Vísir - 22.08.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 22.08.1980, Blaðsíða 1
VÍSIR útvarp og sjónvarp Shelley birtist aftur á skjánum hjá okkur á laugardags kvöldiö. i viOtalinu, sem hérná birtist, segir hann frá þvl, ab ferillhans sem leikara hafi ekkialltaf veriO dans á rósum, þótt byrjunin hefbi lofaO góOu. „Ég er ekkl lengur bara sætur strákur” seglr lelkarlnn Hywel Bennell eða Shelley elns og vlð hekklum hann Leikarinn Hywel Bennett er Islendingum vel kunnur sem iöjuleysinginn Shelley, sem birtist á skjánum hjá okkur á hverju laugardags- kvöldi. Hér á eftir fer laus- lega þýtt og endursagt viötal viö hann um lif hans og feril sem leikara. Viötaliö birtist I blaöinu ,,The Sunday Ex- press” fyrir stuttu. Fyrir rúmlega 13árum lék Bennett i myndinni „The Family Way” á móti Hayley Mills. Eftir þaö fór hann til Brodway, þar sem hann gat séö nafn sitt skrifaö á stórum ljósaskiltum. Bennett segir: „Ég man, ég sagöi viö sjálfan mig, aö ég yröi aö passa mig á þvi aö láta frægöina ekki stiga mér til höfuös. Ég haföi heyrt, hvaö þaö væri erfitt aö veröa frægur og eftirsóttur og um alla samkeppnina I þessari atvinnugrein. En þegar ég var aöeins 22 ára gamall og átt eftir þrjár annir i RADA leiklistar skólanum var ég kominn á samning hjá einum besta umboösmanninum i London. Allt sem ég snerti virtist veröa aö gulli fyrir mig.” Hann haföi mikiö aö gera og um tima þurfti hann aö neita aöleika I fjölda mynda. Meöal annarra þá neitaöi hann aö leika í myndinni Cabaret á móti Lizu Minnelli. „Þaö get ég aldrei fyrirgefiö sjálfum mér aö hafa gert. Ég hélt aö þetta væri eins og hver önnur söngvamynd og þar sem ég hvorki get sungiö né dansaö þá lét ég handritiö rykfalla á skrifboröinu minu. Ég fór ekki einu sinni aö tala viö framleiöandann þó hann byöi mér i mat. Ég sá eftir aö hafa ekki tekiö tilboöinu þegar myndin fékk hvern „Oscarinn” á fætur öörum. Michaei York sem fékk hlut- verkiö varö heimsfrægur. En þaö sem mér sveiö sárast var aÖ hann þurfti hvorki aö syngja né dansa eitt einasta spor.” Bennett viöurkennir aö þaö var útlitsins vegna, sem honum gekk eins vel og raun bar vitni. Um tima var hann eftirsóttur og þurfti aö neita fleiri tilboöum. En ailt 1 einu fóru hlutirnir aö snúast i öfuga átt. Hann var ekki lengur sæti strákurinn sem framleiöendur vildu fá i myndirnar sinar. Tilboöun- um fækkaöi, launin sem höföu veriö „tiltölulega góö” voru nú næstum engin. Þaö aö hann var giftur og átti litla dóttur geröi hlutina bara efiöari. Hann segir sjálfur aö þetta sé aumasti þáttur lífs sins. Hann skildi viö konuna og leiklistarferiU hans var i rúst... Þangaö til hann fékk hlutverkiö i Shelley. Þaö meö fór lukku- hjóliö aö snúast aftur. Hann segir, „Ég er ekki lengur sá sæti strákur sem ég var (hann er nú 35 ára gamall) og nú I fyf-sta skipti er fólk aö sjá aö í raun og veru hef ég einhverja hæfileika og þaö tekur mig nú sem leikara. Eftir allt sem ég hef fengiö aö reyna, langar mig ekki lengur aö veröa stórstjarna. Mig langar bara aö gera eitt- hvaö gott.Mér þætti gaman aö fá tilboö frá „The National Theater” eöa „The Royal Shakespeare Company”. Núna er ég tilbú- inn til aö gera eitthvaö úr sjálfum mér, og svo sannar- lega skal ég reyna þaö.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.