Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 3
vtsm Fimmtudagur 28. ágúst 1980 3 Fjöldi áhorfenda vará Akranesium helgina og þátttaka var þar mjög góð. Nú styttist óðum I það að sigurvegarar frá hverjum stað keppi um meistaratitilinn. 19. júli sl. var afhjúpaður minn- isvaröi um Hermóö Guðmunds- son i Arnesi. Er varðinn i landi Árness, gengt Hafralækjarskóla. Það er Landeigendafélag Laxár og Mývatns, sem reisir Hermóði minnisvarðann, en hann var „sverð og skjöldur” félagsins um árabil. Eftirfarandi texti er letraður á minnisvaröann: Hermóður Guö- mundsson, bóndi Arnesi. F. 3. mai 1915 — D. 8. mars 1977. Forystumaður i islenskri bændastétt. Sverö og skjöldur Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns. Þaö félag reisti honum þennan minnisvarða áriö 1980 fyrir unnin afrek við verndun Laxár og Mývatnssvæðisins 1966- 77. Sú barátta skapaði timamót i náttúruvernd á tslandi”. Sigurjón ólafsson geröi minnis- varðann, en steinninn var unninn i steiniðju Sigurðar Helgasonar i Kópavogi. G.S./Akureyri. „Frystihúsin hérna fara aftur i gang núna um mánaðamótin, en það er ekki af góðu gert þvi ekki hefur mikiö verið gert til að bæta rekstrargrundvöll þeirra”, sagði Stefán Runólfsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar i Vest- mannaeyjum, i samtali við blaða- mann Visis i gær. Frystihúsin i Eyjum lokuðu um siöustu mánaðamót vegna rekstrarerfiðleika og öllu starfs- fólkinu var sagt upp. „Það er aðallega tvennt sem pinir okkur af stað núna þó að við höfum fengð litla leiðréttingu á okkar málum. 1 fyrsta lagi eru sildveiðarnar að byrja og i öðru lagi hafa togararnir verið i vand- ræðum með að fá löndunardaga erlendis. Það biða til dæmis tveir þeirra vð bryggju hérna núna vegna þess að þeir geta ekki landað úti fyrr en i næstu viku”, sagði Stefán. -P.M. Relstu HermóOl mlnnisvarDa Lokakeppnln að nálgast: AÐEINS EYJAR EFTIR Vöruskiptajöfnuður á að vera viðsklptajöfnuður í frétt blaðsins i gær var sagt, aö Þjóðhagsstofnun spáði 40 milljarða halla á vöruskiptajöfn- uði”, það er vöruskiptajöfnuði og þjónustujöfnuði samtals. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar, Úr þjóðarbúskapnum frá 8. júli siðastliðnum kemur fram, að spáð er 14 milljarða halla á vöru- skiptajöfnuöi og 26 milljarða halla á þjónustujöfnuði eða samtals 40 milljarða halla á viðskiptajöfnuði við útlönd i ár. 1 fjárfestingar- og lánsfjáráætlun I mai var gert ráð fyrir 16 mill- jarða króna halla á viðskiptajöfn- uði og hefur sú áætlun því nú breyst I 40 milljarða halla. Minnisvarðinn um Hermóð I Arnesi er hinn smekklegasti. Nú er aðeins rúmur hálfur mánuður i lokakeppnina i öku- leikni 80. Þá munu sigurvegarar á hverjum stað leiða saman far- skjóta sina við Laugarnesskólann og munu 2 efstu menn úr þeirri keppni fara utan til Þýskalands þar sem þeir munu keppa i nor- rænni ökuleikni. í fyrra urðu ís- lendingar efstir Norðurlanda og númer 2 i alþjóðlegu keppninni. Enn á eftir aö keppa i Vest- mannaeyjum 31. ágúst en nú á sunnudaginn var keppt á Akra- nesi. 11 keppendur voru þar mættir til leiks, auk fjölda áhorf- enda sem studdu sina menn með ráðum og dáð. Gefandi verðlauna var verslunin Óðinn. Fyrsta sæti hlaut Guðsteinn Oddsson, á Camaro, 150 r.stig. 2. Sigurbjörn Sveinsson, Daihatzu Charade, 156 r.stig, 3. Ólafur Óskarsson, Ford Fiesta, 168 r.stig. Nú hafa alls 206 bilar tekið þátt i keppninni en þá eru Eyjamenn eftir, sem örugglega eiga eftir að bæta vel við þessa tölu. —AS Frystihúsin í Eyjum i gang um mánaDamólin sumaryl... Hvernig væri aö siappa af... og halda við hörundslitnum og velliðan eftir gott sumarfrí ‘"‘■r heima eð? á sólarströnd? fyrir timann ft þina henti- karlatimar — kvenntímar Þægi/egt viðmót Sturtur Grohe-vatnsnudd Setustofa — kaffi Þægiiegir só/bekkir Opið 9-22 mánudaga til föstudaga

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.