Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Laugardagur 23. ágúst 1980 ») h H T J 'j k V»*. ' » ♦ « i • • Umbrot náttúruafla og óáran af manna völdum Jarðeldar eins og þeir, sem komu upp á hátindi og í hlíðum Heklu um síð- ustu helgi, hafa á sér annað yfirbragð í augum flestra nútímamanna en fyrri kynslóða þessa lands, — að minnsta kosti á meðan þeir valda ekki því meiri skaða. Þeir eru stórbrotið sjónarspil, sem f jölmiðlar keppast við að skýra frá í máli og mynd- um. Fólk flykkist að gos- stöðvunum og hefur kom- ið á daginn, að þær ferðir hafa sumar verið farnar af meira kappi en forsjá. I I I 1 B I I I I En þeir, sem búa viö rætur fjallsins, og á þeim slóöum, þar sem hættuástand getur skapast vegna öskufalls lita slfk ógnar- umbrot reginkrafta jaröarinnar öörum augum. Stór hluti beiti- lands þeirra er þegar oröinn aö svartri auön og afleiöingar flúoreitrunar i kvikfénaöi eru aö koma i ljós. Þótt Hekla hafi hljótt um sig þá stund, sem þetta er skrifaö, er hætt viö aö hún hafi enn ekki sagt sitt sfðasta i þessu sex- tánda gosi sinu frá þvi aö land byggöist og enginn mannlegur máttur. megnar aö hemja hana ef hún vill ræskja sig. Afleiðingar gossins I Heimaey minna menn stööugt á þaö gifurlega tjón, sem getur oröiö i náttúruhamförum af þessu tagi, en þar var þó á hinn bóginn sýnt fram á, að hægt væri aö breyta hraunrennsli meö kælitækni, og koma I veg fyrir eyöileggingu lifæöar Vestmannaeyja, hafn- arinnar. Eldsumbrot höföu oft hér á árum áöur i för meö sér veru- lega búseturöskun og áttu jafn- vel þátt i þvi aö menn ákváöu aö flýja land. Þótt ekki liggi fyrir neinar al- Imennar skoöanakannanir um þaö hvers vegna Islendingar Istreymdu svo mjög til Vestur- heims á áttunda áratug siöustu Íaldar bendir margt til, aö gifur- leg eldsumbrot i Dyngjufjöllum Iog á Mývatnsöræfum áriö 1875 og afleiðingar þeirra hafi vegiö þungt varðandi endanlega á- kvöröun margra. Tugir býla á noröan- og austanveröu landinu lögðust þá I eyöi og stór- skemmdir uröu á jöröum, sem þó var búiö á áfram. Landflótti og þjóðlifsóáran Astæöan fyrir þvi, aö þetta er rifjaö upp hér i tengslum viö Heklugosiö er ekki sú, aö likur séu á aö hraunrennsli eöa ösku- fall af þess völdum veröi til þess aö bændur og búaliö flytjist af landi brott, — heldur hitt, aö landflótti hefur veriö staöreynd siöustu árin og eykst stööugt, þótt góöæri sé til lands og sjáv- ar. Þúsundir manna hafa flutt héöan og list ekkert á aö koma aftur I bráö. Þar er náttúruöflunum ekki um aö kenna heldur er meginá- stæöa landflóttans sú óáran, sem hér hefur veriö i þjóölifinu. Hún er af mannavöldum og heimatilbúin aö mestu leyti. Hér er um aö ræöa þaö efna- hagsöngþveiti, sem rikt hefur á tslandi undanfarin ár, stööuga óðaveröbólgu, skeröingu lifs- kjara og siaukna skattheimtu. Ofstjórn er oröin á ýmsum sviöum, sem snerta almenning og atvinnuvegirnir berjast i bökkum meöal annars vegna þess, aö stjórnvöld eru enda- laust aö hringla meö málefni þeirra, setja reglur og höft af ýmsu tagi. Ófrelsiö heldur á- fram án þess aö útlit sé fyrir breytingu, til dæmis varöand? verölagshöftin, þótt langt sé siö- an nágrannaþjóöir okkar hentu þvi úrélta kerfi. Allt of lltiö er gert til þess aö skapa atvinnutækifæri i nýjum greinum og auka fjölbreytni framleiösluiönaöar og renna styrkari stoöum undir atvinnu- lifiö i landinu, sem afkoma somandi kynslóöa byggist á. Að setja nefnd i vandann Þótt erfitt sé aö finna algildan mælikvaröa á lifskjör ekki sist i samanburöi þjóöa, bendir flest til þess aö þau séu hér lakari en almennt gerist hjá frændum okkar á Norðurlöndum og þeim Evrópuþjóöum öörum, sem þokkalega eru staddar efna- hagslega. Ekki hefur hagur okkar i þessum samanburöi vænkast siöustu misseri þvi þrátt fyrir stööugar krónutöluhækkanir launa hefur eilif hringverkun þeirra og verölagsins i verö- bólguvitleysunni leitt til þess, aö kaupmáttur launanna minnkar stööugt. Núverandi rikisstjórn viröist ekki færari en aðrar um aö tak- ritstjórnar pistill ólafur Ragnarsson rit- stjóri skrifar. ast á viö þennan vanda. Hún hefur nú fundiö sér skálkaskjól, sem er efnahagsmálanefnd, er hún setti á laggirnar. Nefndin hefur skilaö umfangsmiklum tillögum um lausn á vandanum. Slikt er engin nýlunda hér á landi. Megingallinn hefur aftur á móti veriö sá, aö þeir, sem hafa ráöiö feröinni á hverjum tima hafa ekki getaö komiö sér sam- an um, eöa þorað aö ráöast I al- hliöa aögeröir. 