Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 12
vísnt Laugardagur 23. ágúst 1980 helgarpopp Saxon og Iron Maiden Tvær unoar oq hunoar! Þungarokkinu eða ,,hard- rokkinu" hefur svo sann- arlega aftur vaxið fiskur um hrygg og þungarokks- hljómsveitir njóta nú meiri vinsælda bæði i Bandaríkj- unum og Bretlandi en þekkst hefur um langt ára- bil. i Bandaríkjunum hafa hljómsveitir eins og Van Halen, Chepa Trick og Journey setið hátt á vin- sældalistum með breið- skífur sínar og í Bretlandi hafa Rainbow, Rush, AC / DC. Whitesnake, Judas Priest UFOog Black Sabb- ath verið afar vinsælar síð- ustu mánuði. Og svo hljómsveitirnar tvær, sem hér verða til umfjöllunar, en þær eru Saxon og Iron Maiden, hvort tveggja ungar og þungar. Iron Maiden Saxon: ,,Vildum vera háværastir” „Viö myndum gjarnan vilja vera háværasta hljómsveitin f veröldinni, þó ég imyndi mér aö herra Nugent hafi nokkur orö um þessa yfirlýsingu aö segja! 1 alvöru talaö, þá viljum viö vera háværasta og skýrasta hljóm- sveitin og geta notaö bestu hljóm- flutningstæki heimsins. Krakk- arnir vilja mikinn styrk, eöa eins og Ted Nugent segir réttilega: ,,Ef styrkurinn er of mikill, ert þú of gamall”, Þessi eru orö söngvara bresku hljómsveitarinnar Saxon sem gegnir nafninu Bif og þykir fynd- inn náungi. I hljómsveitinni eru fimm ungir Bretar Ur Yorkshire- héraöi og þeir hafa á undanföm- um vikum fariö um Bretland þvert og endilangt i kjölfar mik- illa vinsælda plötu þeirra,— „Wheels Of Steel” en bæöi stóra platanog samnefnd 2ja laga plata fengu afburöamóttökur hjá breskum þungarokksaödáendum. Hljómsveitin fór i aöra yfirgrips- mikla hljómleikaför fyrr i sumar og þaö er því nóg aö gera á þeim rokkbænum. „Viö hötum frí- daga”, segir Bif nýlega í viötali viö Melody Maker, „og viö höfum sagt umboösmanninum okkar, aö hann fái pokann sinn ef einhver frldagur kemur á daginn”. Nafn hljómsveitarinnar er ungt, en sjálf hljómsveitin hefur veriö starfandi um tveggja ára skeiö. Þaö var ekki fyrr en hljóm- plötusamningur var undirritaöur aö Saxon nafniö var ákveöiö. Aöur haföi hljómsveitin kallaö sig „Son Of A Bitch” sem á islensku hefur einatt veriö þýtt sem „Tik- arsonur” og er skondiö nafn. En Bif og félagar töldu erfiöleikum bundiö aö þýöa nafniö á önnur tungumál svo þaö var lagt til hliö- ar. Blm. Melody Maker varö tlö- rætt um hávaöa hljómsveitarinn- ar. Þeir hlógu aö honum, sögöu m.a. aöhann heföiþá átt aö heyra I þeim fyrr á tfmum og nefndu til sögunnar lagiö „Freeway” sem þeir töldu aö gæti mölbrotiö hvaöa myndavélalinsu sem væri! Fyrsta plata Saxon kom út fy rri hluta árs 1979 og setti ekki heiminn á aidann. Þaö var ekki fyrr en sl. haust er hljómsveitin fygldi Motorhead um Bretland á hljómleikaferö, aö hjólin fóru aö snúast þeim i' hag. Og platan þeirra sl. vor hefur slegiö i gegn, — en skyldu strákarnir I Saxon nokkurn tlma hafa áhyggjur af eyrum aðdáendanna? Bif svarar: „Hafa þeir ein- hvern tima áhyggjur af okkar eyrum?” Iron Maiden: ,,A sama aldri og aðdáendur’ „Astæöan fyrir velgengni okkar er sú, aö viö byggjum á réttum grunni, viö erum á sama aldri og aödáendur okkar, viö erum úr verkamannastétt eins og þeir og þeir geta treyst okkur”. Þaö er Steve Harris I Iron Maiden sem hefur oröiö. Þaö mættiorða þaö svo aö Saxon heföi haft nokkurt forskot á Iron Maiden, en þessi hljómsveit hefur a.m.k. jafnaö metin núna. Liös- menn hennar eru frá austurhluta Lundúnarborgar og plata þeirra, sem aöeins var skírö I höfuö