Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 19. ágúst 1980 Ný verslun meO sér- stæðum gjafavörum Ný verslun tekur til starfa aö Lækjargötu 2 i Reykjavlk um mánaöamótin. Þaö er gjafa- vöruverslun, sem ætlunin er aö reka i þessu húsnæöi, sem kall- aö hefur veriö „dýrasta horniö I Reykjavik”, vegna hárrar húsaleigu. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Einlna Einarsdóttir og Sverrir Olsen, en þau hafa ekki áöur rekiö verslun. „Viö munum versla meö gjafavörur, þó ekki þessar hefö- bundnu. Ég vil helt ekki fara nánar út I þetta núna, þvi ég vil koma fólki á óvart meö sérstæö- um vörum”, sagöi Einina Einarsdóttir i viötali viö Visi. „Þetta íeggst ágætlega i okk- ur, þó þaö séu ef til vill erfiöir timar núna, ekki sist fyrir versl- anir”. Einina vildi ekki ræöa leig- una, en hún mun vera all há. Siöustu leigjendur þessa hús- næöis munu hafa borgaö á bilinu átta hundruö til eina milljón króna á mánuöi samkvæmt upplýsingum, sem Visir hefur aflaö sér, en húsnæöiö er um 90 fermetrar aö stærö. Eigandi Lækjargötu 2 er Knútur Bruun. — ATA „Dýrasta horniö I Reykjavlk” — Lækjargata 2. Þarna verður til húsa gjafavöruverslun og veröur hún sennilega opnuð um mánaöa- mótin- Visismynd:—EP Strætisvagnar Reykjavíkur: samkepDni um hönnun biöskýia útboðslýsing tarbiðskýli fyrir svr Strætisvagnar Reykjavikur hafa ætiö unnið aö þvi aö bæta þjón- ustu viö farþega sina m.a. meö fjölgun og endurnýjun vagna, bæta leiðakerfiö, en siðast en ekki sist aö bæta aöstööu fyrir farþega viö biöstöövarnar. Stjórn SVR hefur nú ákveðiö aö gera stórátak á þvi siðastnefnda og af þvi tilefni efnt til samkeppni meöal hönnuöa um gerö upp- drátta af gangstéttabiðskýlum fyrir farþega sina. Dómnefnd hefur þegar veriö skipuð og eiga i henni sæti Finnur Björgvinsson arkitekt, formaöur, Guörún Agústsdóttir formaöur stjórnar SVR, Hjörtur Kolsöe vagnstjóri hjá SVR, Reynir Adamsson arki- tekt og Orn Sigurösson arkitekt. Trúnarmaöur dómnefndar er Ólafur Jensson framkvæmda- stjóri. Dómnefndin efndi á sl. vori til forkönnunar meöal farþega SVR um hvernig þeir vildu aö biðskýl- in væru og hvaöa tilgangi þau ættuaö þjóna. Sex tillögur bárust og viö gerö útboöslýsinga hefur veriö stuöst við margar þeirra ágætu hugmynda, sem þar koma fram. Tilgangur keppninnar er aö fá bestar mögulegar tillögur, bæöi hvað snýr aö farþegunum, svo og kostnaðar- og framleiösluhliö. Verðlaunafé er samtals fjórar milljónir og þar af veröa fyrstu verðlaun ekki lægri en ein og hálf- milljón. Heimild til þátttöku i samkeppninni hafa allir þeir, sem rétt hafa til aö leggja uppdrætti af húsum fyrir byggingarefnd Reykjavikur, en skila ber tillög- um tii trúnaöarmanns dómnefnd- ar hjá Byggingaþjónustunni aö Hallveigarstig 1, eigi siöar en 12. nóu 1980, en hann afhendir jafn- framt keppnisgögn. — KÞ LYFSÖLULEYFI ER FORSETI ÍSLANDS VEITIR Lyfsöluleyfi Holts apóteks, Reykjavík, er auglýst laust til umsóknar. Umsóknir sendist landlækni, Arnarhvoli, fyrir 1. október 1980. Lyfsöluleyfið veitist frá 1. janúar 1981. Samkvæmt heimild í 32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 er verðandi lyfsala gert að kaupa hús- næði, áhöld og innréttingar, þar með talinn tölvubúnað, sem er í uppsetningu, og vöru- birgðir apóteksins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðueytið 19. ágúst 1980. LÖGTAKSÚRSKURÐUR Keflavik, Grindavik, Njarðvik og Gul/bringusýsla Það úrskurðast hér með, að lögtök geta farið fram fyrir vangoldnum þinggjöldum skv. þinggjaldsseðli og skattreikningi 1980, er falla í eindaga hinn 15. þessa mánaðar og eftirtöld- um gjöldum álögðum á einstaklinga árið 1980 í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringu- sýsiu. Gjöldineru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatrygg- ingagjald vegna heimiiisstarfa, iðnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysa- tryggingargjald atvinnurekanda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar, líf- eyristryggingargjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingargjald launaskattur, skipaskoðunargjald, lesta- og vitagjald, bif- reiðaskattur, slysatryggingargjald öku- manna, vélaeftirlitsgjald, skemmtanaskattur og miðagjald, vörugjald, gjöld af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjald, gjald til styrktarsjóðs fatlaðra, aðflutnings- og útflutningsgjöld, skráningargjöld skips- hafna, skipulagsgjald af nýbyggingum, gjald- föllnum en ógreiddum söluskatti ársins 1980 svo og nýálögðum hækkunum söluskatts vegna fyrri ára, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Ennfremur nær úrskurðurinn til skattsekta, sem ákveðnar hafa verið til ríkis- sjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Kef lavík, 14. ágúst 1980. Bæjarfógetinn i Kef lavík, Grindavíkog Njarðvík. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Sporlvðruverslunin sparla: Verslar með aliar mrótiavörur Ný iþróttaverslun var opnuö fyrir skömmu — Sportvöru- verslunin Sparta, og er hún til húsa aölngólfsstræti ( iReykja- vik. Eigandi Spörtu og verslunar- stjóri er Guöjón Hilmarsson, sem er knattspyrnuáhuga- mönnum og þá sérstaklega KR-ingum aö góöu kunnur, en hann hefur veriö bakvöröur i meistaraflokki KR i mörg ár. Aö sögn Guöjóns eru allar al- mennar iþróttavörur og iþrótta- fatnaöur á boöstólum, sérstak- lega þó fyrir knattspyrnu-, handbolta-, körfubolta-, bad- minton- og borötennismenn. I vetur veröur svo gott úrval af skiöavörum. 1 Spörtu er verslaö meö flest þekktustu merkin, svo sem Adi- das, Hummel, Henson, Yonex, Speedo, Dunlop og Select, svo eitthvaö sé nefnt. — ATA Guöjón Hilmarsson viö afgreiösluboröiö. SKATTSTJÓRI Suðurlandsumdæmis AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignar- skatt meðsíðari breytingum, um aðálagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi sam- kvæmt 1. gr. greindra laga, þó ekki á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póst- lagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans inn- an 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Hellu, 19. ágúst 1980, Skattstjóri Suðurlandsumdæmis Hálfdán Guðmundsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.