Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 21.08.1980, Blaðsíða 22
I VISLR 'Fimmtudagur 21 ágiist 1980 22 SKATTBYRÐI HEIMILANNA: Hversu hátt hlutfall af tekjum islenskra heim- ila rennur til ríkisins á einn eða annan hátt? Þessi spurning hlýtur á- vallt að vera býsna á- leitin, sérílagi þegar skattamálin eru í brennidepli eins og þessa dagana. En því miður er það svo með þessa spurningu, eins og svo margar aðrar fróm- ar spurningar, að ná- kvæm svör fást trauðla þó eftir þeim sé vand- lega leitað. Að lokinni litilli athugun má samt sem áður fullyrða, að ríkið taki til sin f jórðu hverja krónu sem heimilin afla, og mun hærra hlutfall af ein- staklingum. Nákvæm- ara getur það tæpast orðið. Beinir ogóbeinir RikiB seilist ofan i vasa skattborgaranna, eins og þaB er gjarnan orBaB, einkum meB tvennum hætti, þ.e. meB beinum og óbeinum sköttum. Þeir fyrrnefndu eru tiltölu- lega auöveldir viöfangs (nema þegar kemur aö þvi aö greiöa þá) þar sem ÞjóBhagsstofnun hefur reiknaö út hversu hátt hlutfall beinu skattarnir eru af brúttótekjum heimilanna. Tal- an er 13,9% fyrir greiösluáriB 1980, sem þýöir aö beinu skatt- arnir hafa hækkaö um 0,7 pró- sentustig frá siöasta ári, eöa 5%, en þá voru þeir samkvæmt sömuheimild 13,2%. Þetta hlut- fall hefur aldrei veriö eins hátt og nú, þótt lágt sé I samanburöi viö okkar helstu viömiöunar- lönd, Noröurlöndin. Bandarikin og Bretland. (sjá töflu I). Fiórða fíver króna m ríkis og sveitarfélaaa Varasamur samanburður Þess ber þó aö geta, aö allur samanburöur er varasamur þar eö Island er eina landiö af þess- um löndum þar sem ekki er staögreiöslufyrirkomulag á skattheimtu rikisins. Obeinu skattarnir eru þvi taldir mun hærri hér á landi en i þessum löndum, enda eiga islensk stjórnvöld óhægara um vik aö hækka beinu skattana vegna fyrirsjáanlegs halla á rikisbú- skapnum og leita þvi frekar á náöir þeirra óbeinu. Hitt mun vera alveg ljóst, aö beinir skatt- ar hafa hvarvetna hækkaö nokkuö er staögreiöslukerfi hefur veriö tekiö I gagniö. Af þessum sökum telja ýmsir þaö vafasaman ávinning aö taka hér upp staögreiöslukerfi skatta, — en þaö er annar handleggur. Þegar rætt er um beina skatta er átt viö alla skatta, sem greiddir eru beint til ríkis og sveitarfélaga, þar meö talinn fasteignaskatt. Neyslan ákaf lega misjöfn Óbeinu skattarnir eru miklu erfiöari viöureignar, og þaö er ekki aöeins fjöldi þeirra, sem gerir manni erfitt fyrir, heldur er eyösla hvers og eins þegns á- kaflega mismunandi eftir smekk og efnahag. Almennt má þó álykta sem svo, aö efna- meira fólk greiöi hlutfallslega hærri skatta en þaö efnaminna sökum þess. aö svonefndar lúxusvörur eru allar háskattaö- ar. Niðurgreiöslur rikisins vega Tafla I Hlutfall beinna skatta heimilanna af brúttótekjum greiösluárs. Samanburöur viö önnur lönd. Island Bandar. Bretl. Finnl. Danm. Noregur Svíþjóö 1977 10,6 22,1 22,7 28,8 29,4 33,9 35,8 1978 12,0 22,5 ? ? 