Vísir - 30.08.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 30.08.1980, Blaðsíða 6
vtsnt Laugardagur 30. ágúst 1980 r „Hætta á jafnvel stöðnun eda afturför!” — segir Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins Sjónvarpið er mikið á milli tannanna á fólki, þá ekki sist dagskráin, sem oft er gagnrýnd óvægilega. Neikvæð af- staða til sjónvarpsins er i tisku, og fáir þykjast horfa á „imbann”, eins og sumir kalla sjón- varpstækið sitt. En hvernig er búið að sjónvarpinu? Er það i stakk búið til að koma til móts við kröfur heimtu- frekra áhorfenda? Fréttir hafa borist af miklum rekstrarhalla, skorið hefur verið á einn aðaltekjustofn stofn- í íréttaljósinu í fréttaljósinu Texti: Axel Ammendrup unarinnar, fjöldi starfs- manna hefur sagt upp störfum og hætt hefur verið við eða frestað þáttagerð. Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins frá stofnun þess, er i Fréttaljósi i dag. Rekstrartap sjónvarpsins á fyrri hluta ársins var um 450 milljónir króna. Hvers vegna? „Sjónvarpiö haföi lengi vel drjúgan tekjustofn, sem var toll- tekjur af innfluttum sjónvarps- tækjum. Sá tekjustofn stóö mjög undir stofnframkvæmdum og á seinni árum undir uppbyggingu dreifikerfisins. Eftir litvæðingu sjónvarpsins jókst innflutningur á tækjum og tolltekjurnar uröu miklar. Visum mönnum í stjórn- kerfinu hefur fundist þetta vera oröinn myndarlegur og álitlegur sjóöur, svo þaö fór að verða erf- iöara aö fá hann reiddan af hendi. 1 fyrra fengum viö þannig aöeins 340 milljónir af 1057 milljónum og 270 milljónir f ár. Sjónvarpiö aölagaði sig ekki snarlega aö þessum breyttu að- stæöum, til dæmis með þvi aö stórskera niöur dagskrána. Arangurinn er sá, aö á fyrri hluta ársins er 450 milljón króna tap- rekstur og stefnir í aö taprekstur- inn veröi rúmur milljaröur á ár- inu, sem er svipuö upphæö og áætlaöar tolltekjur heföu oröiö. Ég vil taka þaö fram, aö inn i þetta dæmi reiknast afskriftir, sem eru um 1500 milljónir, og framlag sjónvarpsins i fram- kvæmdasjóö er 393 milljónir. Framkvæmdasjóönum er fyrst og fremst ætlaö að fjármagna bygg- ingu útvarpshússins. Þaö hefur einnig oft staöið sjón- varpinu fyrir þrifum, hversu seint afnotagjöldin eru ákveðin. Þaö er ekki hægt aö skipuleggja dagskrá svo vel sé nema aö vita hve mikið fé er milli handanna. Óvissa sem þessi bæöi tefur undirbúning og gerir alla dag- skrárgerö dýrari. Þetta hefur til dæmis haft þau áhrif, að viö uröum aö fresta allri ákvaröanatöku á þessu sumri og þvi horfir illa meö skipulagningu vetrardagskrárinnar”. — Nú er nýbúiö aö hækka af- notagjöldin. Var hækkunin nægi- lega mikil? „Þaö er langt frá þvi að afnota- gjöldin hafi fylgt verðlagsþróun- inni. Ef tekið er miö af blööunum, er þaö áberandi hvaö hækkun þeirra er stöðugri. Þegar sjón- varpiö tók til starfa var afnota- gjaldiö jafnt áskrift aö tveimur blööum. Nú kostar áskrift að einu blaöi fimm þúsund en atnotagjald af svart hvitu sjónvarpstæki 3683 kr á mánuði. Ef sama hlutfall heföi átt aö haldast ættu afnota- gjaldiö aö vera tiu þúsund krónur á mánuöi”. — Kemur fjárskorturinn niöur á dagskránni? „Fjárskorturinn kemur fyrst og fremst niöur á uppbyggingu og viöhaldi dreifikerfisins, svo og tækjakaupum fyrir sjónvarpstöö- ina i Reykjavik. Þaö er oröiö nauösynlegt aö endurnýja mikinn hluta tækjanna, en óvist er aö nokkuö veröi keypt inn á þessu ári. Viö erum meö langan óska- lista, þvi enn vantar mikiö á aö litvæöingu sjónvarpsins sé lokiö. Efst á listanum eru tveir ör- bylgjusendar, sem gera kleift aö vera meö beinar útsendingar frá atburöum, sem gerast utanhúss. Og svo upptökubill meö tveimur myndnemum (kamerum), sem tekur upp i lit”. — Hefur oröiö aö hætta viö þáttagerö vegna fjárskrots? „Viö uröum aö íresta söngva- keppninni, en i hana bárust milli fjögur og fimm hundruð lög”. — Heyrst hefur, aö Egill Eövarðsson, sem sjá átti um söngvakeppnina, hafi veriö verk- efnalaus frá þvi sjónvarpiö kom úr frii, meöan beöiö var eftir aö ákvööun yröi tekin um fram- kvæmd keppninnar? „Ég er nú ekki vel inni i verka- skiptingu i Lista- og