Vísir - 15.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 15.08.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Föstudagur 15. ágúst 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davió Guómundsson. 'Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Eliert B. Schrai. - 'Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guómundur G. Pétursson. Blaóamenn: AxeJ Ammendrup, Frióa Astvaldsdóttir, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónina MÍchaelsdóttlr, Kristln Þorstelnsdóttir, AAagdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstern. Blaðamaður á Akureyri: GIsli Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfl Krlstjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi ‘Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexanderssón. Uflit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.SOOO á mánuði innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- tákiö. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Slðumúla 14. KMIPMATTUR KOMMAHNA Hvort sem okkur likar betur eða verr þá er það staðreynd sem ekki verður umf lúin, að viðræður um kaup og kjör og niðurstöður þeirra koma okkur öllum við. Við getum haft fyrirlitningu á sjónarspilinu sem sett er á svið, eða hræsni þeirra manna, sem leika þar aðalhlutverkin. Okkur getur reynst erfitt að skilja og fylgjast með þeim prósentu- reikningum og félagsmálapökk- um, sem menn henda á milli sín og við getum verið sammála um, að stundum er líkast því, að vissir menn telji það sitt einka- mál hvernig kaupin gerast á eyr- inni, þeir séu æviráðnir at- vinnuþrasarar, sem lifi utan og ofan við raunveruleikann í þjóð- félaginu. En þegar allt kemur til alls, þá eru kjarasamningar hluti af okkar eigin kjörum í bráð og lengd. Þeir eru forsendur fyrir lífskjörum og afkomu, jafnt launamanna sem atvinnufyrir- tækja. Kjarasamningar og áhrif þeirra hafa jafnframt verið ráð- andi þáttur í þróun efnahags- mála. Skemmst er að minnast sólstöðusamninganna 1977, sem gáfu launafólki umtalsverðar launahækkanir. En þeir áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir efnahagsþróun á íslandi. Þeir ullu slikri sprengingu, að allt okkar efnahagskerfi riðaði til falls. Auðvitað kom þar fleira til, og ósanngjarnt að skella allri skuld á kauphækkanirnar einar sér, en þá fór skriðan af stað, hringekja vísítölunnar jók ferð- ina og snjóboltinn hlóð utan á sig. I örvæntingu sinni gerði stjórn Geirs Hallgrímssonar tilraun til að skerða sjálfvirka hækkun verðbóta á laun með lagasetn- ingu á þingi. Þetta var auðvitað skerðing á gerðum kjarasamn- ingum, takmörkun á launahækk- unum, en jafnframt atlaga gegn verðbólguvexti. Þetta var tilraun til að draga úr f jölgun krónanna í launaumslögunum, en gera þær verðmeiri sem fengust, viðhalda kaupmætti. Verkalýðshreyfingin brást ókvæða við. Hún taldi þetta sví- virðilega árás á launakjörin. Hún heimtaði samningana í gildi og gaf út hátíðarlegar yfirlýsingar um verndun kaupmáttarins. Þessa sögu muna allir. Hún end- aði með falli ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar og er raunar orsök þriggja ríkisstjórna á þeim stutta tíma, sem liðinn er. I þeim hildarleik sem háður er á vettvangi stjórnmálanna fer margt fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi. Hann nennir ekki að hlusta á humorlaust karp póli- tíkusa og tekur með fyrirvara þann slagorðafans, sem látlaust heyrist. Almenningur f ylgist ekki lengur með tölum, enda hafa stjórnmálamenn lag á því að misnota þæn Menn eru jafnvel hættir að bera virðingu fyrir krónutölum eða launaupphæðum. Það er að vonum. I stað þess hefur athyglin beinst að kaupmættinum. Hver er kaupmáttur þeirra launa sem samið er um? Það skiptir máli. Útreikningar á þróun kaupmátt- ar og samanburður á milli ára, er raunhæfasta leiðin til að mæla ágæti samninga eða frammi- stöðu verkalýðsforingja. Og það er sú viðmiðun.sem sjálfskipaðir einkavinir verkalýðshreyfingar- innar í Alþýðubandalaginu hafa lagt mesta áherslu á. Alþýðubandalagið, flokkurinn sem ærði launafólk til ófriðar gegn ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar, sór þess dýra eiða að standa vörð um kaupmáttinn. Þessi flokkur hefur nú setið í ríkisstjórn í tvö ár. Og árangur- inn, hver er hann? Kaupmáttur miðað við sólstöðusamningana 1977 hefur rýrnað um 16% I Þetta er kaupmáttur kommanna. Þetta er kaupmáttarrýrnun launa- mannsins. Þetta er einkunnin sem Alþýðubandalagið hefur kallað yfir sig. Áfangaskýrsla stlórnarskrárnefndar: VERÐUR KOSINN VARfl- FORSETIÍSLANDS? Stjórnarskárnefnd hefur nii sent frá sér áfangaskýrslu um þau mál, sem veriö hafa til um- ræöu á fundum nefndarinnar. 