Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 1
I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Hjónin I Miðhúsum, Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson. ásamt syninum Fjölni, viröa sjóöinn fyrir sér. Visismyndir Einar R. Haraldsson. Merkur fornleif af undur: Silfursjðður vík- inga finnst eystra Á Egilsstöðum hefur fundist stærsti silfursjóð- ur frá vikingaöld sem nokkurn timann hefur rek- ið á fjörur fornleifafræðinga hérlendis. Er hér um að raeða armbauga og hálshringi, en það er mjög sjaldgæft að finna silfur frá þessum tima hér á landi og telst þvi þessi fundur til meiriháttar tið- inda i fornleifaheiminum. Silfursjóöurinn fannst fyrir einskæra tilviljun i gærdag. Hjónin á Miöhúsum i Egils- staðakauptúni, Hlynur Hall- dórsson og Edda Björnsdóttir höfðu verið aö grafa fyrir gang- stétt vio hús sitt er þau komu niöur á silfrið. Dr. Kristján Eld- járn var staddur á Egilsstööum og kom hann á staðinn og skoð- aði fundinn. „Eg talaði við dr. Kristján Eldjárn i gærkvöldi og hann staðfesti viö mig að þarna væri eins mikið silfur og aðrir höfðu sagt mér", sagði Þór Magnús- son þjóðminjavörður i samtali við Visi i morgun, en hann var þá að leggja á staö til Egils- staða. Þór sagði að þessir silfurgrip- ir væru ekki mjög margir, en silfursjóðir væru ákaflega sjaldfundnir hér, enda ekki verið það mikið rikidæmi á vikingaöld hér. Hins vegar GuDmundur J. um næstu aðgerðir ASÍ: „Þurfum ekki hef ð- bundnar leiðir pí ems og verkfðll ,,l>að er orðið hlutverk atvinnu- rekenda að standa fyrir stöðvun- um fyrirtækja og verkföllum og ætli við látum þá ekki um það", sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamannasam- bandsins, þegar blaðamaður Vfsir spurðist fyrir um næstu aö- gerðir launþegasamtakanna i kjölfar þess, að þau hafa nú slitið viðræðum við atvinnurekendur. „Við verðum á fundum i dag til þess að ræða þau skref, sem við tökum næst og frá okkur er allra veðra von. Við þurfum ekki að fara heföbundnar leiðir eins og verkföll, heldur eigum við ótal leiki aðra", sagði Guðmundur, en vildi þó ekki tilgreina i hverju þeir væru fólgnir. Astæður þess, að samningavið- ræöum var slitið, sagði Guð- mundur einfaldlega vera þær, að boðið var upp á minni kauphækk- anir en felast i samningum. „Mér hefur sýnst þessi rlkis- stjórn vera svo þoknanleg þeim mönnum, sem ráða ferðinni hjá A.S.I., aö ég skil ekki, að þeir fari aö gera henni erfitt fyrir", sagði Davlð Scheving Thorsteinsson, þegar hann var spuröur álits á hugsanlegum aðgerðum Alþýðu- sambandsins. „Það er engra tilslakana að vænta af okkar hálfu. Þegar talað er um, að i okkar tilboði felist litlar hækkanir til láglaunafólks- ins, verða menn að hafa Ihuga, að lægstu taxtarnir eru yfirleitt margföldunartala og ofan á hana leggjast ýmsar akkorðs- og bón- usgreiðslur. Ætli láti ekki nærri, aö þrlr fjórðu hlutar Verka- mannasambandsins fái einhvers- konar akkorö eða bónus ofan á viðmiðunartaxtann", sagði Davið. Frekari hækk- un í haust v „Búast má við enn frekari hækkunum á mjólkurvörum i haust við endanlega haustverð- lagningu" sagði Vilhelm Anders- son skrifstofustjóri hjá Mjólkur- samsölunni er hann var spurður um bráðabirgöaverðlagninguna á mjólkurvörum, sem tekur gildi i dag. Vilhelm sagði, aö hækkunin væri á bilinu 12-15%. Sem dæmi mætti nefna að einn litri af mjólk kostar nú 371 krónu og smjör kostar nú 3760 i stað 3266 áður. Niðurgreiðslur á mjólk og smjöri hafa hækkað litið eitt en eru óbreyttár annars. Vilhelm sagöi, að viö þessa bráðabirgðaverölagningu væri ekki tekið tillit til ýmissa atriða sem nauðsynlegt væri og einnig væru ekki búiö að ganga frá kiarasamningum, mætti þvl búast við að verð á mjólkurvörum hækkaði meira seinna i haust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.