Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 19.08.1980, Blaðsíða 23
VÍSIR Þriöjudagur 19. ágúst 1980 Umsjón: Asta Björnsdóttir. 23 Slonvarp kl. 21.10: Barnelgnaorlof og irúnaðarmenn Þátturinn „Félagsmál og vinna” er á dagskrá útvarpsins i kvöld. Þátturinn flytur efni um málefni launafólks, réttindi þess og skyldur og eru umsjónarmenn þau Kristin H. Tryggvadóttir og Tryggvi Þór Aöalsteinsson. Við höföum samband við Kristínu og spurðum hana um efni þáttarins i kvöld. „Við erum með tvö efni 1 þætt- inum i kvöld”, sagði Kristin, barneignaorlof og hlutverk trúnaðarmanna. Við fengum senda fyrirspurn um barneigna- orlof og höfum fengið Baldur Kristjánsson fulltrúa til að svara henni og veita okkur allar upplýs- ingar um þau mál, bæði hvað varðar félaga i ASI og BSRB. Siöan munum við ræða við tvo trúnaðarmenn annan frá ASl og hinn frá BSRB um hlutverk trúnaðarmannai atvinnulifinu ” útvarp Þriðjudagur 19. ágúst 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingar. Umsjónarmaöur: Guðmundur Hallvarösson. 11.15 Morguntónleikar. Fil- harmoniusveitin i ísrael leikur ,,Le Cid”, balletttón- list eftir Jules Massenet, Jean Martinon stj. / James Galway og Konunglega fil- harmoniusveitin i Lundún- um leika Concertino fyrir flautu og hljómsveit op. 107 eftir Cécile Chaminade, Charles Dutoit stj. / Paris- arhljómsveitin leikur „Rapsodie espagnole” eftir Maurice Ravel, Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. A fri- vaktinni. Sigrún Siguröar- dóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Miödegissagan: „Sagan um ástina og dauöann” eftir Knut Hauge. Siguröur Gunnarsson les þýðingu si'na (15). 15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist Urýmsum áttum og lög leik- in á mismunandi hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siödegistonleikar. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C. Jersild. Guðrún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (14). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Félagsmál og vinna. Þáttur um málefni launa- fólks.réttindiþess og skyld- ur. Umsjónarmenn: Kristin H. Tryggvadóttir og Tryggvi Þór Aðaisteinsson. 20.00 Frá tóniistarhátföinni I Schwetzingen 1980. 21.15 A heiöum og liteyjum. Haraldur ólafsson flytur fyrra erindi sitt. 21.45 Út v a r p ss ag a n : „Sigmarshiis” eftir Þórunni Elefu Magnúsdóttur. Höf- undur les (7). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Nú er hann enn á norö- an” 23.00 A hljóöbergi. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 19. ágúst 1980 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 Dýröardagar kvikmynd- anna. Heimildamy nda- flokkur. Sjötti þáttur. Trúö- arnir. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.10 Sýkn eöa sekur? Tilhugalff. Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Hvernig myndast vöru- verö? Umræðuþáttur. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. Stjórnandi beinnar útsendingar Karl Jeppesen. 22.50 Dagskrárlok. umræðuDáttur í beinni útsendingu „Þetta er umræöuþáttur um verölag, verðmyndun og hvernig verðlag verður til”. sagði Jón Hákon Magnússon, sem i kvöld stýrir umræöuþætti i sjónvarps- sal. Ég hef fengiö fólk sem stund- ar verslun og viðskipti til að ræða þessi mál. Það eru þau, Einar Birgir heildsali, Gunnar Snorra- son kaupmaður, Inga Jóna Þóröardóttir, blaðamaður, Vig- lundur Þorsteinsson iðnrekandi og Ólafur Sverrisson kaupfélags- stjóri. Þaö verða sem sagt verö- lagsmálin sem verða rædd þarna og þá lika þaö, að þaö er ekki alltaf kaupmanninum aö kenna þegar vörur hækka þar inn I myndina kemur lika, gengissig, verðbólga og opinberar álögur. Þáttur þessi veröur sendur út i beinni útsendingu og er stjórn- andi útsendingar Karl Jeppesen. UtvaPD Kl. 19.35: Sýkn eða seKur Þátturinn um lögfræöinginn Kazinsky sem sýndur verður i kvöld i myndaflokknum „Sýkn eða sekur”, heitir Tilhugalif. I þættinum tekur Kaz aö sér mál fulloröinnar konu, sem ákærö hefur verið fyrir