Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 22
VÍSIR Mibvikudagur 20. ágúst 1980 22 #/Ég tel tvímælalaust ávinning i þátttöku í slík- um mótum, þar sem þátt- takendurnir eru af mörg- um og ólíkum þjóðernum. Þessi mót eru mjög þroskandi fyrir börnin, og ekki síður okkur sem fylgjum þeim. Börnin öðlast mikla reynslu í ferðalögum, útivist, leikjum og skemmtunum, jafnframt því sem þau kynnast nýrri menningu, siðum og þjóðum", sagði Helgi Már Barðason, í samtali við Visi, en hann var fararstjóri sex 11 ára barna frá Akureyri, sem tóku þátt í alþjóðlegu barnamóti i Narssak á Grænlandi i sumar. Þátttakendur I þessu móti i Narssak voru, auk heimamanna og Akureyringanna, frá: Glad- saxe f Danmörku, Gagny i Frakklandi, Appeldoorn i Hol- landi, Sutton i Englandi, Wilmersdorf i útborg Berlinar og Minden I Vestur-Þýskalandi. Narssak er ekki i þessum vina- bæjahring, en hefur tekiö þátt i barnamótunum undanfarin ár vegna vinabæjarengsla viö Gladsaxe i Danmörku. Þar átti aö halda mótiö i ár, en sam- komulag varö um aö halda þaö 1 Narssak, i tengslum viö 150 ára afmæli byggöarinnar þar. Og þar sem Akureyri er vinabær Narssak var ákveöiö aö bjóöa Akureyrsku börnin sem þátt tóku I mótinu, f.v.: Siguröur Magnason, Eirfkur Jóhannsson, Einar Sig- tryggsson, Helga Þ. Erlingsdóttir, Kristin M. Jóhannsdóttir og Linda Björnsdóttir. Akureyrsku börnin féllu vel inn i barnahópinn og ekki tók ég eftir aö þau skæru sig úr aö neinu leyti. Þau héldu aö vísu örlitiö meira hópinn en hin börnin geröu, en slikt fylgir nú vist íslendingum hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Hins vegar eignuöust mörg þeirra kunningja meöal hinna barn- anna, mikiö var um aö skipst væri á gjöfum, og fyrir kom jafnvel aö sterk vináttutengsl sköpuöust. Nóg að gera við að túlka — Voru engin tungumála- vandræöi? „Vissulega voru tungumála- vandræöi börnunum dálitill fjöt- ur um fót, en þrátt fyrir þaö gengu samskipti þeirra viö hin börnin og fararstjórana árekstrarlaust. Þau tóku fullan og virkan þátt i leikjum og störfum og voru enginn eftirbát- ur hinna barnanna nema siöur væri. Ég álit raunar, aö sérdeil- is vel hafi tekist til meö val á þessum börnum, þvi samhent- ari og skemmtilegri krakka heföi ég ekki getaö hugsaö mér. Vitanlega voru þau ólik og ekki alltaf sammála, en þaö er sjálf- sagt og eölilegt. Ég reyndi aö leysa málin þegar tungumála- vandræöi komu upp. Fékk ég nóg aö gera og mátti venja roig viö aö þurfa aö tala fjögur tungumál daglega auk móöur- málsins. Geröi þetta mig stund- um hálf ringlaöan, einkum þegar á leiö. Má mikiö vera ef ég hef ekki einhvern tima .Þátllaka I slíkum mólum er broskandl fyrlr börnln’ - Helgi Már Bárðarson segir frá amióðlegu barnamóli I Grænlandi sem akureyrsk bðrn lóku bált I börnum þaöan aö vera meö þetta áriö. Grænlendingar brauð- glaðir „Meöan á mótinu stóö bjugg- um viö i glæsilegu skólahúsi i Narssak”, sagöi Helgi. „Þar var aöstaöa og allur aöbúnaöur eins og best veröur á kosiö. Maturinn var prýöilegur, þótt fábrotinn væri, og ekki ólikur þvi sem Islendingarnir áttum aö venjast. Þó þótti mörgum Grænlendingarnir helst til brauöglaöir, þar sem hádegis- veröurinn samanstóö daglega nær eingöngu af alls kyns brauömeti. En þrátt fyrir allt þetta brauö voru lang flestir ánægöir meö fæöiö I skólanum. 