Vísir - 30.08.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 30.08.1980, Blaðsíða 21
vtsm Laugardagur 30. ágúst 1980 sandkassinn Gisli Sigur- geirsson, blaðamaöur Visis á Akur- eyri, skrifar. Hall-ó-Ha-alló-Halló- Halló-ó, komiði blessuð og sæl. (Með sínu lagi) 9 Ég ætla að byrja á því að segja ykkur sanna lögreglusögu frá Akur- eyri, — og hún er sönn, — það er alveg dagsatt. Lögreglumaður, sem var einn á ferð á lög- reglubílnum, kom að dauðadrukknum lista- manni á gamla „juniornum'' sínum uppi við Lystigarð. Lög regluþjónninn vatt sér að listamanninum og sagði: „Blessaður... minn, ég verð víst að taka þig fyrir að vera fullurá bílnum, þú verð- ur að keyra á eftir mér niður á stöð". Síðan keyrðu þeir í halarófu niður á stöð. Lögreglu- bílinn á undan, en lista- maðurinn á eftir góð- glaður og glottandi á „juniornum" sínum. #„Gólf á verðbætur eyk- ur verðbólguna um 6%", segir Tíminn. Er nema von þó keraldið leki. Fyrst var sett „þak" á verðbólguna, en ekkert dugði. Síðan kom „gólf", en dugir ekki, enda er þetta ekki hefðbundin byggingar- aðferð. Hvernig væri nú að byrja á grunninum? a„32 síðna neytenda- blað," segir Dagblaðið. Fallega gert í dýrtíðinni, en heldur þótti mér það þurrt og bragðlítið undir tönn. • „Stalín rekinn úr guð- fræðinámi", segir Dagblaðið. Var þá um nokkuð annað að ræða fyrir Stalin en að gera sjálfan sig að Guði? • „Steingrimur ekki hálf- drættingur á við Kjart- an", segir Tíminn. t»að er greinilegt að Tíminn þekkir sína heimamenn. • Vitiði hvar hárið á kvenfólkinu er mest hrokkið? Mér er sagt það sé í Afríku. •„Brenglað verðlags- kerfið er að gera útaf við bílaverkstæðin", segir í Mogganum. Ég var að fá bílinn minn af verkstæði. Eftir það er ég á þeirri skoðun, að verðlagskerfið sé að gera út af við bílaeig- endur. •„Safnað fyrir hunda- II Z4- Hva, þorirðu ; ekkl af baki Keli minn, V. taktu i hjálparhondina gæsluheimili", segir í Dagblaðinu. Það rekur hvað annað. Nú virðist vera í tísku að eiga hunda. Næsta kraf a verður um dagheimili fyrir alla hunda. „Hafa gleymt mark- miðum skákstarfsins", segir Einar fyrrverandi í Daglbaðinu. Ég held varla. Forystumenn þar í flokki virðast hafa ánægju af að „skáka" hver öðrum og mark- miðið er „mát". um", segir i Dagblaðinu. Þeir hafa aldeilis skvett úr klaufunum. Stóð hún nema eina helgi þessi þjóðhátíð? • „Guð, það er kona", segir í VIsi. Þarna er að vísu smávægileg mál- fræðivilla, því konan er ennþá kvenkyns, hvað sem verður. Þarna ætti því að standa: Guð, hún er kona". Segiði svo að jafnréttisbaráttan hafi ekki haft áhrif. „Taka heimildarmynd um þjóðhátíð i Vest- mannaeyjum á 4-6 ár- ■ ■■ ■■ ■■ ■■ wm ■! ■ • „Sjarmi að starfa í þjóðfélagi þar allt er i hönk" segir Bragi Jósepsson í Vísi. Það er munur að eiga menn, sem sjá alltaf Ijósa punktinn í allri vitleysunni. f,Smyglaði hassoliu i fjórum smokkum", segir í blaðafrétt. Flest er nú reynt, en daginn eftir stóð I Mogganum: „Bíða spenntir eftir smokknum", og var átt við Patreks- firðinga. Það hefur þá liklega verið einn fyrir hvern fjórðung. „Giftir fá meira en ógiftir", segir Visir. Það er alveg rétt. Þeir voru tveir saman, dauðadrukknir á barn- um. Annar sagði: „Heyrðu, veistu hvað klukkan er? „Já", svaraði hinn. „Þakka þér fyrir", sagði sá er spurði. „Kommúnisminn er dauður", segir í Mogginn. Ekki er að spyrja að óskhyggj- unni hjá Mogganum. „Föt á Akureyri", segir rauði Dagur. Fram til þessa hafa þeir liklega verið naktir á Akureyri. Jæja, ég verð að koma kassanum á flugvélina. Bleeesss. J Sporið hundruð þúsundo meó endurryðvörn 3 2ja ara fresti RYÐVÖRN S.F. Smiðshöfða 1 Simi 30945 Sparið tugþúsundir með mótor- og hjólastillingu einu sinni á ári abilaskoðun rlc&STILUNO S 13-10D Hátún 2a, Hver segir að allt sé orðið svo dýrt? Við þekkjum vandamálið sem kemur upp þegar á að kaupa húsgögn í barna og unglingaher- bergi. Plásið er oftast af skornum skammti og sjaldnast er hægt að koma því fyrir sem börn og unglingar þurfa á að halda. Það er hérna sem Happy húsgögnin koma til sögunnar. Happy kerfið er þannig uppbyggt að sem mest komist fyrir þar sem plássið er lítið. Með Happy húsgögnum má koma fyrir þéttri og fallegri uppstillingu í litlum herbergjum. Þó er stærsti kosturinn við Happy húsgögnin sá, að þau eru á verði sem allir ráða við. Opið tH kl.4ídag 'flfyjM HÚSÍÐ Reykjavíkurvegi 78,Hafnarfiröi,sími 54499

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.