Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 3
vtsm Miövikudagur 20. áeúst 1980 3 ■1 ÖNGÞVEiTI í FYRRINÖTT VIÐ HEKLUHRAUNIÐ: sagði Böðvar Bragason sýsiumaður „Þaö uröu mikil vandræöi upp við Selsund á mdnudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags, þegar fólki var hleypt úr langferðabll- um eftir myrkur eftirlitslausu, eftir þvi sem næst verður kom- ist og beint i áttina að hraun- tungunni, sem þar er,” sagði Böðvar Bragason, sýslumaður á Hvolsvelli, um ferðamanna- straum að Heklusvæöinu siðast- liðið mánudagskvöld. Hann sagöi, að þetta væri nokkuð löng leið, sem fólkinu hefði verið gert að fara og nokk- uð erfið yfirferðar vegna hrauns. Þaö hefði ekki tekist betur til en svo að aöstoða þurfti fólkið i bilana aftur. „Það er að bjóða hættunni- heim, einkum fyrir ókunnuga, að vera þarna á ferli i myrkri, svo ekki sé nú talað um, þegar þetta fólk kemur með korna- börn með sér”, sagði sýslumað- urinn. —KÞ „Áöyrgðaiieyslö með óiikinflum” sagði Guðjón Pelersen hjá flimannavörnum „Það keyröi um þverbak á mánudagskvöldið,” sagði Guð- jón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna, um heim- sóknir feröamanna á Heklu- svæðiö, „fólk óð þarna út um allar trissur, sumir villtir og veglausir. Það átti i erfiðleikum með að krönglast um hraunið, svo koma varð upp ljósköstur- um og rauðum blikkljósum til að leiöbeina fólkinu aftur að rútunum og bllunum.” Hann sagði, að ábyrgðarleys- ið þarna á svæðinu væri með ólikindum. Til dæmis oft þegar skipulagðar hópferðir kæmu á staðinn, væri fólkinu hleypt út úr rútunum, eins og fé á beit, al- veg eftirlitslaust án nokkurrar leiðbeiningar eins og gerst hefði á mánudagskvöld. Það virðist sem engin stjórn sé á hlutunum hjá þeim sem skipuleggja þess- ar feröir, sagði Guðjón. Hann benti ennfremur á, að hin tiðu veðrabrigði og þær spár jarö- fræðinga um eðli Heklugoss um, að það geti legið niöri einn til tvo daga og gosiö slðan upp hálfu verra en fyrr, virtist engin áhrif hafa á fólk um að komast sem næst gigunum. Sumir kæmu þarna nánast samkvæmis- klæddir og jafnvel með smábörn á handleggnum. „Þaðereins og æði hafigripið sumt fólk, það hefur enga for- sjálni,” sagði Guðjón Petersen. Tveggja til þriggja tima gangur er aö hraunbrúninni I björtu, en landiö er erfitt yfirfcröar og því hættulegt I myrkri. Vfsismynd: BG „Miklð ðng- pveili varð” Vigdis Finnbogadóttir, forseti islands, tekur á móti Karli Bretaprins á Bessastööum. Visismynd: Gsal. Karl Bretaprins er enn kominn til veiða Þaö er orðinn álika árviss við- buröur, og koma lóunnar, að Karl Bretapreins komi hingað i lax- veiði siösumars. Prinsinn kom með einkaþotu i gær sem lenti á Reykjavikurflug- velli laust eftir kl. 13. Siðan var haldið til Bessastaða, þar sem forsetinn hélt prinsinum og föru- neyti hans hádegisveröarboð, áö- ur en haldið var til Hofsár i Vopnafiröi. Þetta er i fimmta skipti sem Karl veiöir i Hofsá, og er hann að sögn Brian Holt, ræðismanns Breta, afskaplega ánægður með að vera kominn á nýjan leik, en prinsinn mun vera viö veiðar til 1. september. „Honum finnst náttúran hér stórkostleg,” sagði Brian. „Og hann nýtur þess að fá að vera i friði, og laus viö ailt daglegt þras.” Með Karli komu tveir aðstoðar- menn, en einnig var von á nokkr- um vinum og kunningjum prins- ins, sem munu vera með honum við veiðarnar. Brian Holt sagði að enginn sér- stakur viðbúnaður væri við Hofsá vegna þessarar konunglegu heimsóknar, en að lifvörður fylgdi prinsinum á öllum hans ferðum. „Boðið á Bessastöðum var mjög ánægjulegt” sagði Brian Holt, „en prinsinn fláug siöan til Egilsstaða um fjögurleytið. Aætl- aö var að flogið yrði yfir gos- stöðvarnar ef veður leyföi.” SÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.