Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 11
vlsm Þriðjudagur 19. ágúst 1980 Fyrsta hiólreiöa- keppnin í Reykjavík Hjólreiðafélag Reykjavikur heldur sina fyrstu hjólreiða- keppni i Reykjavik um næstu helgi. Keppt verður i 3 flokkum, 12-15 ára og 16 ára og eldri, einnig verður keppt i kvennaflokki ef næg þátttaka fæst. Hjólreiðakeppni þessi er sú fyrsta sinnar tegundar hér i Reykjavik og er ætlunin að keppni þessi verði árlegur viö- burður. Veittir verða farandbik- arar ásamt verðlaunapeningum og viðurkenningaskjölum. Hjólað veröur ca. 10 km á hringlaga braut i eldri flokk, og 5 km. i yngri og I kvennaflokki. Þátttaka tilkynnist I sima 22800 og 25641 eftir kl. 6 á kvöldin. Nýjar islenskar kartöflur flokkaðar hjá Grænmetisverslun rfkisins. Visismynd: BG Ekki ég... ekki ég...: I i l i i i I i I i i i I i I i L Hver réði kaupum á ..vísitöiukanönum”? „Út úr búö kostar 21/2 kg poki af islenskum kartöflum 1030 krónur, meðán samsvarandi magn af þeim innfluttu kostar 460 krónur,” sagði sölustjórinn hjá Grænmetisversluninni að- spurður um mismunandi verð á þeim kartöflum, sem nú eru á boðstólnum i verslunum. Eins og kunnugt er, er hér um að ræða annars vegar hinar svo- kölluðu visitölukartöflur, þ.e.a.s. innfluttar og hins v.egar nýjar islenskar kartöflur. Af ofangreindu sést, að erlendu kartöflurnar eru meira en helmingi ódýrari en þær islensku. „Nei, við höfum ekki gefið neinar skipanir um þennan inn- flutning,” sagði Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri landbúnaðarráöuneytis, aö- spurður hver hefði skipað þenn- an innflutning og hvers vegna. „Þeir hjá Grænmetisverslun- inni og Framleiðsluráðinu sjá algerlega um þetta og eru alfar- iö með fingurna i þessu ' og stjórnartaumana. Þetta er að visu eitthvað tengt ráöu- neytinu, en ákvaröanir og fram- kvæmd mála er fyrst og fremst hjá þessum tveim aöilum, og ég veit ekki til þess, að þeir hafi neitt ráðfært sig við ráðuneyt- ið,” sagði Sveinbjörn ennfrem- ur. „Að sjálfsögðu var það ráöu- neytið, sem ákvað þennan inn- flutning,” sagöi Jóhann Jónas. son, forstjóri Grænmetisversl- unarinnar, aðspurður sömu spurningar, „boðin til okkar komu að vísu i gegnum Fram- leiösluráðið, en skipunin kom frá ráðuneytinu.” „Við höfum ekkert með þetta aö gera,” sagði Gunnar Guð- bjartsson, formaður Fram- leiösluráös landbúnaðarins, er þetta var boriö undir hann, „þaö var Grænmetisverslunin i sam- ráöi viö landbúnaöarráöuneyt- iö, sem tóku þessa ákvörðun.” Samkvæmt þessu viröist eng- inn vilja kannast við aö hafa á- kveöið innflutning á kartöflum á sama tima og nægilegt framboð er af innlendri upskeru. Umsjón: Sveinn Guðjónsson OVENJULEGT LAXVEIDISUMAR Sá stóri úr árgangi 77 „Þetta hefur verið afar óvenjulegt sumar hvaö laxveiði snertir og er margt sem þar kemur til”, sagði Þór Guðjóns- son, veiðimálastjóri, er Stórlax- ar höfðu samband við hann vegna veiðinnar í sumar. „Þurrkatiöin hefur sett strik i reikninginn og veðri eins og verið hefur suma dagana hreyf- ir laxinn sig ekki. Astand sumra ánna hefur veriö þannig að þær eru þurrar nánast ofan i grjót. En þegar rigningin kom núna fyrir rúmri viku fór að glæðast, t.d. þeir voru að segja mér að i Miðfjarðará hefðu þeir tekið 276 laxa á tveimur dögum núna um daginn.” „Það er oft, þegar útlending- ar eru farnir og Islendingar taka viö að þá veiöist mikið fyrst á eftir,” sagði Þór enn- fremur. Þór sagöi, að sumarið væri einnig óvenjulegt að þvi leyt.