Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 28.08.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 28. ágúst 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davift Gufimundsson. ÚMjtrir: Olafur Ragnarsson og Eltert B. Schram.-. JRitstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmunasson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup/ Frlða Astvfildsdóttlr, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdðttir, Kristln t>orstelnsdóttir, Magdalena Schram, Pfill Magnússon, Slgurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaðamafiur fi Akureyri: Glsll Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjfinsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi 1 Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexanderssön. Uflit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 8óóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innaniands og verð I lausasölu 250 krónur ein- íakið. Visirer prentaður I Blafiaprenti h.f. Slðumúla 14. SIGUR SJÁLFSTÆÐRA FJðLMIÐLA Þannig var upphaf skrifa Visis I október 1978 um meint misferli I Frihöfninni, eftir að blaöamenn höföu kynnt sér itarlega málefni Frlhafnarinnar og aflaö margvfslegra upplýsinga, þrátt fyrir lokaöar dyr kerfisins. Vísir skýrði frá því í gær, að verslunarstjóra Fríhafnarinnar á Kef lavíkurflugvelli hefði verið formlega birt ákæra sú, sem ríkissaksóknari hefur gefið út vegna Fríhafnarmálsins svo- nefnda. Saksóknari hafði nýlega lokið athugun sinni á niðurstöð- um rannsóknar málsins, sem hófst að tilhlutan utanríkisráð- herra í nóvember 1978. Þetta mál er dæmi um það, hvers sjálfstæðir f jölmiðlar eru megnugir í nútimaþjóðfélagi, því að tilefni hinnar opinberu rann- sóknar var á sínum tíma fréttir og greinar blaðamanna Vísis um meint misferli i Fríhöfninni. Upplýsinga blaðsins var aflað frá fjölmörgum ónefndum aðil- um, en þegar leitað var til þeirra opinberu aðila, sem Fríhöfnin og starfsemi hennar heyrir undir, kom Vísir nær undantekningar- laust að lokuðum dyrum. Þannig var til dæmis, þegar blaðið leitaði upplýsinga hjá Ríkisendurskoðun sem eftirlit hefur með rekstri Fríhafnarinn- ar og sömuleiðis varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins, sem Fríhöfnin heyrir undir. Þegar minnt var á upplýsinga- skyldu stjórnvalda í þessu sam- bandi voru öll gögn, skýrslur og bréfaskipti sögð trúnaðarmál. Tæp tvö ár eru nú liðin f rá því að Vísir fór að birta ítarlegar fréttir af könnun, sem blaðið gerði á málefnum Fríhafnarinn- ar á Keflavíkurflugvelli. Áður hafði verið fjallað um rekstur þessa ríkisfyrirtækis og vöru- rýrnun, sem talin var óeðlilega mikil. Fréttir Vísis haustið 1978 renndu stoðum undir þann grun, að vörurýrnun í Fríhöf ninni hefði verið talsvert meiri en Ijóst hafði verið af reikningum fyrir- tækisins, þótt ríkisendurskoðun hefði þótt nóg um þær tölur. Ástæðan væri sú, að starfsmenn hefðu lagt sérstakt aukagjald of- an á það verð, sem skráð hefði verið í verðlistum yfir vodka- f löskur. Siðar birti blaðið upplýs- ingar um, að verð á vissum teg- undum af sælgæti hefði á tíma- bili einnig verið hærra en leyfi- legt var. Fríhafnarstjóri sagði í viðtali við Vísi að þessar upplýsingar blaðsins væru „tóm della", svo notuð séu hans orð og aðrir starfsmenn Fríhafnarinnar voru stórorðir i garð blaðsins vegna umf jöllunar þess um þessi mál. En nú hefur sannleikurinn ver- ið dreginn fram í dagsljósið með rannsókn lögreglustjóraembætt- isins á Keflavíkurflugvelli og skrif Vísis verið staðfest. ( ákæruskjali