Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 29.08.1980, Blaðsíða 15
ÍÆJ9MJn Föstudagur 29. ágúst 1980 I iiúsi Jóns Loitssonar má kaupa allt mðgulegt - Enn einni deild hefur verið bætt við hjá hinu ört vaxandi fyrirtæki ♦ Vestast í Vesturbæn- um stendur hin reisu- lega verslunarhöll Jóns Loftssonar, aðeins steinsnar frá þeim stað, þar sem litla hús- ið hans Péturs H. Salómonssonar norpaði áður í fjörunni. öskuhaugarnir okkar i Reykjavik voru lika þarna i nálægðinni og margt eigulegra muna oft að finna innan um ruslið- Það kostaði þó vinnu og þolinmæði að leita eftir slikum hlut- um. t dag er öldin önn- ur og haugarnir horfnir sjónum, svo strand- lengjan er eitt mesta stolt höfuðborgarbúa og glæsileg akbraut heim fyrir Seltirninga. Fólk hefur nóga vinnu og safnar peningum i stað þess að stunda stopula ruslanámu eins og forðum. Með af- rakstur vinnunnar í höndum má fara i hús Jóns Loftssonar og kaupa allt mögulegt til heimilisins eða bygg- ingar á þvi. Rekstur sliks fyrirtækis hlýtur að vera i nokkuð góðum höndum, þar eð vegur þess hefur vaxið jafnt og þétt um mörg liðin ár.Með það í huga var knúið dyra á fjórðu hæð JL hússins og gengið á vit Þórarins Jónssonar, sem eftir fermingu ólst upp að hluta hjá fyrir- tæki föður sins, þegar fri var frá skólanum. Hvenær réðist þú i fullt starf hérna Þórarinn? Ég réðist hingað alfarið, að loknu lögfræðiprófi 1973. Hvernig er starfseminni hátt- að hjá ykkur? Við skiptum þessu niöur i deildir, þ.e.a.s. byggingarvöru- deild, timburdeild, húsgagna- deild, rafdeild og teppadeild. Auk þessa rekum við útibú i Stykkishólmi og Borgarnesi, þar sem við reynum aö vera meö þverskuröinn af vörum okkar. Eru einhverjar nýjungar á döfinni? Já, við hyggjum á matvöru- deild með haustinu. Við komum til með að færa til I húsinu og rúma fyrir þeirri starfsemi á fyrstu hæðinni. Þetta veröur i markaðsformi, eins og kallað er. Flytjið þið inn húsgögn? Við höfum fyrst og fremst lagt áherslu á islenskan iðnað, þó eru það einstaka hlutir, sem ekki eru búnir til hérna. Við flytjum til að mynda inn ein- staka geröir af leðurhúsgögn- um. Þetta kemur lika til af þvi, aö við seljum húsgagnafram- leiðendum hráefni og kaupum svo af þeim fullunnið i staðinn. Hvemig finnst þér islenskir framleiðendur standa sig? Þeir eru náttúrulega misjafn- ireins og aðrir en sumir hverjir eru alveg ágætir og standast þeim útlendu fyllilega snúning. Það eru semsagt einhverjir, sem gætu vandað sig meira? Ja, jú, en það má ekki skrifa þetta eingöngu á smiöina okkar. Ég segi það og það hefur verið sagt margoft áður, að það þarf aðhlúa betur aö þessum iönaöi i landinu. Þaðerekkibúiðeins að islenskum iðnaði eins og i ná- grannalöndunum. Geturðu bent á eitthvað til bóta? Hér er allt i fjársvelti. Okur- kjör á vöxtum rikja. Þaö þarf ekki nema að benda á raforku- verð i landinu, sem er hærra en viöa annars staðar, þrátt fyrir alla orkuna okkar. Samt ertu með frjálsri versl- un? Já, þetta veitir aöhald. Þetta eykur gæðin og skussarnir geta ekki lengur losaö sig við hráka- smiði skjóli haftanna, sem áöur voru. Þeir, sem standa sig, gera lika margfalt betur. Við þökkum Þórarni greið svörogd meðan lyftan liður nið- ur á fyrstu hæðina, vaknar sú spurning, hvort ekki verði hyggilegt að lita inn i matvæla- markaðinn á fyrstu