Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 8
Mánudagur 1. september 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson. Ritstjórar: ólafur Ragrtarsson og Ellert B. Schram.-. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömunasson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Fríða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir, Kristin Porsteinsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn J. Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylf' Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson. Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjdri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjöri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 sími 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verð f lausasölu 250 krónur ein- íakið. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Sfðumúla 14. uppsagnir Fiugieiða Uppsagnirnar hjá Flugleibum beina athygiinni aö hinu duibúna atvinnuleysi, sem þrlfst á tslandi. Frystihús og útflutningsiönaöur halda uppi atvinnu, sem ekki stendur undir sér. Lausnaroröið er ekki fólgiö i rikisrekstri, heidur heilbrigöu efnahagsiifi. Þau tíðindi, sem borist hafa af málefnum Flugleiða að undan- förnu, hafa ekki farið framhjá neinum. Þó er vafasamt, að menn haf i almennt gert sér grein fyrir hinu alvarlega ástandi fyrr en kom til f jöldauppsagna fjögur hundruð manns. Flugliði félagsins er sagt upp í einu lagi og gamalgrónir starfs- menn, sem hafa verið burðarásar fyrirtækisins, fá reisupassann. Að vísu mun eitt- hvað af þessu fólki verða endur- ráðið, en atburðir síðustu daga hafa sannarlega vakið þjóðina upp við vondan draum. Fram að þessu er eins og al- menningur, stjórnvöld og jafnvel þeir, sem næst standa Flugleið- um, hafi látið óskhyggjuna og trúna á kraftaverkin fleyta sér áfram. Nú blasir alvaran við. Það er ekkert gamanmál, þegar eitt stærsta fyrirtæki landsins liðast sundur, hundruðum manna er sagt upp störfum og samgöngur landsmanna við umheiminn eru skornar niður við trog. Það verður ekki haft í f limtingum og það er heldur ekki til þess fallið að hlakka yfir þeim óförum. Enginn gerir það að gamni sínu að víkja f jölda fólks úr starfi, en óhjákværnilega beinist samúð manna aö því Flugleiðafólki, sem nú er í óvissu með framtíð sina og atvinnu. Eflaust hefur starfsliðið verið fjölmennara en þörf var fyrir. Að einhverju leyti á það rætur sínar að rekja til sameiningar Flugfélags Islands og Loftleiða fyrir nokkrum árum. En vandamál Flugleiða liggja ekki í of fjölmennu starfsliði. Vandinn verður ekki leystur með uppsögnum. Ohjákvæmilegt er að athygli og umræður beinist að fleiri þáttum rekstursins. Auð- vitaðer lítið vit í því að halda uppi flugi, sem leiðir af sér bullandi tap á degi hverjum. Eldsneytis- kostnaður og harðvítug sam- keppni eru þær skýringar, sem helst eru nefndar. En hvað um f járf estingar, f lugvélakost, dótturfyrirtæki og verkefnaleit? Starfsaðferðir og stjórnun hef ur verið umdeild og orkað tví- mælis. Menn mega heldur ekki horfa framhjá þeirri staðreynd, að vandamál Flugleiða eru einnig og aðallega sprottin af óðaverð- bólgu, sem hefur magnað upp allan kostnað innanlands, meðan fargjöld hafa staðið í stað eða lækkað hlutfallslega. Hér er enn eitt og ef til vill gleggsta dæmið um þær válegu afleiðingar, sem verðbólgan leiðir af sér. Þær segja fyrst til sín í þeim atvinnugreinum, sem lúta markaðslögmálum erlendis. Frystihúsin eru í rauninni undir sömu sök seld, og útflutnings- framleiðsla iðnaðarins greiðir með sjálfri sér. öll atvinna undir þessum skil- yrðum er ekkert annað en dul- búið atvinnuleysi, sem þrífst um stundarsakir meðan fyrirtæki ganga á eignir sínar, styrkir eru greiddir og gengi fellt. Það er ekki á færi leikmanna aðsegja til um, hvað gera skuli í málefnum Flugleiða. Sleggju- dómar koma engum að gagni. Þær raddir hafa heyrst, að' ríkið eigi að taka yfir rekstur fyrirtækisins og forða frá sam- drætti og fækkun starfsliðs. Þeim skoðunum er algjörlega vísað á bug. Hvorki flugfélög né frystihús verða betur rekin í höndum hins opinbera, nema þá að íslenska þjóðin hafi hreinlega gefist upp og vilji lifa áfram í sjálfsblekk- ingu og dulbúna atvinnuleysi ríkisstyrkja. Vandi Flugleiða og útflutnings- atvinnuveganna er enginn dauðadómur yfir