29,8 ? ? 1979 13,2 23,0 ? ? 30,0 ? ? Meðaltal 1974-1979 11,8 21,9 22,8 27,7 30,1 33,3 34,0 auk þess minna eftir þvi sem eyösluféö er meira og niöur- greiöslurnar koma jú einkum stórum og barnmörgum fjölskyldum til góöa. Af þessum sökum er gjörsam- lega útilokaö aö reikna út meö nokkurri nákvæmni hlutfall ó- beinna skatta af tekjum heimil- anna og ekki bætir úr skák, aö verölagsgrundvöllurinn, sem visitala framfærslukostnaöar byggist á, er geröur samkvæmt neyslukönnun á árunum 1964 og ’65. Þá var tekjustigiö hærra og einnig hefur hlutfall ýmissa þátta grundvallarins breyst og verölagsgrundvöllurinn I heild talinn i dag harla óraunhæfur. Meðal annars má nefna, aö þá var taliö aö 55% fjölskyldna ættu eigin bifreið og 66% byggju Ieigin húsnæöi. Bilaeignin hefur vaxiö geysilega frá þvi neyslu- könnun þessi var gerö og má ætla, aö flestar fjölskyldur i landinu eigi nú bifreiö og þær sumar hverjar fleiri en eina. Könnun þjóðhags- stofnunar Þjóöhagsstofnun hefur ekki nýlega reynt aö meta hlutfall ó- beinna skatta af tekjum heimil- anna, en fyrir tveimur árum eöa þvi sem næst, var gerö könnun á þessum málum i samvinnu viö Hagstofuna og reynt aö grafast fyrir um áöurnefnt hlutfall. Þessi könnun var ekki byggö á raunverulegri neyslu einhverr- ar fjölskyldu, enda ekki taliö neitt áhlaupaverk aö sundurliöa verö þeirra vörutegunda sem ein fjölskylda kaupir á einu ári, . þegar haft er i huga, að smásölu- 'veröið samanstendur i mörgum tilvikum af niu ólikum veröþátt- um. Þjóöhagsstofnun gaf sér þvi ákveðnar forsendur um stærö og tekjur fjölskyldunnar, miö- aöi aö sjálfsögöu viö visitölu- fjölskylduna margfrægu (hjón meö 2börn) og meöaltekjur eins og þær voru þá. Sex milljóna króna heildartekjur komu út úr þvi dæmi. Gengiö var út frá þvi sem vísu, aö 2/3 hlutar tekn- anna færu til neyslu, en þaö er hlutfall einkaneyslu af þjóöar- tekjum samkvæmt niöurstööu- tölum Þjóöhagsstofnunar. Neysluféö nam þar af leiöandi fjórum milljónum króna. Útkoman úr þessu dæmi var sú, aö óbeinu skattarnir næmu 18% af ráðstöfunartekjum fjöl- skyldunnar eöa rúmum 11% af heiidartekjunum. A móti komu miklar niöurgreiöslur á land- búnaöarvörum, sem lækkuöu fyrri töluna um sex prósent og þvi var þaö álit Þjóöhagsstofn- unar þá, aö óbeinu skattarnir næmu milli 12 og 15% af ráöstöf- unarfé heimilanna, eöa um 9% heildartekna. 