hæðinni eft- ir svona einn til tvo megrunar- kúra. Steiking við opinn eld eða glóð er ein elsta matreiðsluaðferð mannkvnsins og ennfremur ein sú bezta. Að undanförnu hefur þessi steikingar- aðferð orðið æ vinsælli enda haldast bragð- og næringarefni betur í matnum sé hann matreiddur á þennan hátt. Steikingvið trékolaglóð gefur auk þess sérlega gott bragð af matnum. A GLOÐARSTEIKING Aðferðin er sú sama, hvort sem glóðað er á rist sem lögð er á nokkra múrsteina yfir holu sem gerð er í jörðina,^ eða notað er dýrt tæki með ýmis konar auka þægindum. ^ Botninn er þakinn með tvöfaldri álþynnu (venjul. álpappír) og trékolin lögðj í þunnt lag ofan á. Vætið kolin með kveikilegi og setjið annað lag af kolum ofan á og vætið aftur í með vökvanum. Kveikið. nú í kolunum og bíðið þar l til hættir að loga og þunnt grátt öskulag hefur myndast ofan á glóðinni. (30—60 mín). N ú má fyrst byrja að glóða. Þeim mun meira sem notað er af kol- um helzt hitinn lengur í glóðinni. Þegar glóðin er brunnin er nauðsynlegt að fjarlægja öskuna og hreinsa glóðartæk- ið vel. HENTUGAST heila kjúklinga er betra að glóða á hverfiteini. Á glóðarrist má ennfremur glóða blandaðar matartegundir á prjónum. Þá er ágætt að hver maður gæti síns prjóns og ákveði sjálfur hve mikið steiktur maturinn á að vera. Á hverjum prjóni má þá hafa margar eða fáar tegundir matar að vild. Kjöt, fisk, skelfisk, innmat, lauk, sveppi og annað grænmeti. Heilan fisk má líka glóða á ristinni. Auðveldast er þá að glóða fremur smá- an fisk. sem er fastur í sér (t.d sil ung) en hægt er að fá sérhönnuð glóðarnet með handfangi, sem gera mögulegt að snúa fiskinum i heilu lagi, án þess að hann detti í sundur Fiskflök er bezt að vefja í álþynnu og glóða þannig.Flökin eru þá krydduðog örlítið smjör eða smjörlíki er látið með, einkum ef um ýsu eða annan magran fisk er að ræða. Bakaðar kartöflur henta ákaflega vel með glóðarsteiktum mat. Veljið stórar kartöflur,’ þvoið þær vel, vefjið hverja fyrir sig í álþynnu og leggið á ristina eða beint á glóðina. Á sama hátt má með- A TILGLÓÐUNAR r k Pylsur, hamborgarar. sundurhlutaðir kjúklingar, buff, kótelettur og önnur smá kjötstykki er auðvelt að glóða á rist. Heilar steikur, t.d. læri, stóra vöðva og Pylsur 2—5 mín. Nærri glóðinni. Hamborgarar. 3—4 mín. á hvorri hlið. Nærri glóðinni. Kjúklingalæri. U.þ.b. 20 mín. alls. 8—10 cm. frá glóðinni. Enskt buff. 3—4 mín á hvorri hlið. Nærri glóðinni. T-bein steik. 6—8 mín. á hvorri hlið. 8—10 cm. frá glóðinni. Entrecote. 10—12 mín. á hvorri hlið. 10—12 cm. frá glóðinni. Svínakótelettur. 6—8 mín. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Lambakótelettur. 3—4 mín. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Hálfir kjúkl. 15—20 mín. á hvorri hlið. 10 cm. frá glóðinni. Heilir kjúkl. 40—60 mín alls. 15 cm. frá glóðinni á hverfiteini. Roast beef. 20—25 mín. alls. 5 cm. frá glóðinni á hverfiteini. Svinakambur U.þ.b. 1 klst. Sem lengst frá glóðinni á hverfiteini. Lambalæri. U.þ.b. 1 klst. Sem lengst frá glóðinni á hverfiteini. Heill fiskur. 3—6 mín. á hvorri hlið. 6—8 cm. frá glóðinni. Fiskfl. í álþ. 8—15 mín. alls. 6—8 cm. frá glóðinni. Glóðarteinar. 8—15 mín. alls. 6—8 cm. frá glóðinni. Stórar kart. 1—l'Aklst. Á rist eða í glóðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.