Vísir - 26.08.1980, Side 9
VÍSIR
Þriöjudagur 26. ágúst 1980
I fróðlegri blaöagrein á dög-
unum greindi Jóhanna
Kristjónsdóttir, blaðamaður,
einn af máttarstólpum þjóð-
félagsins, frá þeim sköttum sem
henni er ætlað að bera f ár. Ef
ég man rétt, fékk hún 36 þúsund
kronur útborgaðar um siðustu
mánaðamót, eftir að haldið
hafði verið eftir af launum
hennar til greiðslu á sköttum.
Og þá mánuði sem eftir eru árs-
ins, verða teknar af launum
hennar um 400 þúsund krónur á
mánuði.
Jóhanna er ein af þeim.sem er
svo heppin, eða ættum viö
frekar að segja óheppin, að
vinnuveitandi hennar heldur
eftir af launum hennar fyrir
sköttum. Og hún er lika svo lán-
söm, að laun hennar duga rétt
fyrir sköttum. Hefði eftirvinna
hennar Jóhönnu verið lltið eitt
minni f júlimánuði, hefði hún vel
getað lent I þvi sama og fjöl-
margir aðrir, hvort sem þeir
vinna hjá öðrum eða starfa
sjálfstætt, að geta ekki alltaf
greitt skattana sfna á réttum
tfma.
Dráttarvaxtatölur.
Og þá er ég kominn að þvi
sem ég vildi vekja athygli á með
þessum linum, en það eru
ákvæði skattalaga um dráttar-
vaxtatökuaf skattskuldum. Þau
eru að dómi undirritaðs algjör
óhæfa og alþingismönnum til *
vansæmdar. Ákvæði hér að lút-
andi er bæöi að finna i lögum nr.
40/1978 um tekjuskatt og
eignarskatt og f lögum nr.
8/1972 um tekjustofna sveitar-
félaga (útsvar). 1 báðum
þessum lögum segir, að van-
greiðsla skatta að hluta, valdi
þvi að skattar gjaldandans falli
I eindaga 15 dögum eftir gjald-
dagann, þó ekki fyrr en 15.
næsta mánuð eftir að álagningu
er lokið. Sé skattur ekki
greiddur innan mánaðar frá
gjalddaga, skal greiða dráttar-
vexti af þvf sem ógreitt er, talið
frá og með gjalddaga.
Hvað merkir þetta i raun og
veru? Tökum dæmi af Jóhönnu
Kristjónsdóttur. Skv. upplýs-
ingum hennar sjálfrar, bar
henni að greiða i opinber gjöld
kr. 661.000 þann 1. ágúst og
siðan 400.000 þann l. september,
1. október, 1. nóvember og 1.
desember. Setjum nú sem svo,
að launin hennar Jóhönnu fyrir
júlimánuð hefðu ekki dugað
alveg fyrir sköttum, þau hefðu
t.d. numið kr. 600.000 og að
sjálfsögðu öll verið látin ganga
upp i opinber gjöld. Þótt aðeins
hefði vantað 61 þúsund krónur
upp á að hún stæði i skilum með
ágústgreiðsluna, hefðu skv.
fyrrgreindum lögum, allar
eftirstöðvar skattanna, eða kr.
1.600.000 gjaldfallið þann 15.
ágúst. (Þessa dagana eru að
birtast f dagblöðum
lögtaksúrskurðir vegna slikra
gjaldfellinga).
Er þetta verjandi?
Væri Jóhanna ekki búin að
greiða þessa fjárhæð alla þann
15. september n.k. yrðu reikn-
aðir og innheimtir dráttarvextir
af þeim hluta allrar f járhæðar-
innar, sem ógreiddur væri á
hverjum tlma, allt frá 15. ágúst
og þar til öll skuldin heföi verið
greidd. Og dráttarvextir af
61.000 krónum, sem ógreiddar
voru af ágústgreiðslunni reikn-
ast frá 1. ágúst.væri sú upphæð
ekki greidd fyrir 1. september.
Jafnvel þótt haldið væri eftir af
ágústlaunum Jóhönnu, bæði
fyrir eftirstöðvum ágústgreiðsl-
unnar og þvi sem greiða ber 1.
september (61 þús. og 410
þús.kr.), þannig að Jóhanna
væri þann 1. september i raun
búin að gera skil á því, sem
henni bar þá að vera búin að
greiöa, skv. álagningunni I júli,
breytir þaö ekki þvi, að áfram
myndu reiknast dráttarvextir af
kr. 1.200.000 þar tilsú skuldhefði
verið greidd niður og sfðan
jafnan af þvi, sem eftir stæði
ógreitt af þeirri fjárhæð.
