Vísir - 27.08.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 27.08.1980, Blaðsíða 9
VÍSLR Miðvikudagur 27. ágúst 1980 Gunnar G. Schram á fundi i þriðju nefnd Hafréttarráðstefnunnar I Genf. Gunnar G. Schram skrifar af Hafréttarráðsiefnunni: Enn dellt um skiut- ingu landgrunnslns Genf 24. ágúst. Þrátt fyrir vonir manna um að víðtækt samkomulag næðist á þessum fundi Hafréttar- ráðstefnunnar er nú á þessum síðustu dögum hennar orðið Ijóst að djúpstæður ágreiningur er enn á ýmsum sviðum. Hér verður ekki gengið frá neinum heildartexta að þessu sinni um haf- réttarmálin. Það verður að bíða næsta fundar, sem þegar hefur verið ákveðið að halda í New York í febrúar og mars á næsta ári. Von manna er sú, að þar takist að ná því samkomulagi, sem ekki tókst hér i Genf að þessu sinni. Þá yrði unnt að fá hinn nýja hafréttarsátt- mála samþykktan siðar á því ári. Hvort þetta er raunhæf von er annað mál. Um það er enn of snemmt að spá. Eins og hér hefur verið vikið að gengur hægt að ná saman endum i hafréttarmálunum. En það er i sjálfu sér engin furða, þegar i huga er haft að hér er verið að semja ný lög fyrir svæði sem nær yfir 70% af yfir- borði jarðar. Þar við bætist að á þessu svæði er að finna auðlind- ir, sem eru gifurlega verðmæt- ar, málmar, olia og fiskur, og þvi ekki auðvelt að ná sam- komulagi um skiptingu arðs þessara auðlinda. Þau sex ár sem Hafréttarráðstefnan hefur starfað að þessum málum er þvi ekki ýkja langur timi þegar á málið er litið i þessu ljósi. Staðan í dag Undir lok þessa fundar hér i Genf má segja að samkomulag sé þegar fengiö um ca. 90% þess heildartexta sem hér hefur verið til umræðu og á fyrri fund- um. Það er uppkastið að hinum nýja Hafréttarsáttmála, sem er i 300 greinum og telur bæöi til hafsins og hafsbotnsins og allra þeirra auðlinda sem þar er að finna. Eitt þeirra mörgu atriða sem samkomulag hefur fyrir all- löngu náðst um er 200 milna efnahagslögsagan og við þvi at- riði verður ekki hróflað við lokaendurskoðunina. Um hvað er enn deilt? Þessa siðustu daga hefur það komið glöggt i ljós hvaða atriði þaö eru sem helst er um deilt og hafa komið i veg fyrir að hér i 'Genf næðist heildar samkomu- lag. Hér skulu nokkur þau helstu þeirra nefnd, og þá einnig þau atriði sem máli skipta fyrir hagsmuni okkar Islendinga hér á ráðstefnunni. 1) Skipting landgrunnsins Enn hefur ekki orðið sam- komulag um það hvernig eigi að skipta landgrunninum milli rikja. Tveir 20 manna vinnu- hóparhafa setið daglega á fund- um en hópar þessir hafa önd- verðar skoðanir á málinu. Ann- ar, undir forystu ÍVA, vill skipta landgrunninu eftir samgengnis- sjónarmiðum og staðháttum en nota ekki miðlinukerfið. Hinn hópurinn, undir forystu Spánar, vill hinsvegar setja miölinu- regluna i öndvegi. Miklir hagsmunir eru hér i veði fyrir fjölmörg riki og óhætt er að fullyrða að þetta mál er eitt hiö erfiðasta þeirra- sem hér hafa veriö til umræðu og sátta- umleitana. Fyrir okkur Is- lendinga hefur það einnig mikla þýðingu, þar sem hér er um að ræða mörk landgrunns og hafs- botnslögsögu okkar gagnvart öðrum þjóðum, m.a. á Rock- allsvæðinu. 2) Vernd úthafsfiski- stofna Annað deiluefni er tillaga sem tsland flytur ásamt 12 öðrum ríkjum, m.a. Argentinu, Astra- liu og Kanada. Hún fjallar um fiskistofna (flökkustofna) sem ganga úr efnahagslögsögunni á úthafið. Ríki skulu gera þá samninga sin á milli sem nauðsynlegir eru til verndar slikum fiskistofnum. En takist ekki samkomulag gerir tillagan ráð fyrir þvi að rikið geti snúiö sér til hafréttardómstóls og ber honum þá að mæla fyrir um nauðsynlegar verndar- ráðstafanir og veiðitakmarkan- ir á hlutaöeigandi úthafssvæði. Þetta er nýmæli sem ekki er I hafréttaruppkástinu eins og þaö nú liggur fyrir. Hefur tillagan sætt mikilli andstöðu þeirra rikja sem enga eða litla efna- hagslögsögu hafa, t.d. rikja Austur-Evrópu. Telja þau að meö tillögunni sé skert þaö fisk- veiðifrelsi sem nú rikir og eigi að rikja á úthafinu. Er þvi óvist hver verða örlög tillögunnar en atkvæði verða ekki greidd um hana á þessum fundi. Alþjóða hafsbotnsstofn- unin Þá er það enn deiluefni hvernig skipa skuli ráð