-aö laxinn væri stór og litið hefði borið á smálaxi og taldi hann aö sá stóri sem nú væri að veiðast væri frá árgangnum sem fór i sjó 1977. Þá benti Þór á, að neta- veiði hefur einnig verið óvenju góð i sumar og sömuleiðis hefði laxinn skilað sér vel i Laxeldis- stöðvar en i stöðina i Kollafirði eru nú komnir um 2500 laxar. öskulag á vatninu „Þetta hefur verið frekar ró- legt hjá okkur aö undanförnu en nú um helgina voru komnir um 1370 laxar á land á okkar svæði”, — sagði Helga Halldórsdóttir, ráðskona i veiöi- húsinu Vökuholti viö Laxá i Aðaldal er Stórlaxar höfðu sam- band við hana nú eftir helgina. Helga sagði að á svæðinu, sem hún tilheyrði væru leyfðar 12 að veiðum. Helga sagði að litið stangir og i sumar heföu nær hefði orðið vart viö smálax i eingöngu Islendingar verið þar sumar og fiskur mjög vænn það Sumaríð hefur á margan hátt verið óvenjulegt hvað laxveiði snertir. Laxinn hefur verið óvenju stór vfðast hvar en miklir þurrkar hafa sett strik i reikninginn og hann hefur viljað taka illa.. (Visismynd: H.B.G.) sem af er og heföi það ekkert breyst frá þvi Stórlaxar töluðu við hana fyrr i sumar. Helga sagði, aö talsvert meira vatn væri nú i ánni en verið hefði á timabili i sumar. I samtali Helgu og Stórlaxa barst talið að gosinu i Heklu en Helga kvaöst á sunnudagskvöld hafa sett súpudisk meö vatni í út á hlað og á mánudagsmorgun hefði öskulag verið ofan á vatn- inu. Helga lýsti áhyggjum sin- um vegna gossins en sagöi þó i gamni að vonandi yrði Heklu- gosiö til þess að um hægðist á Kröflusvæðinu enda nóg komið i bili. Tröllasögur úr Miö- f jarðará Miklar tröllasögur hafa geng- iö.um veiðina í Miðfjaröará eftir að útendingarnir pökkuðu sam- an og mörlandinn tók við. Sam- kvæmt sögunum er engu likara en aö menn hafi staðið i ánni meö heykvisl og mokað upp fiskinum. Stórlaxar ákváðu að kanna málið og höfðu samband viö Valgarð Guðmundsson, kokk i Laxahvammi. Valgarð sagöi að hér væri um ýkjur að ræða enda hefði veiöin veriö fremur treg nú allra siðustu daga. Hitt væri vissulega rétt, að sögn Valgarðs, aö fyrsta holliö sem kom í ána eftir að út- lendingarnir fóru hefði gert þaö mjög gott en þá komu 276 laxar á land á þremur dögum. Næsta holl hefði hins vegar ekki fengið nema 81 á jafnmörgum dögum og útlit væri fyrir aö þaö holl sem nú er i ánni bær ekki mikiö úr býtum. Valgarð talist til, að nú eftir helgina væru alls 1437 laxar komnir upp úr ánni. Komin aftur ísumar-og hausttízkunni. PÉTUR PÉTURSS0N SUÐURGÖTU 14 SÍMAR 21020 - 25101 SCU/I../ Tlli<'mfliitniru>« GRESSÁSVEGI50 108 REYKJA VÍK S/Ml: 31290 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu i /®\ /WONA' ÞUSUNDUM? wmm - smácraglÝsingar 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.