiö ég i u.þ.b. fimmtán minútur, en gægöist siöan út og sá þá hvergi. Skammt frá sá ég nokkra bila meö merkinu ,,Taxi” á þakinu standa á stæöi. Þangaö gekk ég rólega og inn i einn biiinn, sem bilstjórinn sat i, og baö hann aö aka mér i bandariska sendiráð- iö, en ég haföi áöur kannaö þaö, aö hér væri slikt sendiráö”. Laus úr fangelsi Hvernig leiö svo Victor Kovalenko eftir aö ljóst var aö ílóttinn haföi heppnast? , ,M ér v a r innanbrjósts eins og ég Imynda mér aö manni sé, sem látinn er laus eftir langa fangelsisvist. Nú, siöan eftir aö ég var kominn i hendur islenska útlendingaeftirlitsins, fengu þeir aö hitta mig skipstjórinn og félagar minir af skipinu. Þeir reyndu allir aö telja mig á aö koma aftur um borö og sögöu, aö mér yröi ekkert refsaö. Ég vissi mætavel, aö þeir sögöu bara þaö, sem þeim var sagt aö segja og tók ekki mark á þvi”. Varstu ekkert hræddur viö aö Hitta félaga þina? „Nei, ég varþaö ekki, ég fékk aö vita aö þaö yröi lögreglu- vernd”. Trúöiröu þvi? „Já” Til Ameriku Þú stefnir til Ameriku. Hvers vegna? „Mér hefur liöiö mjög vel hér á Islandi þessa viku, sem ég hef dvaliöhér. Mérhefur veriösýnd mikil hlýja ekki sist af heimilis- fólki hér á bænum og starfs- mönnum útlendingaeftirlitsins. Samt sem áöur leitar hugurinn til Ameriku vegna þess, aö þar er mjög mikið af úkrainumönn- um, en hér geri ég ráö fyrir að veröa frekar einmana. Mig langar eölilega til aö vera i hdpi landaminnaog þaöerþvi miöur ekki hægt i heimalandi minu”. Attu ættingja i Ameriku? „Nei, ég á ekki ættingja þar, en I Rússlandi á ég bæöi for- eldra og systkini”. Kovalenko, þú Iftur út alveg eins og innfæddur tslendingur ekki sist i þessu umhverfi. „Hva, en ég er lika búinn aö vera hér i heila viku”, sagöi Kovalenko. Og núbrosti hann. —OM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.