Alþjóða hafsbotnsstofnunarinnar. Sú stofnun verður mjög valdamikil og fer með yfirstjórn og eftirlit með allri vinnslu á hinu alþjóö- lega hafsbotnssvæöi. Þá er einnig deilt um hver endanleg völd þessarar stofnunar eigi aö vera, i smáatriðum. Af hálfu Norðurlanda hefur Sviþjóð mik- inn hug á þvi að fá sæti i ráðinu, en ekki er séð fyrir hvort þaö muni takast. Bíða næsta fundar Nú er séð fyrir að ofangreidd ágreiningsmál, og ýmis önnur svo sem aðild Efnahagsbanda- lagsins og PLO að samningnum, verða að biöa næsta fundar i New York. Fyrir þann fund verður lagt texta uppkastið svo sem það hefur verið endurskoðaö og breytt á þessum fundi hér i Genf. Ef mál ganga fram, svo sem menn nú vona, næst þar heildar- samkomulag og er ekki óliklegt aö þá verði í fyrsta sinn greidd atkvæði um ágreiningsmál, en það hefur verið forðast til þessa. Hlutur Islendinga vel tryggður Hér á fundinum i Genf hefur enn verið undirstrikað, að þau mál sem við tslendingar teljum hvað mikilvægust i nýjum haf- réttarsáttmála, eru komin i heila höfn. Þar ber hæst ákvæðin um 200 milna efna- hagslögsögu og siöan þá grein sem óbreytt stendur, sem mælir svo fyrir að riki sem tsland, Færeyjar og Grænland þurfi ekki að deila fiskistofnunum innan efnahagslögsögunnar með öðrum rikjum, þótt þeir séu ekki fullnýttir. Enn er að visu óljóst hvaða ákvæði verða sett um vernd fiskistofnanna á úthafinu og skiptingu landgrunnsins milli rikja, er ekki ástæða til að ætla aö ekki náist þar sæmilegt sam- komulag. Pétur Pétursson Duíur um BSRB-samninganna: MUNUM MÆTA OG MÓTMÆLA „Við sem erum á móti þessum samningum munum gera kröfu til þess, að BSRB greiði ferðakostn- að okkar á þá fundi sem haldnir verða til kynningar á samnings- drögunum”, sagði Pétur Péturs- son þulur, í samtali við Visi i morgun. „Eins kemur til greina að viö höldum okkar eigin fundi”. Þeir samningar sem nú er boöið upp á eru miklu mun lakari en sátta- tillagan sem opinberir starfs- menn felldu árið 1977. Laun skv. lOiflokki samkvæmt samningnum nú nema kr. 424.733 en samkvæmt sáttatillögunni hefðu þau numið kr. 466.313. Utankjörstaðakosning er hafin en allsherjaratkvæöagreiöslan hefst þann 4. sept. Dreifingu erlendra kartaflna lokið Grænmetisverslun land- búnaðarins sendir frá sér tilkynn- ingu vegna blaðaskrifa þess efnis aö niðurgreiöslur sem rikis- stjórninákvað frá og meö 5. ágúst siðastliðnum, komu bæði á inn- lendar og erlendar kartöflur voru auknar til að lækka framfærslu- kostnað 1 landinu frá þvi, sem annars hefði orðið. Verð á sumar- uppskeru kartaflna mun aldrei hafa verið tekiö inn i visitölu- reikning I ágústbyrjun, enda hefur verölagning sumarupp- skeru yfirleitt verið frjáls meðan aörar kartöflur hafa verið á markaði. Augljóslega gera stjórnvöld ráð fyrir að aðrar kartöflur en ný sumaruppskera sé fyrir hendi fyrri hluta ágústmánaðar. Þar sem erlendar kartöflur voru á þrotum i ágústbyrjun, var óhjá- kvæmilegt að flytja inn nokkurt viöbótarmagn. Að lokum er tekiö fram, að dreifingu erlendra kartaflna sé nú lokið og ekki veröi um meiri innflutning á þeim vettvangi að ræða, nema skortur kómi til af innlendri framleiðslu. KÞ VéihjóiaKeppní eo: Reykjavík næsta laugardag Mikil þátttaka var i Vélhjóla- keppni ’80, sem háð var á Akra- nesi á sunnudaginn. Einn vél- hjólaknapinn kom reyndar alla leið frá Hafnarfirði til þess aö spreyta sig i keppninni og náöi ágætum árangri. Skagamenn eru hins vegar miklir og góðir öku- menn svo ekki hlaut hann efsta sætið. Ásgeir Asgeirsson hreppti 1. sætiö, en hann ók á Yamaha MR 50 og hlaut 101 r.stig. Nr. 2 varö Helgi Hauksson einnig á Yamaha, 131 r.stig, og 3. varö Pétur Lárusson á Suzuki TS 50, 133 r.stig. Hafnfirðingurinn lenti svo I fjórða sæti á stærsta hjóli sem keppt hefur til þessa. Það var Kawasaki 1000. Næsta vélhjólakeppni veröur næst komandi laugardag i Reykjavlk. Keppnisstaöur er viö Laugarnesskólann kl. 14.00. Vitað er að fjöldi knárra knapa er í Reykjavik og ekki að efa að hart verður barist I þessari skemmtilegu og hættulausu keppni. A sunnudaginn verður siðan keppt i Vestmannaeyjum. —AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.