1 upphafi var reynt aö koma á tengslum meö börnunum. Atta sváfu saman i stofu, eitt barn frá hverju landanna. Eftir fyrstu vikuna var börnunum leyft aö breyta þessu skipulagi aö vild, þannig aö vinir og kunn- ingjar, hvort sem þeir voru samlandar eöa ekki gátu eftir þaö veriö saman I herbergi”. — Hvernig fór svo mótiö fram? „Daglegt skipulag i stærstu atriöum var á þá leiö, aö klukk- an átta á hverjum morgni drógu börnin upp fána landa sinna. Siöan var gengiö til morgun- veröar, en eftir þaö hófst dag- skrá, sem venjulega stóö til kl. 4 meö hádegis- og kaffihléum. Um sexleytiö voru fánarnir siöan dregnir niöur og snæddur kvöldveröur. Þegar krakkarnir höföu jafnaö sig eftir matinn hófst kvöldvaka, sem bæirnir skiptust á um aö halda. Henni lauk um hálf tiu og hálftlma siöar gengu börnin til náöa. Þetta skipulag hélst i megin- dráttum frá degi til dags, en ekki get ég neitaö þvi, aö stund- um gekk erfiölega aö koma börnunum i háttinn á tilsettum tima”. Fyrsta kvöldið var öllum verst — Hvernig tókst til? „Ég get ekki kvartaö yfir aö- búnaöi eöa skipulagi, þótt vita- skuld mætti finna ýmsa smá- vægilega galla, sem alltaf má gera ráö fyrir”, svaraöi Helgi. „Einnig kom þaö fyrir, aö veöriö setti strik i reikninginn, og þaö var mikiö um súld og rigningu þessar tvær vikur. Þó var veöurfariö allmiklu hlýrra en viö áttum von á, og þegar sól- in á annaö borö nennti aö sýna sig, þá var veöriö jafn yndislegt og þaö gerist best hér á Akur- eyri. Fyrsta kvöldiö var öllum verst. Þá voru börnin hvert ööru ókunnug og sumum gekk erfiö- lega aö sofa. Umhverfiö og allir staöhættir voru mörgum fram- andi. Einnig varö nokkuö ónæöi af fróöleiksþyrstum utanaö- komandi börnum frá Narssak, sem vildu ólm fá forvitni sinni um þessi útlendu börn svalaö. Sum erlendu börnin voru jafn- vel örlítiö hrædd viö Grænlend- ingana, en ekki bar á neinu sliku meöal „minna barna” og gekk þeim vel aö umgangast þessa granna sina. Aö minu mati eru Grænlend- ingar afar gestrisin og alúöleg þjóö og þeir lita mjög upp til okkar Islendinga fyrir margra hluta sakir. Þaö varö ég oft var viö. ávarpaö „mina krakka” á dönsku eöa þýsku”. — Allir heilsuhraustir? „Já, þaö má segja þaö, þó svæsin kvefpest geröi okkur lifiö leitt siöustu dagana og fór ég ekki varhluta af þvi”, svaraöi Helgi. „Annars var heimþráin helsti sjúkdómurinn sem geröi vart viö sig á meöal barnanna. Var hún viöa býsna sterk, en ekki var ég var viö aö hún herj- aöi eins mikiö á akureyrsku krakkana eins og marga aöra. „Ég tel aö Akureyringar eigi tvimælalaust aö fá aö sækja um þátttöku i þessu móti árlega, annaö hvort meö svipuöum hætti og Narssak, eöa meö þvi aö stofna til vinabæjatengsla viö þessa evrópsku bæi. Ég held aö viö gætum margt lært meö þvi aö hoppa inn I hringinn, sagöi Helgi aö lokum. Frá setningarathöfninni. Linda er fremst ó myndinni, en I baksýn fánaborgin og skólinn sem búiö var i. Ljós- myndir: Helgi M. Baröason. Hér eru Helga, Siguröur og Linda niöursokkin i föndriö. Þegar illa viöraöi var dundaö inni viö. Hér föndra Eirikur, Einar og Kristin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.