Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 6
Föstudagur 29. águst 1980 ÍTÖLSK , hönnun ISLEHSKT hondbragð Velkomin syningor- deild okkor nr. 75 í hliðorsol ó Heknilið Húsgagnaverslun, Siðumú/a 23 Simi 84200 Varla líður sá dagur á nokkru heimili hér á landi/ að ekki þurfi til matargerðar eða bakst- urs einhverja vörutegund frá Smjörlíki h/f. Ljóm- inn var Ijómandi góður löngu áður en Ríótrióið söng um hann og Tropi- cana var orðinn þjóðar- drykkur áður en fólk vissi af. Hver stjórnar svona fyrirtæki? Hvers vegna er það með á flestum vörusýningum? Jú/ forstjórinn hefur látið mikið að sér kveða, síðan hann komstá legg. I mörg ár hefur iðnaðurinn ekki verið ræddur hér á landi nema nafn Davíðs Schevings Thorsteinsson- ar flyti með í leiðinni. Okkur lék forvitni á að vita, hvaða nýjasta nýtt væri á ferðinni hjá fyrir- tækinu á Heimilissýning- unni að þessu sinni, svo við gengum á fund IDavíðs, sem tók okkur Ijúflega að vanda. Hver er yfirstandandi sýning i rööinni af þeim sem fyrirtækiö hefur tekiö þátt í? Viö tókum þátt i tslensku vik- unni 1934 og höfum veriö meö i flestum sýningum siöan, enda teljum viö okkur hafa hag af aö kynna vörur okkar á þann hátt. Hvernig má þaö vera? IÞaö viröist vera svo fábreyti- leg dægrastyttingin hér á landi, aö hvers konar sýningar eru af- ar vel sóttar og þaö svo, að sam- bærilega aösókn er hvergi aö finna úti i heimi. Fjölskyldan geturfariö saman á sýningar og notiö hlutanna sameiginlega. Attu viö, aö þetta bæti fjöl- skyldutengslin? Já, tvimælalaust. Þetta er ekki ósvipað sameiginlegum innkaupum á föstudögum, sem er lika alislenskt fyrirbæri. A hvaöa vörur leggiö þiö áherslu á þessari sýningu? L Viö höfum alltaf notaö slikar sýningar til þess aö kynna eitt- hvaö nýtt. Þaö gerum viö einnig núna. Þaö hefur gefiö góöa raun, enda höfum viö sem mat- vælaframleiöendur boöiö sýn- ingargestum aö reyna nýja framleiðslu viö slik tækifæri, svo og selt vöruna á kynningar- veröi á meðan varan hefur verið aö koma á markaöinn. Hvaö er svo nýtt I þetta sinn? Við erum meö nokkrar nýjungar, Fyrst má telja, aö Tropicana-umbúöirnar verða nú meö álhimnu aö innan, þann- ig aö þær eru mun sterkari en áöur, svo og eykst geymsluþol þessara drykkjarfanga veru- lega, þannig aö drykkirnir verða ferskir lengur. Siöan munum viö halda áfram kynningu okkar á ALPA-smjör- liki, sem nú fer i nýjar umbúöir. Meö þeim breytist samsetning innihaldsins þannig, aö auövelt veröur aö smyrja meö þvi beint úr kæliskápnum. Þetta veröur ódýr og þægileg gæöavara, sem á mikla framtíö fyrir sér. t kaupbæti veröa svo mismun- andi uppskriftir á botninum á hverri dós. Attir þú þá hugmynd? (Daviö hlær dátt) Hún er héö- an, og þeim sem framleiöir umbúöirnar haföi aldrei dottið þetta i hug sjálfum, samt hefur hann framleitt umbúöir I millj- óna tali. Hvað fleira? Nú ætlum viö aö bjóöa upp á fleiri ollur. Hingaö til höfum viö aðeins framleitt sólblómaoliu og sojabaunaoliu, en nú bætast viö jaröhnetuolia, kornolia og olfvu- olia. Þetta ætti ab vera vel þeg- iö, þar eö notkun á matarolium fer vaxandi og frá okkur kemur varan ferskari. Aö lokum munum viö kynna nýjan svaladrykk til blöndunar, sem við nefnum TOPP-drykk- inn. Hann er þetta skrýtna fyrirbrigði, sem tslendingar kalla ,,jucie”og erekki „jucie”, þ.e. litað sykurvatn meö kjörn- um. Er þá allt upp talið? Þetta eru þær nýjungar, sem viö munum kynna aö þessu sinni, en auövitaö er ýmislegt, sem viö höfum i pokahorninu, en ekki er timabært aö ræöa núna. Húsgagnaland sýnir glæsileg stálhúsgögn I litrtku úrvali.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.