Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 13
Hoppaðu Inn! Við erum á leiðinni þangað! HROLLUR TEITUR vtsm jFimmtudagur 21 ágúst 1980 HEIMKOMAN... rWendv, af hverju að vera að eyða timanum l þessum asnalega ] sklðasi'.óla? Ég er alveg frábær é) i skíðum! Égge- sýntþérr? 7 allt, sem þú Geturðu það, 'v þarftaðvlta! ) \ Aggi? Hæ, hann gleymdi að fara út úr lyftunniL og ég þarf að fá nýjan klæðaskáp. Gerðu það, talaðu Gott! Alít í lagij % Þetta er Aggi! ^BIIIinn minn er fastur í snjóskaf li! Og ég er að verða of seln I skíðaskólann! AGGI 12 vism Fimmtudagur 21 ágúst 1980 Liómarall 80 - Ljomarali 80 - Ljómarall 80 - Ljómarall ’80 - Ljómarall '80 - Llómarall' jiMl.lnHJ-.IIUil Forseli fslands vlú opphaf Llómarallslns Saulján áhafnlr hófu keppnína Eftirfarandi ökumenn hófu keppni i Ljómaraliinu i gær- morgun. Eru þeir taldir upp eft- ir rásnúmerum. 1. John Haugland, Jan Olav Bohlen, Skoda 130 RS. 2. Aldo Pereno, Giraudo Pirgiorgio, Opel Kadett. 3. Ómar Þ. Ragnarsson, Jón Ragnarsson, Renault Aipine 4. Hafsteinn Aðalsteinsson, Ólafur. Guöm. Subaru. 5. Cecare Giraudo, Edve Magnano, Ford Escort 6. Finn Ryhl Andersen, Jan Johansson, Datsun 160 7. Hafsteinn Hauksson, Kári Gunnarsson, Ford Escort. 8. Halldór Úlfarsson, Þóröur Kristinsson, Ford Fiesta. 9. Magnús Jensson, Jón Svan Grétarsson, Toyota Celica. 10. Bragi Guömundsson, Matthias Sverriss., Lancer Colt. 11. Baldur Hlööversson, Sigurö- ur Jörundss., Skoda 130 RS. 12. ólafur Sigurjónsson, Kristm. Arnas., Saab 96. 13. örn Ingóifsson, Gunnar Stefánsson, Trabant. 14. örn Stefánsson, Sigmar Gislason, Toyota Celica. 15. Þórhallur Kristjánss., Asgeir Þorsteinss., Ford Escort. 16. Einar Finnsson, Hjalti Hafsteinss., Fiat 131. 17. Eggert Sveinbjörnsson, Tryggvi Aöalsteinss., Mazda RX 7. Spallaö við keppendur á frönsku, norsku 09 fsiensku Drunurnar úr aflmiklum vél- um rallbflanna bergmáluöu f porti Austurbæjarskólans og ökumenn i litskrúöugum göllum voru aö búa sig undir aö koma bilunum i startstööu. Fyrsta al- þjóölega rallkeppnin á Islandi var aö hefjast og svartur for- setabillinn, sem stóö i einu horni portsins, bar vitni um nærveru forseta lýöveldisins, sem haföi tekiöaö sér aö ræsa keppendur. Flestir höföu búist viö ávarpi f heföbundnum stil, en þess I staö tók Vigdis Finnbogadóttir hljóö- nemann og gekk aö fyrsta bOn- um og ávarpaði áhöfn hans á frönsku. 1 bilnum, sem var af gerðinni Opel Kadett, var italski rallkappinn Aldo Pereno, ásamt aöstoðarökumanni, og eftir aö forsetinn haföi kynnt þá, renndu þeir úr hlaði og hófu þar meö keppnina Ljóma-Rally '80. Norski atvinnuökumaöurinn John Haugland átti upphaflega aö hefja keppnina, en er hér var komiö sögu, var hann hálfur niöri f vélinni á bil sinum og virtist eiga i einhverjum vand- ræöum meö aö koma honum i gang. Þaö tókst þó um siöir og Haugland tókst aö hefja keppn- ina eins og lög geröu ráö fyrir og varhannmeöþeim siöustu.sem renndu úr hlaöi. ,,Hvor ykkar er Dala- bóndinn?” „Ég veit, aö annar ykkar er bóndi vestan úr Dölum, — hvor ykkar er þaö?” — spuröi Vigdis Finnbogadóttir og leit inn I Tra- bantbilinn, sem nú var kominn i startstööuna. Þaö stóö heima, þvi aö þarna var kominn Orn Ingólfsson, Dalabóndi, ásamt aöstoöarökumanni sinum, Gunnari Stefánssyni. Aö sögn kunnugra er engin rallkeppni, sem stendur undir nafni, nema Daiabóndinn sé meöal þátt- takenda. Vigdis kynnti siöan hvern keppandann af öörum og spjall- aöi viö þá I léttum dúr. Viö Ital- ■ Texti: Sveinn Guöjónsson ana mælti hún á frönsku, viö