Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 1
WJfMIM HEIMILISBLAÐ pi| -J/ cL^Lf^^mmmmmm Ww Föstudagur 29. ágúst 1980 \ Örrrt J? FAAR ÞJOÐIR LEGGJA EINS MIKH) UPP ÚR HEIMILINU OG VIÐ! Melra borið í hús og húsbúnað á islandl en víðast annars staðar Fáar þjóðir leggja eins mikio upp úr heimilinu og útliti þess og viö tslendingar. Þessi um- gjörö fjölskyldunnar þjónar lika mikilvægara hlutverki hjá okk- ur en i flestum öoruin löndum, þar eö veburfar okkar býbur okkur aö vera innan dyra fleiri daga ársins en viöast tiðkast annars staoar. Sú stabreynd, ao i okkar hús og húsmuni er meira borið, þýbir að mikla vinnu og yfirvinnu þarf að leggja af mörkum, svo þvf takmarki sé náð sem vibunandi heimilisum- gjörð útheimtir. Ekki verbur þvi neitað ab öll sú aubsöfnun, sem fólgin er i uppbyggingu íslensks heimilis samkvæmt okkar eigin nútíma kröfuin, kemur niour á öbrum þáttum fjölskyldulifsins a.m.k. á meban uppbyggingar- starfið fer fram. Foreldrarnir vinna gjarna bæbi hörðum höndum og börnin vaxa á stofn- unum á meðan. Þó barna- heimilin og dagheimilin séu með ágætum hér á landi og hjálpi ungviði okkar til þrpska, þá er þab oft sem vib foreldrar söknum þess, ab geta ekki eytt fleiristundum meðbörnumokkar. Meb þetta allt f huga hlýtur okkur ab finnast þab aldeilis frábært, þegar vel skipulagbar sýningar fara fram i Laugar- dalshöllinni, þar sem ungir og gamlir geta fario hönd i hönd sér til upplýsingar og dægra- styttingar. Heimilib '80 er ein- mitt svona sýning, þar sem fjöl- skyldan getur sett lit á hvers- dagsleikann og upplifab gagn og gaman. Svona sýning hefur lfka áhrif á fleiri en kjarnafjölskyldurnar, þar eð þarna geta verslunar- og iðnaðarmenn komið vörum sfn- um á framfæri með þeim hætti, að sýningargestir geta fengið á þeim að þreifa og spurt þá spjörunum úr. Sá stórhugur sem einkennir einstaklinga þjóbfélagsins og þar með heimilisuppbygginguna kemur lika fram hjá atvinnurekendum á svona sýningum. Það er ekki minnimáttarkennd né svart- sýni, sem svona stór og viða- mikil sýningendurspeglar. Þess vegna hlýtur Heimilið '80 að vera hvetjandi og hollur minnis- varði um okkar eigin getu. Þetta framtak teygir lfka anga sina og áhrif i margar fleiri áttir og nægir þar að nefna þetta aukablab Visis, sem lesandinn hefur í höndunum. Þessu blabi er ætlab ab koma á framfæri upplýsingum og fræbslu uni þá framleibslu, sem er á bobstólum hjá fyrirtækjum landsins i dag. Reynt hefur verib ab kynna fyrirtæki og framleibslu bæði innan sýningarinnar og utan hennar. Þó ekki sé hægt að gera öllum hlutum tæmandi skil i svona aukablaði, þá er það von aðstandenda, að það sé Heimiiissýningunni og neytend- um þessa lands til aukinnar heimilishlýju. Ekki er ætlunin að lýsa sýningunni i þessum stutta pistli, en okkur þótti ástæða til þess ab skreyta forsibuna meb mynd frá tivoli-deildinni á úti- svæbi Laugardalshallarinnar, þar sem ungir og gamlir hafa skemmt sér konunglega undan- farna viku. Viljum við hvetja fólk til að nota sér þessi ágætu leiktæki á næstu dögum, þvi gangi sá rekstur sýningarinnar vel má ætla að framtaksamir menn fari að huga að þvf f al- vöru að koma upp nýju tivoli á tslandi, sem svo lengi hefur vantað. H.P. Texti: Hrafn Pálsson Myndir: Gunnar V. Andrésson. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.