Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 1
&*"m
Heklueldar 1980 í algleymingi aðfaranótt síðastliðins mánudags. Hér blasir við gigaröðin i suðvesturhliðum
fjallsins. Visismynd: Gunnar Þór Gíslason.
Gjaldþrot byggingarmeistara:
Ekkert fékkst upp í
229 milljóna krðíu!
Skiptameðferð er lok-
ið á þrotabúi Guðmund-
ar Þengilssonar, bygg-
ingameistara, sem fyrir
örfáum árum var einn
hæsti skattgreiðandi
Reykjavikur. Sam-
kvæmt upplýsingum,
sem Visir aflaði sér hjá
Jóni Sigurgeirssyni,
fulltrúa borgarfógeta,
námu kröi'ur tæplega
229 milljónum króna og
GjaldheimtanfReykjavIkvar meoliðlega I74iuilljúua kröfur.
fékkst ekkert greitt upp
i þær.
Gjaldheimtan i Reykjavik var
meb langstærstu kröfuna, og nam
hún liölega 174 milljónum króna.
Kröfur Gjaldheimtunnar voru
byggöar á áætlun skattgjalda á
Guðmund Þengilsson. Ýmsir aö-
ilar voru siðar með smærri kröfur
og námu sumar nokkrum milljón-
um.
Um orsakir gjaldþrotsins, sagði
Jón Sigurgeirsson, að þrotamað-
ur hefði gefið þær skýringar
helstar, að rekstur verktakafyrir-
tækis hans hefði gengið illa.
Engar eignir fundust i búinu og
hafði ibúðarhús og nokkrir
bilskúrar I eigu þrotamanns verið
selt á nauðungaruppboðum áður
en bviið var tekið til gjaldþrota-
skipta.
—SG.
FERÐ UM GOSSTÖÐVARNAR VK) HEKLU
Sjá irásagnir og myndir i opnu visis í dag
„Eins 09
í Heklu
gosum
ylirleitt"
segir Sigurður
Þórarínsson
„Mynstrið á þessu er eins og
i Heklugosum yfirleitt", sagöi
Sigurður Þórarinsson, jarð-
fræðingur i samtali við Visi i
gær.þar sem hann var staddur
á Selsundi á Rangárvöllum og
nýkominn Ur rannsóknarleið-
angri um hluta umbrotasvæð-
isins. „Þó dragi mjög úr gos-
inu eftir fyrstu dagana", sagði
hann, „er ekki þar með sagt,
að gosiö sé alveg aö verða
buiö, a.m.k. ekkief ráða má af
fyrri hegðun, en auðvitað geta
alltaf orðið undantekningar".
Verulega dró úr gosvirkn-
inni i gær; þá var aðeins vart
við litilsháttar gos sunnan i
fjallinu og eins að norðaustan-
verðu. Annars var skyggni við
fjallið i gær afar litið, en i
morgun hafði rofað til við
Heklu og sást vel upp á tind
hennar að sögn húsfreyjunnar
á Selsundi. „Hekla er alveg
kjurr og það viröist ekkert
vera að gerast þar núna",
sagði hún.
Sigurður Þórarinsson
kvaðst i gær hafa gengið upp
að hrauntungunni næst Sel-
sundi og sagði hann, að engin
hreyfing væri lengur á hraun-
inu. —Gsal