búðarhnupl. Aður haföi lögfræðingur að nafni Peter Colcourt neitaö aö taka að sér málið og veröur hann þvi iliur þegar Kaz tekur þaö upp. Ekki batnar skap Peters þegar Kaz kynnist systur hans og þau verða „góðir” vinir. Verkfðii í ríki verkamanna Undarlegt er hvaö pólskir verkamenn eru óánægöir um þessar mundir. Þeir eru meira aö segja svo fúltr i Gdansk, aö stjórnvöld slitu simas'ambandi viö staöinn, og geröu jafnframt tilraun til aö lýsa þvi yfir aö samiö heföi veriö viö velflesta I Lenin-verksmiöjunum i borg- inni. Engu aö siöur eru verk- amenn í Lenin-verksmiöjunum enn i verkfalli og hafa nú oröiö almenning meö sér, og vita allir hvaö þaö þýðir. Þetta er þannig oröið hið undarlegasta mál, þvi eins og allir vita er Pólland svo- kallaö verkamannariki — riki sem byggir á öreigastefnunni, og ekki var annaö vitaö en þar lifi verkamenn viö meiri og betri kost en t.d. á islandi, þar sem grátkonur Alþýöubanda- lagsins linna ekki armóði sinum út af ástandi verkamanna hér — þ.e. þegar þær eru utan rikis- stjórnar. Pólverjar eru falleg og gáfuö þjóö, sem hefur orðið aö búa viö hörmulega sögu, næstum stans- lausa frelsisbaráttu og mikla undirokun. Minnisstæöust er skipting landsins i byrjun seinna striös milli nasista og kommúnista. Sú skipting hefur um sinn veriö eitt af feimnis- málum Vesturlands síöan þau létu rauða minnihlutahópa kúga sig til mildilegra skoöana á of- beldi. Eftir striöiö sömdu þrir herrar um skiptingu Evrópu og seldu m.a. Pólland og önnur Austur-Evrópuriki undir mesta afturhald siðan á dögum rann- sóknarréttarins. Verkalýöur I verkalýösriki, þar sem allt ritaö mál og öll upplýsing miöar aö þvi aö telja þeim trú um aö rikiö sé þeirra, fer ekki I verkfall aö ástæöulausu. Þaö er ööruvisi en á Vesturlöndum, þar sem verkalýðsbaráttan er oftast ætl- uö til aö umbylta þjóðfélögum upp á pólsku. En enginn veit I raun hvaö pólskir verkamenn eru óánægöir meö. Þeir viröast hafa fengiö þau stjórnvöld, sem kenningin boöar aö séu þeirra stjórnvöld, og fréttirer svo sem engar aö hafa nema frá andófs- mönnum, sem eins og Þjóð- viljinn veit, hafa atvinnu sina af aö ljúga að Vesturlandsbúum. Ekki mun liða á löngu þangaö til upp koma kenningar um aö CIA hafi veriö á ferli i Gdansk. Þaö verður um þaö leyti sem póisk og rússnesk yfirvöld telja réttast aö skjóta á verkfalls- menn. Þeir eiga þaö nefnilega yfir höföi sér þessir menn aö kallast þjóöniöingar. Þó mun þá ekki vanta annaö en kjöt og brauð á sambærilegu veröi viö laun þeirra. Viöskiptajöfnuöur i Póllandi var óhagstæöur um 1,3 billjónir dollara áriö 1979. Eldri skuldir eru þó enn hrikalegri. 30% út- flutningsviöskipta landsins eru viö hinn stóra vin i austri, og höfum viö tslendingar nokkra reynslu af þvi hve auöveldur hann er i viðskiptasamningum. Þá er þess aö geta aö viöskipta- samningar Póllands og Rúss- lands gilda yfirleitt i fimm ár á föstu veröi, og má geta nærri hvernig þaö fer meö efnahag landsins, sem sækir stóran hluta innflutnings á markaöi, sem lúta hreyfingum veröbólgu. En auðvitað á þetta ekkert aö gera til, enda mega verkamenn i Gdansk glöggt vita aö Rússland er lika verkamannariki. Blekkingavcfur hinna svo- nefndu vinstri stjórna, hvort heldur þær eru i Póllandi eöa á tslandi, veröur ekki snæddur af verkafólki. t Póliandi er komiö I ljós, aö krafa magans er sterk- ari en krafa Leninismans. Hér er krafa Leninismans aö visu i fullu gildi um þessar mundir og sýnir bjálfaleg undirgefni BSRB-liösins aö svo er. Þeir I Gdansk eru komnir aöeins lengra á þrónunarbrautinni. Þeir vefja fætur sinar f striga- poka á veturna til aö verjast kali. Ekkert riki getur gengið á móti manninum til lengdar, hvorki i austri eöa vestri. Hlægilegir eru tilburðir ýmissa félagshetja viö aö taka á sig ábyrgöir til aö efla þau máttar- völd, sem halda aö verka- maöurinn nái hæst i reisn og mikilleika, eigi hann ekki fyrir mat sinum. Þetta sýnir sig jafnt i Póllandi sem á islandi. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.