Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 8
Laugardagur 23. ágúst 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davló Guómundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Eltart B. Schram. , Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guómunasson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson- Jónlna Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttir, Magdalena Schram, Páll AAagnússon, Slgurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaóamaóur á Akureyri: Glsli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 8óóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 slmarBóóll og 82200. Afgreiósla: Stakkholti 2-4 slmi 86011. Askriftargjald er kr. 5000 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 2S0 krónur ein- íakið. Visirer prentaður i Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14. LIFSKJARA- OG ATKVÆÐAMISRETTI tbúar þéttbýlisins vib Faxaflóa eru misretti beittir I sambandi viö vægi atkvæöa I þing- kosningum, en ibúa landsbyggöarinnar skortir jafnrétti á viö menn „fyrir sunnan” varöandi ýmsa þætti lifskjara. f þjóðfélagsumræðu hér á landi er sjaldan um það rætt, hve mikill munur er á framfærslu- kostnaði fólks eftir því, hvar það býr á landinu. Ýmiss konar óþægindi og aukakostnað fólks í fjarlægum landshlutum vegna sambandsins við Reykjavík ber sömuleiðis sjaldan á góma. Einn þeirra, sem að staðaldri skrifa um þjóðmál í Vísi, Magnús Bjarnfreðsson, f jallaði um þessi efni í grein í vikunni, nánar til- tekið um misrétti og mann- réttindaskortfólkseftir því, hvar það hef ði valið sér búsetu á land- inu. Fólk í þéttbýlinu við Faxaflóa væri misrétti beitt varðandi vægi atkvæða, og landsbyggðin hefði þar af leiðandi óeðlilega mikil áhrif á stjórn landsins. En engu að síður skorti íbúa lands- byggðarinnar stórlega jafnrétti á við þéttbýlisfólkið á mörgum sviðum. f því sambandi nefndi Magnús nokkur dæmi og sagði meðal annars: „Það er til dæmis lítið jafnrétti í orkumálum. Fólk úti á landi þarf að greiða miklu meira fyrir raforku en við hér við Faxa- f lóann. I öllum samgöngumálum virð- ist Reykjavik nafli alheimsins á fslandi. Um leið og maður er kominn upp fyrir Elliðaárnar, þarf að borga meira fyrir allar vörur, vegna f lutningskostnaðar, að ekki sé minnst á þá dæma- lausu ósvifni að skattleggja óhagræðið, þegar borga þarf söluskatttil ríkisins af flutnings- kostnaðinum. Þá er óþarft að gleyma síma- málunum. Til eru staðir á Is- landi, þar sem símasambands- laust er vikum saman, af því að símayfirvöld sinna ekki viðgerð- um og það kostar menn utan af landi margfalt meira en okkur í þéttbýlinu að eiga símtöl við opinberar stofnanir, sem flestar eru í höf uðborginni". Þetta er allt satt og rétt en hversu mjög sem menn eru af vilja gerðir, er ósennilegt, að hið óumdeilda jafnrétti í búsetu náist nokkurn tíma. Til þess er mat mannanna of misjafnt. A hinn bóginn er okkur nauðsynlegt sem þjóð að gera það sem hægt er, til þess að allir sitji við sama borð í flestum efnum. Svo að aftur sé vitnað til orða Magnúsar Bjarnfreðssonar, þá segir hann, að við eigum að út- rýma misrétti í lífskjörum um leið og við útrýmum þeim mann- réttindaskorti, sem þéttbýlisfólk búi við í kosningum. „Við skulum láta fjármagnsbaráttu smá- kónga og atvinnuvega lönd og leið", segir hann. „Okkur mun ekki veita af að snúa bökum saman á næstu ára- tugum. — Ástandið í efnahags- málum versnar fjandakornið ekki mikið frá því.sem nú er, þótt við hérna fyrir sunnan yrðum svona hálfdrættingar á við ykkur hin við kjörborðið". Hér er talað fyrir munn hinna fjölmörgu kjósenda þéttbýlis- svæðanna við Faxaflóa, sem af skiljanlegum ástæðum eiga