1 staö þess hafa verið stundaðar smáskammta- lækningar. Ráöamenn hafa krukkaö i einn þátt vandans en ekki tekiö hann fyrir I heild. Mixtúra við allra hæfi Þessu má likja viö þaö aö hópur sérfræöinga væri aö búa til lyf til þess aö lækna alvarleg- an sjúkdóm. Slik samllking er heldur ekkert fjarri lagi þvi aö verðbólgan hefur einhvern tima veriö kölluö krabbameiniö i þjóöarlikamanum. Sérfræöingarnir koma meö formúlur sinar og eftir þeim er efnunum i meöaliö blandaö i einn pott. Auövitaö fara efnin mismunandi vel saman, en aö þvi kemur þó aö mixtúran fer aö veröa fullbúin. En þá er kvaddur á vettvang fulltrúi frá verkalýöshreyfing- unni, sem vill fá aö hafa áhrif á þaö, hvernig meöaliö er búiö til. Hann fær aö smakka á þvi og honum finnst þaö vont. Rjúka nú menn upp til handa og fóta og breyta formúlunni, þannig aö bragöiö, sem fulltrúi verkalýös- ins kunni ekki aö meta, hverfi. Aöur en varir er fulltrúi bændastéttarinnar kominn á staðinn og heimtar lika aö fá aö smakka. Undan þeim þrýstingi er látiö. Honum finnst nýja bragðiö vont og þaö er ákveöiö aö blanda meöaliö upp á nýtt og sleppt þvi efni, sem verst fór I bragölauka bóndans.. Þegar þaö spyrst út, aö i hvita húsinu viö Lækjartorg sé veriö aö búa til verðbólgumeðal, streyma aðrir fulltrúar þrýsti- hópanna aö til þess aö fá aö reka puttann ofan i pottinn og segja álit sitt á mixtúrunni, BSRB, BHM, VMSl, VSÍ, FIB, FFSl, Llú, SSI, BIL, LIV, ASI, BSI, CSI... eöa hvaö þeir nú heita allir saman á skammstöfunar- máli. Loks eru allir búnir aö segja álit sitt og hafa sitt fram. Þá er tilkynnt meö pompi og pragt, aö nú veröi meinsemdin læknuö. Mixtúran sé til. Bólgan í þjóðar- likamanum vex Og svo er lyfinu sprautaö i þjóöarlikamann. Menn biöa átekta, dagar liöa, vikur, mán- uðir og ár, en bólgan minnkar ekkert. Hvers vegna verkar ekki mixtúran? spyrja menn. Einhver skynsöm rödd hefur svariö á takteinum: Þaö var bú- iö aö taka úr meöalinu allt þaö, sem einhver áhrif gat haft til þess aö lækna meinsemdina. Þaö sem allir þrýstihóparnir gátu sætt sig viö aö væri i formúlunni var i rauninni algert glundur, sem haföi ekki lengur i sér neinn lækningamátt, heldur fór þvert á móti illa i þjóöarlik- amann. Ef eitthvaö er þá eykst bólgan fremur en hitt og verður brátt búin aö afskræma þjóöar- likamann stórlega. Nú hefur enn einu sinni veriö búin til formúla, sem á aö duga. Hún kemur frá nýrri efnahags- nefnd. Svo er aö skilja á þeim, sem i nefndinni hafa setiö, aö þeir hafi gert viötækar heildar- tillögur, og ef þær veröi samþykktar og framkvæmdar i heild hafi þær veruleg hjöönun- aráhrif á veröbólguna. En það eru litlar vonir til þess aö svo veröi. Þaö má engan styggja. Eitthvert atriöi gæti komiö illa viö ákveöinn hóp I þjóöfélaginu og stjórn, sem ætl- ar aö reyna aö halda vinsæld- um, má ekki viö þvi aö neinn veröi fúll. Þaö veröur þvi eflaust farin sama leiöin og fyrr, tint út úr til- lögunum sitt af hverju, sem hin- ir ýmsu hópar og flokkar eiga erfitt meö aö kyngja, og þjóöin i heild svo látin gleypa hræri- grautinn sem þá verður eftir. Og veröbólgan eykst. Verður framtíðin björt? Þjóöin hefur hvaö eftir annaö gert sér vonir um aö þeir menn, sem hún hefur kosiö sér til for- ystu, leiddu hana út úr ógöngun- um og sköpuöu henni bjartari og betri tiö. En þessar vonir hafa brugöist hvaö eftir annaö. Þaö er sama hvaöa fyrirheit þeir gefa fólki stjórnmálamennirnir, þau veröa ekki aö veruleika. Þetta vonleysi þreytir fólk og vantrúin á aö nokkuö breytist á næstu árum og viö getum I raun stjórnaö málum okkar sjálfir, . hefur eflaust haft mikil áhrif i þá átt aö fólk leitar til annarra landa. Landsmenn geta sætt sig viö aö höfuðskepnurnar láti til sin taka ööru hverju og náttúru- hamfarir geti gert hér usla. Viö sliku má alltaf búast, en þaö, hversu björt framtiðin veröur hér á landi, veltur á þvi hve mikla ábyrgö, djörfung og dug kjörnir forystumenn þjóöarinn- ar sýna á næstunni I viöureign- inni viö veröbólguna, þessa meinsemd, sem veldur beint og óbeint skaöa á flestum sviöum þjóölifsins. ólafur Ragnarsson. m m fm m, ati

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.