Dráttarvextir fyrir hvern
byrjaðan mánuð eru nú 4.75%
eða kr. 57 þúsund á mánuði af
kr. 1.200.000. Ef við gefum okkur
aö Jóhönnu hefði vantað 61 þús
und upp á að greiða ágúst-
greiösluna fyrir 15. ágúst, en
myndi sfðan greiða hana plús
HARDNESKJULEG
DRAfTARVAXTATAKA
SKATTYFIRVALDA
septembergreiðsluna af launum
sinum f ágúst og svo 400 þús. i
október, nóvember og desem-
ber, þ.e. eins og gert var ráð
fyrir skv. álagningarseðli,
'neöonmals
Baldur Guðlaugssori/
héraðsdómslögmaður,
bendir á i þessari f róðlegu
grein hvernig löggjafinn
níðist á skattgreiðand-
anum og kallar það vald-
níðslu af verstu gerð.
myndu dráttarvaxtareglur þær.
sem nú hefur verið lýst, engu að
siður gera þaö aö verkum aö
hún þyrfti fram til næstu ára-
móta aö greiða aukalega hvorki
meira né minna en kr. 171 þús-
und I dráttarvexti. Mánaðar-
dráttur á greiðslu skatta að
fjárhæð kr. 61 þúsud myndi sem
sé valda þvi, að Jóhanna Krist-
jónsdóttir eða hver, sem lfkt
væri ástatt um, þyrfti að greiða
171 þúsund krónur i dráttarvexti
fram til næstu áramóta. Er
þetta verjandi?
Tómlæti löggjafans.
A sviði fjármunaréttarins er
stundum um það að ræöa, að
skuld sem greiða ber með
afborgunum á lengri tima, telst
öll I gjalddaga fallin, ef ein
greiðsla lendir f vanskilum.
Þetta gildir t.d. iðulega um
skuldabréf. Hins vegar er nær
undantekningarlaust, að
skuldareigendur samþykki að
falla frá gjaldfellingu allrar
skuldarinnar, ef skuldari greið-
ir þann hluta hennar, sem einn
væri gjaldfallinn, ef staöið hefði
verið f skilum, ásamt áföllnum
dráttarvöxtum.
En löggjafinn islenzki sér ekki
ástæöu til aö skattgreiðendum
séu gefin nein grið. Lendi þeir i
minnstu vanskilum, eftir að
álagningu er lokið, eru allir
álagðir en ógreiddir skattar
gjaldfelldir og þá verður ekki
aftur snúið. Menn verða þá að
greiða háa dráttarvexti af öllum
eftirstöðvum, þótt þeir taki sig á
og greiði þær greiðslur, sem þeir
áttu skv. álagningu að vera
búnir að greiða.
Þessi óbilgirni lagasetningar-
valdsins er þeim mun furðulegri
þegar haft er I huga, aö I
byrjun þessa árs urðu nokkrar
umræður á Alþingi um dráttar-
vaxtatöku hins opinbera af
skattskuldum. t kjölfar þeirrar
umræðna var gerð breyting á
frumvarpi til laga um
greiöslu opinberra gjalda fyrri
hluta ársins 1980, sem einmitt
fói I sér aö dráttarvextir af
gjaldföllnum en ógreiddum
fyrirframgreiðslum til rikis-
sjóðs á þessu ári,reiknuðust ein-
vöröungu af þvf, sem gjaldfallið
var en ekki af öllum ógreiddum
álögðum eftirstöðvum. Þetta
var þýðingarmikil, þörf og
sanngjörn réttarbót fyrir skatt-
greiðendur. En viti menn. Að-
eins vikum eftir samþykkt
þessa frumvarps, afgreiddi Al-
þingi breytingar, bæði á lögum
um tekjuskatt og eignarskatt og
lögum um tekjuskatt og eignar-
skatt og lögum um útsvar, sem
innihéldu gagnstæð ákvæði,
þ.e.a.s. okurvaxtastefnu þá,
sem lýst hefur verið hér að
framan.
Valdníðsla.
Þvi miður virðist stundumsvo
sem þingmenn gæti þess lítt, aö
samræmi sé i ákvöröunum
sinum frá einum tima til ann-
ars, eða hugleiöi nægjanlega
inntak og afleiðingar þess sem
þeir samþykkja. Það er ekki
flókið mál, eða margbrotið að
gera breytingar á skattalögum
sem leiddu til þess að greiða
bæri dráttarvexti af þeim opin-
beru gjöldum sem á hverjum
tima væru gjaldfallin en
ógreidd. Slik viðurlög eru eðli-
leg og sjálfsögð. En núverandi
tilhögun, þ.e. gjaldfelling allra
álagöra skatta og taka dráttar-
vaxta af allri upphæöinni við
minnstu vanskil, er valdniðsla
af verstu gerð, er ekkert á skylt
við deilur um skattprósentur
og skattstiga. Það er almennt
réttlætismál, að á þessu verði
gerðar breytingar þegar á
næsta þingi.