Norömennina á norsku og viö landa sina talaöi hún aö sjálf- sögöu á islensku. Er þaö mál manna, aö forsetinn hafi staöiö sig meö mikilli prýöi viö þessa embættisathöfn og framkoma Vigdisar setti skemmtilegan svip á þennan upphafsþátt keppninnar. Er Vigdis haföi ræst alla keppendur, óku þeir sem leiö lá fyrstu ferjuleiö frá Austur- bæjarskólanum aö timavarö- stöö viö Geitháls. Þar tók viö fyrsta sérleiöin umhverfis Hafravatn aö Úlfarsfelli. Siöan tóku viö ferjuleiöir og sérleiöir á vixl yfir Kaldadal um Borgar- fjörö ogaö lokum noröur i land, á Sauöárkrók, þar sem gist var i nótt. — Sv.G. Vigdis Finnbogadóttir ræsir fyrsta bflinn, Opel Kadett ttalans Aldo Pereno, rm John Haugland hálfur niöri I vélinni viö upphaf keppninnar. Myndir: Bragi Guömundsson „Aðstæður hér áhugaverðar fyr- ir rallökumenn” - seglr norski aivlnnumaðurinn John Haugiand ,,Ég tel aö rallakstur eigi mikla framtiö fyrir sér hér á landi, ef rétt er á málum hald- iö”, — sagöi norski railkappinn John Haugland, en hann er eini atvinnumaöurinn, sem tekur þátt I Ljómarallinu, er hófst viö Austurbæjarskólann I gær- morgun. Haugiand hefur stund- aö rallakstur sem atvinnu I 10 ár og keppir hér á vegum Skoda- verksmiöjanna og aö sjálfsögöu á Skoda 130 RS. Aöstoöarmaður hans i keppninni er landi hans, Jan Olav Bohlen. Haugland var hinn hressasti, er Visir hitti hann aö máli, en haföi þó á oröi, aö Hekla heföi mátt biöa meö aö gjósa.þar sem hún drægi óhjákvæmilega athyglina frá rallinu, sem hann taldi allrar athygli vert. „Astæöan fyrir þvi, aö tsland gæti oröiö framtiöarland fyrir rallakstur, er fyrst og fremst hin óbyggöu landssvæöi hérna og vegakerfi utan byggöar, en slikt er oröiö mjög sjaldgæft I Evrópu, þar sem byggöin þéttist stööugt”, — sagöi Haugland. — „Ég veit, aö þaö er áhugi fyrir þessu erlendis og þaö, sem þarf, er aö skipuleggja upplýs- ingaherferö um aöstæöur hérna. Ég kom hér i fyrrasumar og fylgdist meö Visisrallinu og eft- ir þaö var ég staöráöinn i aö taka þátt I þessu ralli núna. Þaö heföu áreiöanlega fleiri tekiö þátt I þessu ralli, ef þetta heföi ekki veriö á sama tima og „1000 vatna ralliö” i Finnlandi, en þaö er heimsfrægt og þangaö flykkjast blaöamenn og rall- áhugamenn viöa aö úr heimin- um. Næst þegar þiö haldiö svona rall, skuluö þiö passa upp á, aö þetta rekist ekki á. En eins og ég sagöi er aöalatriöiö aö auglýsa þetta á réttum vett- vangi erlendis og þá þurfiö þiö ekki aö óttast áhugaleysi erlendra ökumanna. Aöstaöan hér er eins og best veröur á kos- iö varöandi keppni af þessu tagi. Aö visu er dýrt aö flytja bilana hingaö, en þetta eru fjársterk fyrirtæki, sem fjármagna atvinnumennina og ekkert verra fyrirþauaö senda áhafnir og bila til Islands en t.d. til Afriku”. „islendingarnir eiga mikla möguleika" „Éghef stundaö rallaksturinn i 10 ár og keppi aö meöaltali i 10 til 12 keppnum á ári. Haröasta keppnin, sem ég hef tekiö þátt i, er Akropoliskeppnin, — annars er kannski erfitt aö meta þetta. Þaö eru svo mismunandi aö- stæöur á hverjum staö. Ég er spenntur aö sjá, hvernig mér gengurá vegunum hérna. Fyrir mér eru þetta vissulega nýjar aöstæöur. Þegar viö spuröum Haugland, hvort hann ynni þessa keppni, brosti hann og kvaöst vona þaö besta. — „Um þetta er hins veg- ar aldrei hægt aö spá. Ég tel, aö islensku keppendurnir eigi mikla möguleika og jafnvel meiri en ég, þótt ég sé eini atvinnumaöurinn. Þeir þekkja vegina og landiö og hafa reynslu af aö aka viö þær aöstæöur, sem hér eru”. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.