ríkissaksóknara, á hendur verslunarstjóra Fríhafn- arinnar, — en hann er ákærður einn starfsmanna fyrirtækisins — er því haldið fram, að starfs- fólk hafi selt áfengi og sælgæti á hærra verði en verðskrá sagði til um og að óeðlileg vörurýrnun hafi meðal annars verið falin með því að leggja aukagjald á vodka. Framvinda Fríhafnarmálsins verður Vísi hvatning til að leggja aukna áherslu á aðhald við opin- berar stofnanir og aðra aðila í þjóðfélaginu og jafnframt stað- festing á því, að með áhuga og elju er hægt að stunda hérlendis sjálfstæða rannsóknarblaða- mennsku þótt ýmsir afturhalds- samir kerfiskarlar leggi sig fram um að loka kerfinu fyrir blaðamönnum. „OLI TYNDUR” Sú saga er sögö af fugli þeim er stærstur mun vera á jörö- inni , aö þegar hætta nálgist, stingi hann höföi sinu i sandinn i von um það aö óvinirnir sjái hann ekki fremur en hann þá. Sama siö hafa ung börn gjarna á i leikjum sinum. „Óli týndur” segir ungur drengur um leiö og hann gripur höndum fyrir augu sér og sér ekki þá sem I kringum hann eru. | Heldur þykja okkur þetta kát- M legar aöfarir og brosum aö ein- | feldni fugls og barns. Hinu ■ tökum viö siöur eftir, þegar viö I öll sem þjóö stöndum meö höfuö ■ niðri I sandi og rassinn upp i vindinn og liöur svo ljómandi vel, að viö viljum fyrir engan ■ mun breyta þessum þægilegu ■ stellingum. IVitleysan áfram veltur. Um þessar mundir sækir alls kyns ófögnuöur aö okkur tslend- ingum. Veröbólga æðir áfram meö þeim ógnar hraöa aö allt verömætamat brenglast og viö höfum ekki viö aö melta sifellt hærri tölur. Annar hinna fornu atvinnuvega þjóöarinnar, land- búnaöurinn, er allsendis ósam- keppnisfær viö framleiðslu ann- arra þjóöa. Viö höfum orðið aö ■ gripa til mikils samdráttar i ■ framleiöslu landbúnaöarafuröa, ■ þvi viö stórtöpum á hverju kjöt- ■ kilói og fitueiningu, sem viö flytjum til annarra landa, þótt ■ stór hluti heimsbyggöarinnar svelti. Fiskafuröir okkar verða torseldari meö hverjum mánuö- inum sem liður,vegna þess hve hátt verö viö þurfum aö fá fyrir þær, svo viö þurfum ekki að taka höfuöiö upp úr sandinum | og hætta I veröbólguleiknum. Næsta skrefiö verður væntan- lega að greiöa útflutningsupp- bætur á fiskinn, svo unnt verði aö halda leiknum áfram, pen- inganna veröur aflaö meö auk- inni skattheimtu og þeir sem yfir henni kvarta fá svo litla félagsmálapakka til aö sefa sorgirnar. Þaö þýöir að visu aöeins meiri skattheimtu til við- bótar og fleiri pakka til þess að vega upp á móti henni og nei neöanmáls Magnús Bjarnfreðsson, segir að hér á landi sé landlægt meðal stjórn- málamanna, að þeir þori ekki að horfast í augu við staðreyndir og líkir hann þessu háttalagi við hegð- un strútsins, sem stingi hausnum í sandinn, þegar hætta steðji að. „ Enginn virðist þora að segja upphátt það, sem hvíslað er í hverju horni, nefnilega að framundan er stórfelld lífskjara- skerðing i heild, hvernig sem henni verður skipt á þjóöfélagsþegnana." annars, þiö kunnið þennan leik öll, þvi þiö takið öll þátt i honum alla daga frá morgni til kvölds. Þessi leikur hefur þann mikla kostaö viö þurfum ekki aö taka hausinn úr volgum sandinum heldur getum látið okkur dreyma um aö óvinurinn sé viös fjarri og viö séum alvöru þjóö. Forvitnilegt síðari tíma sagnfræðingum. Þegar viö lesum mannkyns- sögu rekumst viö ööru hverju á frásagnir af þjóöfélögum, sem svo sérstæö eru talin, aö þeirra er getiö á spjöldum sögunnar. Oftast er þaö annaö hvort fyrir hernaöarafrek eöa þá aö ein- hver framvinda þekkingar eöa stjórnvisku hefur átt þar upptök sin. Stöku sinnum er þjóöfélaga þó getiö vegna fáránleikans eins, og kemur þá fyrir aö menn leggja hlæjandi frá sér bókina og segjs sem svo: „Hvernig i lif- andis ósköpunum gátu mennir- nir verið svona andskoti vit- lausir!”