Vísir - 22.08.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 22.08.1980, Blaðsíða 7
VÍSIR Föstudagur 22. ágúst 1980 \ KrtstjánssoB ö. Péturs- Hægt að haia gððar teklur at getraunum - Helgi Danlelsson tlallar m.a. um Istenska gelraunasiarfseml. enska knattspyrnu og meglnlandsknaitspyrnu I löstudagsgrein sinnl Fyrir viku eöa svo hófst enska knattspyrnan, en þaö er sú erlend knattspyrnukeppni, sem flestir knattspyrnuáhugamenn hér á landi fylgjast meö. Þaö má segja, aö ensku knattspyrnumennirnir margir hverjir séu orönir nokk- urs konar heimilisvinir, þar sem sjónvarpiö hefur svo gott sem færtokkur leikina inn i stofu meö sýningu þeirra, auk þess sem fjallaö er um úrslit, einstaka leik- menn og annaö sem markvert er taliö I öllum fjölmiölum. Margir eru þeir, sem telja ensku knattspyrnuna leiöinlega og mun lakari en meginlands- knattspyrnuna. Benda þeir á, aö knattSDvrnan i Þýskalandi, Hollandi og Belgiu, svo aö nokkur lönd séu nefnd, sé mun skemmtilegri og betur leikin en i Englandi og kvarta undan þvi, aö sjaldan sjáist leikir I sjón- varpinu frá þessum þjóöum. Þaö er helst, aö stöku sinnum eru sýndir stuttir kaflar frá einstaka leikjum. Þaö, sem gerði svo sýn- ingar frá leikjum þessara þjóöa enn áhugaveröari er, að nú leika kappar eins og Asgeir Sigurvins- son, Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson og Atli Eövaldsson meö m jög þekktum og góöum liö- um I þessum löndum. Menn hafa mikinn áhuga á ab fylgjast meö frammistööu þeirra I gegnum blööin og ekki væri verra^ef hægt væri aö sjá þá stöku sinnum I leik á skjánum. Ég veit, að Bjarni vinur minn Felixson, sem er allra manna áhugasamastur um knattspyrnu, gerir allt sem I hans valdi stendur til aö bæta þarna úr og ef það tæk- ist, væri það góö viöbót viö ensku knattspyrnuna, sem ég vil aö haldiö veröi áfram að sýna og ekki skorin neitt niður, þótt tæk- ist aö útvega knattspyrnuefni frá öðrum löndum. En tal um ensku knattspyrnuna leiöir hugann aö ööru, en þaö eru getraunirnar. Þegar enska knattspyrnan hefst siðari hluta sumars, hefjast getraunirnar. Þaö hefur gengiö á ýmsu fyrir þessari stofnun i gegn- um árin og kann ég ekki aö greina frá þvi i smáatriðum. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, aö peningalega sveltandi iþrótta- hreyfing ætti að hafa mikinn stuöning af fyrirtæki eins og is- lenskum getraunum. 011 sala á getraunaseðlum fer i gegnum hendur hinna ýmsu iþróttafélaga i landinu, en það er mjög mis- jafnlega staöiö að verki. Sum fé- lög hafa góöar tekjur af sölu get- raunasebla, önnur félög eru að hengslast viö söluna meö litlum árangri og enn önnur koma þar hvergi nálægt. Þaö er ástæða til aö hvetja félög til aö nýta þessa tekjulind. Ekki er hægt aö skilja svo við spjall um getraunir, aö ekki sé minnst á, aö þeir sem stjórna þessu fyrirtæki mega gjarnan taka sig saman i andlitinu i sam- bandi viö auglýsingar og aöra kynningu á starfseminni, þvi aö ég er þeirrar skoöunar, aö i þeim efnum vanti mikiö á. Ég bendi á, aö fyrir nokkrum árum voru fast- ir þættir um getraunir i flestum dagblööunum og stjórnaöi ég ein- um slikum i Alþýöublaöinu meö- an það var og hét. Hvort sem slikir þættir eru nauðsynlegir eða koma aö gagni i dag, skal ósagt látiö, en þaö er nauðsynlegt aö einhver áróður eöa kynningar- starfsemi sé höfð frammi. Þaö nær ekki nokkurri átt, aö nýta ekki þá tekjumöguleika, sem get- raunirnar bjóöa upp á, til