hljómsveitarinnar, fór rakleitt I fjóröa sæti breska breiöskifu- listans og þaö er ekki amaleg byrjun. Alveg eins og hjá Saxon hefur Iron Maiden náð þetta langt með þrotlausri vinnu. Hljómsveitin hefur farið hverja hljómleika- feröina á fætur annarri og unnið tónlistarunnendur á sitt band hverja á fætur öðrum. Iron Maiden er ung hljómsveit, ef núverandi liösskipan ein er höfö til viömiöunar, þvi manna- breytingar uröu um slöustu ára- mót. Steve Harris segir hljóm- sveitina í raun hafa starfaö um tveggja ára skeiö og hluti hennar hafi unniö saman i fjögur ár. Á hinn bóginn átti Iron Maiden viö sama vandamál og margar aörar óþekktar hljómsveitir að þær fengu aöeins aö koma fram I sinu bæjarhverfi. „Þess vegna”, segir Steve , „ákváöum viö aö gera prufuupptökur af lögum okkar.” Þaö var siöla árs 1978 sem sú framkvæmd hófst. Plötusnúöi voru fengin segulböndin og I kjölfarið fylgdi aukinn eftirspurn eftir hljómsveitinni. Þá voru þessi lög, fjögur talsins, einnig gefin út á plötu I takmörkuöu upplagi, sem er uppuriö hjá útgefanda. Full- trúar EMI útgáfunnar heyröu seinna i þessum þungarokks- mönnum og skrifaö var undir samning. Umboösmaöur Judas Priest heyröi einnig I þeim á hljómleikum og bauö Iron Maiden aö koma I hljómleikaför meö sinni hljómsveit. Þaö endaöi þó allt meö ósköpum því söngvari Iron Maiden haföi I brlaríi látiö þau orö falla aö þeir myndu „blása Priest út af sviöinu” — og þar meö fór samstarfiö út um þúfur og engin afsökunarbeiöni tekin til greina. „Þaö er á margan hátt áhyggjuefni hjá okkur aö hafa náö svona langt meö fyrstu plötuna,” segir Steve Harris, „þvl næsta plata veröur þá að vera enn betri.” Peter Gabriel— Peter Gabriel Charisma CDS 4019 Genesis hafa alla tíö veriö ein af þeim hljómsveitum breskum sem ég hef haft hvaö minnstdálæti á, en þaö breytir þvi þó ekki aö fyrrum söng- vari þeirra og ein aöalvíta- mlnsprautan, Peter Gabriel, hefuroft sent frá sér bærilega tónlist. Hér er Peter Gabriel mættur meö sina þriöju sóló- plötu og aö flestra áliti þá bestu á slnum ferli. Undir þá skoðun tek ég. Svuntuþeysar og önnur hljómborö eru I hávegum höfö hjá Gabriel eins og vænta mátti, tónlistin er þvl fremur kaldranaleg, en oft bregöur fyrir ljómandi köflum og sláandi hugmyndum. Ég nefni sérstaklega lögin hans, „Games Without Frontiers” og „No Self Control” sem grlpandi en þau hafa bæöi notiö mikilla vinsælda. A hin þarf aö hlusta betur á, en því meir sem hlustaö er á þessa plötu, þvl betri veröur hún. Og þaö er einmitt slíkar plötur sem ekki ryka I plötjsafninu. 8.0 4.0 Chris De Burgh — Eastern Wind A & M AMLH 64815 Chris De Burgh er ekki kunnuglegt nafn I tónlistar- heiminum, en þó mun hann hafa verið nokkuö iöinn viö kolann sent frá sér allmargar plötur á undanförnum árum, sem flestar munu hafa hafnaö á útsölum hér heima. Hvort hann á sllkt skiliö skal ég ekki um segja, en altént skortir hann mikiö á aö geta kallast meö betri tónlistarmönnum okkar tlma. Chris De Burgh er Breti og tónlist hans er mjög einföld og áferöarfalleg, en ristir ekki djúpt og orömargir textar hans eru ekki aö sama skapi djúpvitrir. Rödd hans er sérstök, nokkuð skerandi og nokkuö langt þvl frá aö vera aölaöandi aö mínu áliti. Raunar er þaö eitt lag þessarar plötu hans sem ég fyllilega sætti mig viö, — og þó er þaö nú ekki af perlukyni, — en þaö er lagiö „The Traveller” sem er býsna gott lag. En Chris De Burg er ekki maöur aö minu skapi. —Gsd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.