Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 5
VÍSLR Laugardagur 23. ágúst 1980 . ' 5 Hundasúrur horffid her veldi • j Hælavlkurbjargiö rls sumstaðar 500 metra úr sjó en I forgrunni myndarinnar má sjá Hornvlkina. Ljósmynd Aubunn Eirlksson. bjargsvita margs vlsari um lifið á þessum afskekktasta stað lands- ins, en þar hefur Jóhann verið vitavörður i tuttugu ár. Þjóðverji týnist í þokunni Daginn eftir var þoka í Horn- bjargi og þvi fremur litið hægt að skoða. Héldum við þvi fljótlega i Hornvikina aftur, en þangað var þá aö koma hópur á vegum Úti- vistar. Var hann að koma Ur Skálavik og haföi farið fjallveg, enlent i þoku á leiðinni. Þjóðverji einn, sem var i hópnum, hafði rambað á undan en með þeim af- leiðingum að hann villtist. Voru þvi miklar ráöagerðir meöal ferðamannanna i Hornvikinni þetta sama kvöld hvaö gera skyldi og var m.a. rætt um aö fara aftur upp á heiðina, þar sem maðurinn týndist, og leita að hon- um, þrátt fyrir að þar væri þoka. Að ráði björgunarsveitarmanna i Isafirði var þó hætt við það og ákveðið að biöa morguns og hefja þá viðtækari leit, ef maðurinn væri ekki kominn fram. En sem leit skyldi hefjast morguninn eftir kom týndi Þjóð- verjinn i leitirnar og hafði hann þá farið stóran krók áður en hann áttaði sig á þvi hvar hann var staddur. Var hann oröinn mjög þreyttur, en að ööru leyti hafði honum ekki orðiö meint af. Þaö var svo aö kvöldi sama dags að við kvöddum Horn- strandir og héldum með Fagra- nesinu inn til tsafjaröar nokkuð fótafúnir eftir viku göngu um þetta afskekkta en heillandi svæöi, sem um margt ber af öör- um hér á landi sökum náttúru- fegurðar og gróðursældar., þótt út við ysta haf sé. H.R. Gengið til móts viö ratsjárstöðina eyðilegu á Straumnesfjalli: Hún haföi vart verið tekin I notkun fyrr en hún var orðin úrelt. Gönguleiðir á Hornströndum eru vlða hátt Ifjöllum og þarf sumstaöar aö fara yfir skafla sem aldrei virðast bráöna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.