Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 1
 íslenskir sentiitíerrar erlendis: LAUN OG STAÐARUPPBOT 24 MILLJÓNIR Á ÁRI Hver sendiherra Islands er- lendis fær greiddar um 24 mill- jónir króna á ári samanlagt i laun og staðaruppbót. I þessari tölu er ekki innifalin risna og annar kostnaður sjálfs sendi- Tábsins en þann kostnað greiöir islenska rikiö. Þorsteinn Ingólfsson, deildar- stjóri hjá utanríkisráðuneytinu, sagöi i samtali viö Visi i gær, að staöaruppbótin væri skattfrjáls, en grunnlaunin, sem eru um einn þriðji af upphæðinni, væru skattsyld nú orðið. Þorsteinn tók fram, að af þessum greiðslum þyrfti sendiherra aö greiða þvi starfsfólki sem hann kysi að halda I sendiherrabú- staðnum og oftast væru sendi- herrar með einn starfsmann og stundum tvo. Ef dæmi eru tekin þá fá sendi- herrar I Osló, Washington og New York rúmar 15 milljónir i staðaruppbót og tæpar niu mill- jónir I grunnlaun á ári. A dýrari svæðum eins og til dæmis I Paris er staðaruppbótin um 20 milljónir. en grunnlaunin eru ávallt þau sömu. I Genf er staðaruppbótin um 24 milljónir. Þorsteinn Ingólfsson sagði, að eðlilegt þætti að miða launakjör islenskra starfsmanna erlendis við það,sem tiðkaöist á hverjum stað en ekki laun hér heima. enda væru löndin misdýr. Launin eru ákveðin 1. janúar ár hvert og haldast óbreytt út árið og fá sendiráðsstarfsmenn ekki launahækkanir við visitölu- hækkanir hér en hins vegar eru laun þeirra gengistryggö. —ÓM Kjeld Olesen viö komuna til Hótel Sögu I morgun, f fylgd Islenskra embættismanna. Kjeid Olesen: Til Þing- valla og skreppur á hestbak Danski utanrikisráðherrann Kjeld Olesen kom i morgun á- samt fylgdarliði til tslands i boði Ólafs Jóhannessonar utanrikis- ráðherra. Ráðherrann mun dvelja hér i tvo daga. Nú rétt fyrir hádegi fór Olesen til Þingvalla, og þaðan fer hann i heimsókn í hestamiðstöðina Ðal i Mosfellssveti, þá mun hann sækja forsætisráðherra heim og i kvöld snæðir hann á Hótel Sögu i boði rikisst jór narinnar. A morgun mun hann ræða við Ólaf Júhannesson, sfðan snæðir hann hádegisverð i danska sendi- ráðinu, þá verður blaðamanna- fundur á Hótel Sögu. Eftir hann mun hann eiga viöræður við for- seta tslands og að þvi loknu halda Kjeld Olesen óg fylgdarlið heim á ný. —KÞ Alls 335 starfsmönnum send uppsagnarbréf: Endurráðið efftir starfsaldurslista - segir varaformaður Flugfreyiufélagsins „Við reiknum með þvi að farið verði eftir starfsaldri við endur- ráðningu og við teljum það lang- eðlilegast", sagði Gréta önundardóttir, varaformaður Flugfreyjufelagsins i morgun. „Starfsaldurslistarnir hjá okk- ur voru sameinaðir um siðustu áramót. Það var að visu gert vegna þess að ætlunin var að fjölga flugfreyjum, en siðan var listinn hafður til hliðsjónar við uppsagnir. Okkur finnst furðulegt, að for- ráðamenn Flugleiða segjast ekki geta tilkynnt fyrr en fyrsta nóv- ember, hverjir verði endurráðnir. Þannig verður uppsagnarfrestur- inn raunverulega ekki nema einn" mánuöur", sagði Gréta. Flug- freyjur halda fund um málið i kvöld. „Við vinnum nú af krafti að þvi að afla verkefna fyrir flugflotann, til þess að hægt verði aö endur- ráða sem flesta", sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, i samtali við Visi i morgun. „Við fáum tæpast svör við öll- um fyrirspurnum okkar fyrr en seinni partinn i október, þannig að við getum ekki sagt til um það, hversu margir verða endurráðnir fyrr en 1. nóvember. Þessar ráðstafanir, þótt ó- skemmtilegar séu, eru gerðar til að koma fyrirtækinu á f járhags- lega traustan grundvöll", sagði Sveinn. Þrjú hundruð þrjátiu og fimm starfsmenn Flugleiða fengu upp- sagnarbréf i gær, þar af allir flugmenn félagsins, 108 að tölu, allir flugvélstjórarnir, 37,og allar flugfreyjurnar, sem eru 130. Von- ast forráðamenn Flugleiða til, aö endurráðningar starfsmanna úr þessum hópum fari fram fyrir 1. nóvember. Auk flugliðsins hefur 60 öðrum starfsmönnum verið sagt upp, þeirra á meðal flugvirkjum, flug- umsjónarmönnum, skrifstofu- og afgreiðslufólki, hlaðmönn um og fleirum. —ATA Arekstur varð á horninu á Miklubraut og Kringlumýrarbraut um þrjii leytið i gærdag. Þar rákust saman ný Toyota fólksbifreið og gamall Benz, með þeim afleiðingum, að Toyotan valt. Engin slys urðu á mönnum, en báðir bilarnir skemmdust töluvert. .________________________________________—SV.G./Mynd: BG Ætla sér að ala upp porsk og sfld Norðmenn horfa til fiskeldis sem framtiðarlausnar fiskiðnaðar ins, sem geldur nu þverrandi fisk- stofna vegna fyrri ofveiði. Eru þeir byrjaðir tilraunir með að ala þorsk, ýsu og síld i fiskeldisstöðv- um. Er það góður árangur af eldi sjóbirtings og lax, sem hvetur þá til að færa út svið fiskeldis. Framleiðsla Norömanna á laxi og sjóbirtingi kemst i sjö þúsund smálestir á þessu ári, og vonast þeir til þess.að árið 1985 muni út- flutningsverðmæti þessarar framleiðslu slaga hátt upp i heildarverðmæti annarra fiskaf- urða. Sjá nánar i bls 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.