1M4%? Frá þvi þessi könnun var gerö hefur verulega dregiö úr niöur- greiöslum en söluskattur, sem i eina tiö var lagöur á sem tima- bundin ráöstöfun og nam einu prósenti, hefur hækkaö úr 20% i 23,5%, auk þess sem timabundið vörugjald (sem hefur veriö timabundiö i mörg ár) hefur einnig hækkaö. óvissuþættirnir eru þvi margir, en ætla má aö heildarhlutfalliö hafi ekki hækk- aö meira en sem nemur nokkr- um prósentustigum og sé nú e.t.v. á bilinu 11-14%. Fjórðungur í skatta Niöurstaöa okkar er þvi þessi: Beinu skattarnir eru 13,9% af heildartekjum heimil- anna og óbeinu skattarnir sam- kvæmt framansögðu eitthvaö á- lika, sem þýðir meö öörum orö- um, aö skattbyröi heimilanna gróft reiknaö er um og yfir 25% af heildartekjunum. Fjölskylda meö átta milljónir i tekjur greiðir samkvæmt þessu tvær milljónir i skatta og fjölskylda meö níu milljónir i tekjur 2,350 þús. i skatta. Taka veröur skýrt fram, að hér er um lauslega reiknað meöaltal aö ræöa, þar sem visi- tölufjölskyldan er höfð til viö- miðunar. Auðvitaö finnast þess dæmi, aö skattbyrði einstak- linga sé miklu hærri, sennilega allt að 60% eöa jafnvel þar yfir þegar allt er taliö, en þessar töl- ur ættu þó aö gefa einhverja vis- bendingu um skattbyröi venju- legrar fjögurra manna fjöl- skyldu. Rikissjóöur hyggst i ár afla tekna upp á 370 milljaröa króna, þar af í formi óbeinna skatta 80- 82% af þessari upphæö, en þaö merkir 28,5% af þjóöarfram- leiöslu. Hlutur sveitarfélaganna var I fyrra 7% af þjóöarfram- leiöslu og samkvæmt sama hlutfalli ættu tekjur þeirra I ár að nema um 90 milljöröum króna. Samanlagöar tekjur rikis og sveitarfélaga á þessu ári eru þvf áætlaöar um 460 milljaröar króna. Heildarskattbyröi allrar þjóö- arinnar, einstaklinga og fyrir- tækja, er samkvæmt áöurnefnd- um tölum milli 35 og 36% og hefur þetta hlutfall hækkað um þrjú prósentustig frá árinu 1977, er heildarskattar voru 32% af þjóöarframleiðslu. —Gsal Reiðhjól Rikiö tekur I sinn hlut 31,08% Skipting verösins á reiðhjóli er: 1. Innkaupsveröerlendis kr. 64.729. eöa 39,78% 2. Vörugj. og önnur aöfl.gj. kr. 21.226. * * 13.05” 3. Flutn.gj., vátr. o.fl. kr. 8.351. ** 5.13” 4. Bankakostnaöur og vextir 5. Samsetningar og þjónustu- kr. 4.163. »* 2.56” gjöld 6. Gengisálag kr. 8.574. »• 5.27” 7. Heildsöluálagning kr. 6.400 » » 3.93” 8. Smásöluálagning kr. 19.926. »» 12.25” 9. Söluskattur kr. 29.341. 18.03” Heildarverð kr. 162.710. eöa 100 % isskápur Rikiö tekur 51% Skipting verösins er þessi: Innkaupsverö Tollur, vörugj. Flutningsgj. vátr. gj. Bankakostn., vextir Abyrgöar- og þjónustugj. Heildsöluálagning Smásöluálagning Söluskattur 150.000 202.100 18.400 14.200 33.000 31.800 53.600 110.600 24% 33% 3% 3% 5% 5% 9% 18% Heildarverö kr. 613.900 eöa 100% Barnavagn Rikiö tekur 44,99% Útsöluverö barnavagns skiptist þannig: Innkaupsverð kr. 52.510 eöa 28.84% Tollarog vörugjald kr. 49.080 eöa 26.96% Flutningsk. og vátrygging kr. 8.266 eöa 4.54% Bankakostnaöur kr. 4.377 eöa 2.41% Samsetning og þjónustugjald kr. 4.456 eöa 2.45% Heildsöluálagning kr. 7.425 eöa 4.08% Smásölualagning kr. 23.115 eöa 12.69% Söluskattur kr. 32.831 eöa 18.03% ^ Heildarverö kr. 182.060 eöa 100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.