1 skýrslunni kennir ýmissa grasa en Ijdst er, eftir lestur hennar, aö engar ákvaröanir hafa veriö teknar og ágreiningur er um fjöimörg atriöi. 1 kjördæma- málinu hefur t.d. engin afstaöa veriö tekin til breytinga á kosn- ingafyrirkomulagi en i skýrsl- unni eru sagöir kostir og gallar á þeim leiöum, sem nefndar hafa veriö. Um önnur atriöi er fjallaö almennum oröum. Hér skal i örfáum oröum drepiö á nokkur þeirra atriöa sem fram koma I áfangaskýrslunni. Þingið i einni málstofu I nefndinni hafa oröiö miklar umræöur um þaö, hvort æski- legt sé aö gera þá breytingu á skipan Alþingis,aö þingiö starf- aði aöeins i einni málstofu. Benda sumir á, aö þaö geti leitt til meiri skilvirkni I störfum þingsins og aö mál fengju þar skjótari afgreiöslu en nú er. 1 þvi sambandi var höfö i huga reynsla Dana og Svia af einni málstofu. Amótikemur, aö meö þeirri skipan geti veriö hætta á, aö málfrelsi einstakra þing- manna veröi verulega skert, og aömálfengju þá ekki jafn vand- aöa meöferö og nú. Lagaráð þingmanna 1 umræöum um starfshætti Alþingis hefur komiö fram sii spurning hvort æskilegt sé, aö auka valdsviö þingnefnda frá þvi sem nii er. 1 þvi sambandi var rætt um þann möguleika aö fá þeim rannsóknarvald til aö kanna mikilvæg mál. Þá komu fram ábendingar um nauösyn þessaöbæta mjög starfsaöstööu þingnefnda og á þaö einkum viö um aö fengnir veröi sérhæföir menn til aö fást viö öflun gagna og könnun mála. Einnig bar á góma aö stofna sérstakt laga- ráö, sem væri þingmönnum til aöstoöar viö samningu laga- frumvarpa og viö lagabreyting- ar. Um kosningarétt og kosningaaldur Rætthefur veriö um þaö hvort timabært sé aö gera breytingar á skilyröum kosningaréttar og kjörgengis. Er þar fyrst og fremst um aö ræöa aö fella niöur skilyröi um óflekkaö mannorö, en þaö er ekki lengur skilyröi viö sveitarstjórnar- kosningar, né til embættisgeng- is hjá rikinu. Þá var einnig rætt um hvort lögheimili á aö vera kosninga- réttarskilyröi, m.a. vegna þeirra ' vandkvæöa, sem þaö skapar islenskum námsmönn- um og öörum sem timabundiö starfa erlendis. Þá uröu einnig miklar um- ræöur um þaö, hvort rétt væri aö lækka kosningaaldur úr 20 árum i 18 ár, einkum meö tilliti til tengsla milli kosningaaldurs og lögræöisaldurs. Akvæði um hlutverk stjórnmálaflokka Fram komu hugmyndir um aö æskilegt væri aö fjalla i stjórn- arskrá um hlutverk og stööu þingflokka og stjórnmálaflokka. 1 þessu sambandi var einnig minnt á, aö til greina gæti komiö aösetja ákvæöii'stjórnarskrána um samtök vinnumarkaöarins. Þeirri spumingu var varpaö fram, hvort æskilegt væri aö setja i stjómarskrána ákvæöi um, aö fjárlög skuli afgreiöa fyrir hver áramót, til aö tryggja aö þeim hætti yröi haldiö i fram- kvæmd. Minnt var á þá tillögu, aö Alþingi geti ekki átt fmm- kvæöi aö hækkun fjárlaga heldur veröi tillögur um þaö aö koma frá ríkisstjórninni á hverjum tima. Þjóðaratkvæði og vald forseta A fundum nefndarinnar var fjallaö um þaö, hvort æskilegt væri aö rýmka ákvæöi stjómar- skrárinnar um aö skjóta mætti Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráöherra, formaöur stjómarskrár- nefndar. frumvörpum eöa löggjöf til þjóöarinnar. NU er sá réttur takmarkaöur viö breytingar á kirkjuskipaninni og lög, sem forsetinn hefur neitaö aö staö- festa. 1 nefndinni komu fram þau sjónarmiö, aö viö byggjum viö fulltrúalýöræði, og þvi væri eöli- legt, aö alþingismenn hefðu hér siðasta oröiö. Þvi væri ástæða til þess aö stjórnarskrarbinda þjóöaratkvæöi. I umræöum um valdsviö og verkefni forseta íslands var m.a. rætt um breytingar á á- kvæöum um vald forsetans til þess aö synja lagafrumvarpi staöfestingar. Yröi þaö þá á þann hátt, aö fá honum i hendur frestandi neitunarvald, þannig aö lögin tækju ekki gildi fyrr en þau heföu veriö samþykkt i þjóöaratkvæöagreiöslu. Þá bar einnig á góma I nefnd- inni, hvort ástæöa væri til aö gera þá stjórnarskrárbreyt- ingu, aö forseti yröi ætiö aö vera kjörinn meö hreinum meiri- hluta atkvæöa. Auk þess uröu umræöur um þaö, hvort ástæöa væri til aö gera breytingar um handhöfn forsetavalds. í þvi sambandi bentu sumir nefndarmenn á, aö eölilegra gæti veriö aö kjósa varaforseta um leiö og forseta- kjör færi fram. Af öörum atriöum sem rædd hafa veriö á fundum stjórnar- skrárnefndar má nefna ákvæði um stjórnarmyndanir, þingrof, umboösmann Alþingis, Hæsta- rétt, Landsdóm, ákvæöi um auölindir, umhverfisvernd og á- kvæöi um breytingar á stjórnar- skránni. En eins og áöur segir eru eng- ar tillögur nefndarinnar full- mótaöar i þessum málaflokk- um, enda er hér um aö ræöa á- fangaskýrslu og nefndarmenn eru á öndverðum meiöi um mörg þeirra mála, sem hér hafa veriö nefnd. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.