Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 22
22 VISIR IÞriðjudagur 19. ágúst 1980 HEKLUGOSIÐ - HEKLUGOSIÐ - HEKLUGOSIÐ ls og eldur” gæti þessi magnaða mynd heitið. Fjallið logar og hraunelfarnar renna frá gigunum, en fremstá myndinnimá sjá nokkra snjóskafla, leifar vetrar. Vfsismynd • EG Kerlingafjöll: Skíðabrekkurnar kolsvartar! Svartamyrkurskallá um þrjú leytið i Kerlingafjöllum á sunnudag. Himinninn varð fyrst mórauður, siðan grár og loks varð myrkur — svo dimmt, að fólk hafði ekki séð annað eins. öskuregn var töluvert, fimm millimetra þykkt lag þegar hætti að rigna. Báru menn skiðagleraugu til að íorðast óþægindi af þeim sökum. Námskeiðshóp sem var á leið i skiðaskólann i rútu var snar- lega snúiö i bæinn aftur og einn- ig voru flestir, sem fyrir voru i Kerlingafjöllum, fluttir i bæinn. Skiðabrekkur urðu svartar á svipstundu og er óvist um fram- hald námskeiða. Eirikur Haraldsson, einn eigenda skiða- skólans, sagði að þeir gerðu sér þó vonir um aö hægt yrði aö hreinsa brekkurnar með snjó- troðara. Ef það tekst ekki falla þau námskeið, sem eftir á að halda niöur, og yrði tap skólans þá verulegt. —SÞ Ljósleitur gosmökkurinn stfgur upp af Heklu laust fyrir klukkan háiftvö á sunnudag og blasti við gestum á hestamannamótinu á Heilu. Visismynd: EJ. Þyrla Albfnu Thordarson tekur sig á loft. I baksýn má sjá aöalgigasvæöin. Vfsismynd- BG ÞyriuDjónusta rekin I hlíðum eldfjallslns Þeir sem komast alla leið að gosstöövunum i suðurhliðum Heklu er nú boðið upp á nýja þjónustu, það er þyrluflug um gosstöðvarnar. Albina Thordarson, arkitekt, er á staðnum meö þyrlu sina og fiugmann og leigir þyrluna út á 170 þúsund krónur á klukkutim- ann. Hafa margir orðið til þess að nýta sér þetta tækifæri, sér- staklega þó visindamenn og myndatökumenn, enda er þetta þægileg aðferð til að fá heildar- mynd af gosstöðvunum. Þyrlan var stöðugt i notkun á sunnudaginn og langt fram á kvöld, og i gær var aðsóknin einnig mjög mikil og urðu nokkrir að biða klukkustundum samaneftirflugi. —ATA úvænt sýnlngaratriðl á Hestamannamðtlnu Eirikur Jónsson, ljósmyndari og myndasafnsvöröur á Visi, var staddur á „Stórmóti sunn- lenskra hestamannafélaga” á Hellu er hann tók eftir gosmekki við Heklu og smellti að sjálf- sögöu af mynd þegar i stað, sem hér birtist. „Það sýnir kannski best áhuga viöstaddra á hestaiþrótt- inni, að um tiu minútum eftir að gosiö byrjaöi sagöi þulur móts- ins, Birkir Þorkelsson: Þar sem nú er smáhlé á keppninni er ekki úr vegi að líta snöggvast i norður þvi Hekla er byrjuð að gjósa! Þetta sagði Birkir salla- rólegur rétt eins og hann væri að lýsa góðhestakeppni”, sagði Eirikur. Sagði Eirikur, að þetta hafi sýnt hver viðbrögð fólksins hefðu verið skjót, rúmum klukkutima eftir að gosið hófst var fólk viös vegar af suður- landi komið á svæöiö. En þvi miður voru ekki allir fyrirhyggjusamir og mátti sjá illa búið fólk leggja i langar göngur — meira aö segja konur i pilsum og á háhæluðum skóm! Þá voru margir sem lögðu i gönguna miklu með börn, — jafnvel smábörn — meðferðis, og er það alls ekki ráðlegt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fóru mörg þúsund bilar um Suðurlandsveg á sunnudag- inn, en þrátt fyrir samfellda bilaröö og mikinn rykmökk á Landsveitarafleggjaranum, urðu engin slys og aðeins einn óverulegur árekstur. Má það teljastfurðu velsloppið. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.