erf itt með að sætta sig við það, að úrelt kjördæmaskipan sé þess vald- andi, að til dæmis atkvæði kjós- anda á Vestf jörðum sé margfalt þyngra á metunum í þing- kosningum en atkvæði kjósanda á Reykjanesi eða í Reykjavík. Vísir hefur lagt áherslu á það, að þetta misrétti yrði leiðrétt og nú eygja menn vonir um þadeftir að skýrsla stjórnarskrárnefndar kom fram. Aftur á móti er hugsanlegt, að núverandi órétt- lætishlutfölI milli einstakra kjör- dæma á Alþingi verði til þess að breytingarnar nái ekki fram að ganga. Í ÉNN GÝS H ÉKLÁ I Viö hjóuin látum fara vel um okkur úti á svölunum á sumar- húsinu okkar sunnudaginn 17. ágúst. Viö augum blasir Hekla, há og tíguleg. Oll fjöllin I kring- um hana lúta henni, hún er drottningin þeirra. Ég er niöur- sokkin i afþreyingarrit en hann er aö horfa 1 kringum sig. Allt I einu hrópar hann upp: „Sjáöu, Hekla er aö gjósa! ” „Þaö getur ekki veriö, hún er nýbúin aö gjósa”, segi ég og vil ekki hætta aö lesa. „Sjáöu manneskja, sjáöu”. Og ég varö aö trúa. Viö litum á klukkurnar, 13.20. Gos- mökkurinn steig hátt upp i loft- iö. Drunurnar I gosinu heyrast i kyrröinni. Viö höfum góöan sjónauka og myndavélar, og tima til aö fylgjast meö. Fljótlega segir útvarpiö tiö- indin og þegar líöa tekur á dag- inn fer aö fjölga i kotínu, allir vilja sá gos. Undanfarna daga höfum viö séö einn og einn bil á Landveg- inum. Nú eru bilar I langri röö helgarpistiU Aöalheiöur Bjarnfreös- dóttir skrifar og þegar dimmir sjáum viö ó- slitna ljósaröö fram og til baka. Flugvélar sveima um loftiö, viö heyrum ekki í þeim þvi Hekla drynur hærra. Hún lætur sér fáttum finnast um alla tæknlna, hún gýs þegar henni sýnist eins mikiö og henni sýnist. Hún er drottningin sem engan spyr aö neinu. Nú sjáum viö eldana vel, þaö er eins og fjalliö logi. Veöriö er svo kyrrt aö þaö blaktir ekki hár á höföi. Þaö kemur engin aska á diskinn sem viö látum út. Viö hugsum um féö á fjalli, litlulömbin sem aöeins hafa lif- aö eitt sólfagurt sumar. Þau voru fyrir stundu aö kroppa ilm- andi gras en nú reka þau litlu snoppuna í svartan óþverrrann og skjannahvitur feldurinn veröur grár af ösku. Mömmum- ar eru skelfdar lika. Féö leitar til byggöa, þaö hópast aö girö- ingunni en kemst ekki lengra. Allt þetta skynjum viö hjónin i okkar gamla sveitamanns- hjarta. Vegurinn er lokaöur viö Galtalæk, enda vitiö meira, þvi fólk leggur af staö I gosferöalög ótrúlega illa búiö og reynir aö komastsvonálægtsem þaö get- ur. Fólkiö sem býr viö fjalliö veröur áreiöanlega fyrir miklu ónæöi, þaö kostar sitt aö búa i grennd viö Heklu. Um nóttina stend ég lengi viö gluggann. Útsýniö er ægifagurt, þaö töfrar mann tíl aö horfa. Þetta er eins og risastór arin- eldur sem enginn ræöur yfir nema máttarvöldin sjálf. A mánudag er skýjaö og drunur heyrast varla. Vegurinn er opn- aöur inn á fjalliö. Um kvöldiö léttirtil ogviösjáum eldinn sem sýnist miklu minni. En nú lifnar yfir veginum og loftinu. Flug- vélarnar fljúga margar i einu yfir gosstöövarnar og bilarnir halda áfram á fjalliö. Fjalls- hliöin logar af ljósum eins og lit- iö þorp. Bara aö enginn veröi of gá- laussegjum viö hvortviöannaö. Viö munum aö viö fórum sjálf nokkuö nærri þegar gosiö var i Skjólkvium ’70. Nú sitjum viö bara og horfum aö heiman. Viö gleöjumst þegar viö heyrum, aö féö er aö koma af fjalli. Þó flest lömbln lifi aöeins eitt sumar er notalegt aö vita þau aftur á grænu grasi. Viö samfögnum I huganum vinum okkar f byggöinni sem fengu óvenju gott heyskapar- sumar. Eldgos boöar alltaf erfiöleika fyrir einhverja. Viö vitum, aö hér býr duglegt og æörulaust fólk. Vonandi veröur þaö fyrir sem minnstu tjóni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.