skemmti- deild, en þaö má vel vera aö Egill hafi haft litið aö gera i ágúst mánuöi. En hann sagöi upp I vor og hættir i haust”. — Er ekki óeölilegt aö standa I jafn kostnaöarsamari fram- kvæmd og myndin um Snorra Sturluson er, á meðan hætta þarf viö söngvakeppnina vegna fjár- skorts? „Snorri hefur veriö i undirbún- ingi undanfarin tvö ár og mikil vinna og fjármagn komið i mynd- ina. Þaö heföi veriö blóöugt að stoppa vinnu núna. Heföu allir vitaö fyrir tveimur árum, hvernig fjármál sjónvarpsins yröu sumariö 1980, þá heföi kannski aldrei veriö lagt út i þessa fram- kvæmd”. — Nú hefur gerö myndarinnar fariö fram úr öllum áætlunum? „Þaö er ekki rétt. Þaö litur ein- mitt út fyrir, aö seinasta kostnaöaráætlunin, sem gerö var i október i fyrra, muni standast. Samkvæmt henni, mun myndin, reiknaö til núviröis, kosta um 250 milljónir. En þar er meötalinn töluveröur fastur kostnaður sjón- varpsins, svo sem leiga á eigin tækjum og þess háttar. Þegar ákveöiö var aö gera þessa mynd þá var áætlaöur kostnaður mun minni, enda átti þá aöeins aö gera klukkutima heimildarmynd, en sú mynd, sem nú er verið að gera, verður tveggja tima löng, leikin mynd. Auk þess leggja norska og danska sjónvarpiö talsvert fé fram til verksins. — Er þetta ekki lang dýrasta verkefniö, sem sjónvarpiö hefur ráöist I? „Ju, þaö er ljóst. Lénharöur fógeti er liklega næst dýrasta verkefniö”. — Nú hafa margir reyndir og hæfir starfsmenn sagt upp hjá sjónvarpinu undanfariö. Veistu hvers vegna? „Þaö eru sjálfsagt ýmsar ástæöur fyrir uppsögnunum. Þaö „Svipaöur fjöldi starfsmanna hefur sagt upp I ár og undanfarin ár”, sagöi Pétur Guöfinnsson. VIsismynd:EP hefur alltaf veriö mikil hreyfing á starfsmönnum hjá okkur. Hér er fjölbreytilegt starfsfólk og margt ungt fólk og þvi litill stöðugleiki. Svo hefur gróskan i islenskri kvikmyndagerð laöaö marga til sin”. —- Er þetta samt ekki óeðlilega mikil mannaskipti? „Þetta hefur ekki komiö mér fyrir sjónir sem einhver fjölda- flótti úr sjónvarpinu. Þrettán manns hafa sagt upp störfum á árinu, sem er svipaöur fjöldi og undanfarin ár. — Gæti þaö haft einhver áhrif, aö einstakir starfsmenn hafa fengiö launalaust frf frá sjón- varpinu til aö vinna sem laus- ráönir (free lance) aö verkefni fyrir sjónvarpið fyrir mun hærra kaup. Þarna er átt viö myndina um Snorra? „Það hefur enginn tilgreint þá ástæöu við uppsögn, enda eru menn ekki vanir aö tilgreina ástæöurnar sérstaklega. Hins vegar gæti ég trúaö, aö einhverjir hafi sagt upp vegna þess aö þeir fengu ekki umbeöið launalaust leyfi”. — Hver er afstaöa sjónvarps- manna til nýja útvarpshússins? „Þaö kom fram á starfsmanna- fundi, sem haldinn var i vor, aö af hálfu sjónvarpsmanna er enginn sérstakur þrýstingur um gerö þessa húss svo ekki sé meira sagt. Nauðsynin er fyrst og fremst brennandi fyrir hljóðvarpiö. Þaö liggur hins vegar fyrir, aö samstarfsnefnd rikisins um opin- berar framkvæmdir komst aö þeirri niöurstöðu, aö hagkvæm- ara væri að byggja yfir hljóö- varpiöogsjónvarpiö á einu bretti. Aö sjálsögöu fylgja þvi ýmsir kostir aö hljóðvarpið og sjón- varpiö séu i sama húsnæöi og ef þetta er einasta leiöin til aö leysa húsnæöisvandamál Rikisútvarps- ins og auk þess vilji samstarfs- nefndarinnar og útvarpsstjóra, þá hafa þeir aö sjálfsögöu ákvöröunarrétt. En sú mótstaöa, sem fram hefur komiö af hálfu starfsmanna sjónvarpsins gegn fyrirhugaöri byggingu, stafar fyrst og fremst af því, aö þarna á aö gera hljóð- varpshús framtiðarinnar aö sam- eiginlegu húsi beggja deilda. Sjónvarpinu yröi meö öörum orö- um komiöfyrir „til bráðabirgöa” f húsinu. Gæti þvi vitanlega dreg- ist mjög aö sérhannaö hús fyrir sjónvarpiö yröi byggt. — Hvaö meö lengingu dag- skrárinnar? „Þegar fjárhagur sjónvarpsins er jafn bágborinn og hann er núna, þá er út i hött aö tala um lengingu dagskrárinnar”. — Er þá ekki hætt viö aö þaö fari aö gæta stöðnunar hjá sjón- varpinu? „Jú, það er vissulega hætt viö þvi aö stöönunar taki aö gæta — jafnvel afturfarar”. — ATA m GESTSAUGUM Telknarl: Krls Jackson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.