fulln- ustu. Ég vil skora á þá, sem stjórna getraununum, svo og for- ystumenn þeirra iþróttafélaga, sem láta sig þetta varða, aö taka höndum saman og gera hlut get- raunanna sem stærstan. A FÖSTUDEG/ Helgi Daníelsson skrifar Chrysler open Ghrysler open veröur haldiö á Grafarholtsvellinum um helgina og hefst á morgun kl. 13.30. Rétt á þátttöku eiga allir kylfingar, sem hafa 13 eöa hærra i forgjöf. Keppt er um vegleg verölaun, sem Vökull h.f. gefur. Veitt veröa verölaun meö og án forgjafar. Fyrir hádegi á morgun hefst innanfélagsmót Jóns Agnars og er þeim kylfing- um, sem eru 14 ára og yngri heimil þátttaka. Leiknar veröa 72 holur tekur mótiö tvær helgar. Keppt er á laug- ardögum og sunnudögum. Firmakeppni klúbbsins stendur nú sem hæst, og einnig er keppnig um Oliu- bikarinn I fullum gangi, þannig aö nóg er um aö vera á Grafarholtsvellinum þessa dagana. röp lcelandic open Icelandic open golfkeppnin veröur haldin á Nesvellinum um helgina. Keppnin byrjar i dag og má örugglega búast við aö flestir okkar bestu kylfingar verðiámeöal þátt- takenda. Fyrirkomulag þessarar keppni er dálitiö breytt, sem gerir hana meira spenn- andi. Keppninni lýkur á sunnudagskvöldið. HAUKARNIR ERU ÚR LEIK - efllr tap gegn Ármannl I gærkvöldi I ísiandsmótlnu 12. deild Einn ieikur var háður í 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu á Laugardals- velli í gærkvöldi. Ármenningar sigruðu Hauka 2-0 og bættu stöðu sina i deildinni verulega með þessum sigri, þótt ekki sé sagt að þeir séu búnir að bjarga sér frá falli. Bæði mörkin voru gerði í fyrri hálfleik, það fyrra kom á þriðju mín og var Oddur Hermannsson þar að verki, en hann skallaði boltann í markið eftir fyr- irgjöf. Seinna markið kom á 20. mín. Stungubolti var gef- inn innfyrirvörn Hauka og þar barðist Egill Stein- þórsson við varnarmann um boltann og hafði betur og potaði boltanum í mark- ið. Armenningar voru friskari I fyrri hálfleik og mikil barátta var i liðinu enda annaöhvo-rt að duga eöa drepast, ef þeir ætla aö halda sér I deildinni. 1 seinni hálfleik komu Hauk- arnir meira inn I myndina en án þess aö skapa sér nokkur veru- lega hættuleg tækifæri, en Ar- menningar áttu af og til skyndi- sóknir og heföu meö smáheppni getaö aukið viö forystuna. Haukarnir eru endanlega búnir aö missa vonina um 1. deildarsæti og var þaö einkennandi fyrir leik liösins I gærkvöldi. Ahugaleysi einkenndi leik þeirra. Staöan i 2. deild eftir leikinn i gærkvöldi: KA.............13 10 1 2 43:11 21 Þór............13 9 2 2 28:10 20 Haukar.........14 5 4 5 24:28 14 Þróttur........13 5 4 4 17:20 14 Isafjöröur.....12 4 5 3 26:24 13 Fylkir.........12 4 2 6 20:14 12 Selfoss........13 4 4 5 20:25 12 Armann......... 13 3 5 6 21:28 11 Völsungur......12 3 3 6 12:17 9 Austri.........14 1 4 9 16:44 6 röp —. Guðstelnn tval? Samkvæmt áreiöanlegum heimildum, sem Visir hefur aflaö sér, mun það ákveöiö aö Guö- steinn Ingimarsson, körfuknatt- leiksmaöurinn snjalli, muni leika meö einhverju Reykjavíkurfélag- anna. Hvaöa Reykjavikurfélag hreppir „hnossið” er ekki vist. Þaö þarf ekki aö fara mörgum oröum um hversu snjall leikmaö- ur Guðsteinn er. Hann mun koma til með aö styrkja hvaða Reykja- vikurfélag sem er. Þær raddir hafa heyrst, að hann sé á leiðinni yfir i Val og yröi þaö aö sjálfsögöu góöur liðsauki fyrir þaö félag, hvort sem af veröur eður ei. — SK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.