einkarekstri, heldur aðvörun til landsmanna um að koma efnahagsástandi á réttan kjöl, og skapa atvinnu- rekstri skilyrði, sem eru heil- brigð. Þá fyrst bjóðast arðsöm og næg atvinnutækifæri — og þá f yrst getum við rétt úr kútnum og skapað betri lífskjör á Islandi. Ennþá versnar ástandiö i at- vinnumálunum. Flugleiöir eru rétt i þann mund aö rúlla yfir. Þetta hefur reyndar legiö i loft- inu um nokkurn tima. Sú sam- eining, sem átti sér staö fyrir nokkrum árum, er Flugfélagiö og Loffleiöir runnu saman i eitt, eöa áttu aö renna saman i eitt, viröist ekki enn hafa skilaö árangri nema ef vera skyldi aö foröa Loftleiöum frá gjaldþroti. Samgöngumálin eru svo stór þáttur i þvi aö gera ísland byggilegt, aö ekki er hægt aö láta örfáa menn stjórna þvi og taka ákvaröanir, um hvernig þeim skuli háttaö, eöa hvort þær veröi á annaöborö nokkrar. Fram til þessa hefur litiö út fyrir aö einn maöur hafi mestu ráöiö um, hvernig brugöist skuli viö þeirri þróun, sem i flugsam- göngum hefur veriö. Þaö er vissulega kominn timi til þess, aö stjórnvöld taki á þessu máli meö alvöru en láti ekki nægja aö segjast fylgjast meö. Þaö er sýnilegt, að þetta vandamál veröur aö taka úr höndum Flug- leiöa og fela öörum lausn á þvi. Vel kann svo aö fara, aö rikis- rekstur veröi aö koma til. Fylli- lega er rétt aö gera sér grein fyrir þvi aö hér er ekki eingöngu um aö ræöa Atlantshafsflugiö. Hér er lika um aö ræöa flugiö innan lands, sem Flugleiöir segjast tapa stórfé á. Smærri flugfélögin viröast þó hagnast á þessu flugi og reka þaö mun _ skynsamar. Þaö voru hörmuleg mistök hjá fyrrverandi sam- _ göngumálaráöherra er hann gaf | til þess leyfi, aö Flugleiöir eign- _ uöust meirihluta I Arnarflugi. Arnarflug var heppilegur sam- keppnisaöili viö Flugleiöir á innanlandsleiöum og heföi getaö létt af þeirri einokun sem þar er neöanmáls „Pólitíska réðamenn hefur löngum brostið kjark til að taka á erfiðum málum" segir Kári Arnórsson, skóla- stjóri, meðal annars í þessari grein sinni og nefnir Flugleiðamálið og sameiningu ríkisbanka sem dæmi. og bætt þjónustuna. En þaö er eins og rikisstjórnum sé næsta fyrirmunaö aö geta tekiö á nokkru máli af festu. Og þvi miöur er svo aö sjá, aö þannig ætli þetta aö veröa meö vanda flugsins nú. Þrir bankar verði tveir Annaö dæmi um hve erfitt er fyrir ráöamenn aö taka ákvaröanir eru rikisbankarnir. Um alllangan tima er búin aö vera uppi umræöa um aö fækka rikisbönkunum. Allar nefndir, sem um þetta hafa fjallað, eru sammála um, aö bót væri aö þvi aö fækka um einn. Útvegsbank- inn hefur oftast veriö nefndur i þessu sambandi. Þaö er aö von- um, þvi aö banki sá er búinn að vera á hausnum um langa hriö. Þetta er opinbert leyndarmál. Hins vegar hefur Búnaöarbank- inn neitaö aö yfirtaka hinn fyrr- nefnda. Sú nefnd, sem skilaö hefur til- lögum til rikisstjórnarinnar um úrbætur i efnahagsmálum, leggur enn til, að rfkisbönkum veröi fækkaö. En hver eru svo viöbrögðin? Jú, bankamála- ráðherrann rýkur upp meö hávaöa og segir, aö um þetta sé engin samstaöa. Þaö skyldi þó ekki vera, aö þarna sé visbend- ing um, hvernig efnahagstillög- unum veröi tekiö. Ef ekki næst samstaöa um þaö sem allar nefndir, sem fjallaö hafa um efnahagsmál, hafa taliö rétt aö gera, hvernig veröur þá um aöra þætti? Hvaö veröur t.d. um Þjóö- hagsstofnunina? Má hreyfa þar viö gæöingunum? Hvernig dett- ur mönnum I hug, aö vandinn i efnahagsmálunum veröi leystur meö svona hugsunarhætti? Veröa menn ekki aö skilja þaö aö þessi ógeöfellda pólitiska samtrygging veröur aö vikja fyrir þjóöarhag? Er þaö ekki augljóst mál, aö meö þvi aö gera tvo banka úr þremur er betra aö halda utan um lána- starfsemina i landinu og nokkur sparnaöur ætti einnig aö fylgja. Þaö þarf ekki endilega aö gerast meö þeim hætti aö einhver ákveöinn banki sé lagður niöur, ef mönnum er þaö svo sárt, heldur aö rikisbankarnir þrir / veröi stokkaöir upp og geröir úr þeim tveir bankar. Pólitiska ráöamenn hefur löngum brostiö kjark til aö taka á erfiöum málum. Þessi tvö dæmi sem hér hafa veriö nefnd, flugiö og bankarnír, bera þess glöggt vitni. Þaö er þvi ekki undarlegt þótt menn spyrji, hvers vegna þessir menn séu á þingi og hvernig á þvi standi aö þeir séu kosnir þing eftir þing. Þaö skyldi þó ekki vera vegna fyrirgreiöslunnar og smámál- anna?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.