. Ég er persónulega ekki i nokkrum vafa um aö þessi veröur dómur fólks um nútima þjóöfélag okkar á næstu öld, þegar þaö les eöa heyrir um snilld okkar i efnahagsmálum. Liklega öölumst viö þá loksins þá heimsfrægö sem okkur hefur alltaf langaö til aö ná, verst aö þá aö viö skulum þá komin undir græna torfu þegar upp- hefö okkar loks kemur aö utan. Torskilið venjulegu fólki. A næstu öld, þegar mannleg þekking' og vitsmunir veröa talin mestu auöæfi hverrar þjóöar, mun margt veröa mönnum torskiliö úr sögu okkar á áttunda áratugnum. Menn munu til dæmis eiga mjög erfitt meö aö átta sig á þvi aö á sama tima og fiskstofnar okkar eru i hættu vegna ofveiöi og mark- aöir okkar i hættu vegna of mikils framleiöslukostnaöar, skulu meginúrræði okkar vera aö fjölga fiskiskipum svo viö veiðum meiri fisk meö einn meiri tilkostnaöi. Mönnum mun einnig finnast þaö enn furöu- legra aö eftir þvi sem viöskipta- kjör okkar viö aörar þjóðir versna getum viö skammtaö okkur betri laun og lifaö flottar. Mönnum mun finnast mjög ein- kennilegt að þeir sem mestu tapa á verðbólgunni skuli veilja halda dauöahaldi i eina megin- ástæðuna fyrir henni, svo braskarar og alls kyns séra- jónar geti áfram fleytt rjómann ofan af i þjóöfélaginu. Mönnum mun finnast ákaflega skritiö að lesa þaöaö allir landsmenn hafi i oröi kveönu verið sammála um aö kveöa niöur veröbólgudraug- inn — en enginn viröist hafa viljað gera þaö. Mönnum mun finnast þetta litla grinþjóöfélag, sem stakk höföinu i sandinn eins og strúturinn, þess vert aö geta þess I mannkynssögu jafnt sem skeismtibókmenntum. Enginn vill breyta. Þetta vitum við öll aö er rétt og sönn lýsing á islensku þjóö- félagi annó 1980. Samt viljum viö ekki taka hausinn upp úr ylvolgum og notalegum sand- inum. Þaö er aldrei aö vita nema óvinurinn hlaupi framhjá. Þó vottar fyrir þvi að einstöku stjórnmálamenn sjái aö ekki megi lengur viö svo búiö standa. Meö afskaplega varfærnu orða- vali er mönnum gert ljóst að þeir þurfi aö líta upp, jafnvel þótt hretiö sé ónotalegra en ylurinn i sandinum. Enginn virðist þora aö segja upphátt það sem hvislað er i hverju horni, nefni- lega aö framundan er stórfelld lifskjaraskeröing i heild, hvernig sem henni verður nú skipt á þjóöfélagsþegnana. Viö erum þegar búin aö gera svo mörg axarsköftin og asnastrikin aö viö komumst ekkki hjá henni. Ef svo óliklega vildi til aö viö brygðumst rétt við þessum staöreyndum og tækjum upp á þvi aö byggja atvinnuvegi okkar skynsamlega upp og leita aö nýjum framleiöslutækifærum gætum viö dregiö úr áfallinu. ' En ég skal játa það aö mér dettur ekki i hug að viö bregö- umst þannig viö. Viö erum nú ekki afkomendur vikinga sem sigldu út á Atlantshafiö á mann- drápsfleytum frekar en borga skatta fyrir ekki neitt! Miklu liklegra er aö viö látum okkur vel lika fullyröingar þeirra, sem aldrei vilja ræöa um efnahags- mál i samhengi en veifa patent- lausnum á smámálum i hvert sinn sem syrtir aö. Ef viö skyldum svo veröa fyrir þvi aö óvinurinn sparkaöi svo fast i rassinn á okkur aö hausinn hrykki upp úr sandinum þá eigum við þó alltaf þann leik eftir að taka höndum fyrir augun og segja með þekktustu patentlausna-blööru okkar: „Úli týndur!”. Landbúnaöurinn erósamkeppnisfær viö framleiösiu annarra þjóöa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.