Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 13
VÍSIR Mánudagur 1. september 1980 Malmö og fer á milli skóia og kennir islensku börnunum móö- urmálið. „Þau fá tvær samliggjandi kennslustundir, ýmist ein eða i hóp. Áður þurftu börnin að vera 5 eða fleiri til að sótt væri um is- lenskan kennara en nú fær hvert barn kennslu. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir árangrinum af kennsl- unni en ég lit þannig á að maður kenni ekki mikið.heldur veiti for- eldrunum stuðning i þvi að börnin haldi málinu við. Þetta er heil- mikil barátta, þvi börnin eru úti með félögunum og tala sænsku meirihluta af sólarhringnum. Kennslan er ekki skylda, heldur hlunnindi, en það er öruggt að það barn sem hefur vald á sinu máli,á auðveldara með að komast inn i nýtt mál og tjá sig á þvi. Kennslan felst I þvl að fá þau til að tala og skrifa rétt. Auk þess er nauðsynlegt, að þau öðlist meiri kunnáttu i eigin sögu og landa- fræði til þess að þau fái betri þjóð- legan bakgrunn að byggja á og eiga sameiginlegt með foreldrun- um. Það er nauðsynlegt hverjum og einum að hann finni sinn rétta bakgrunn til að standa á og vera stoltur af”. Vildi ekki verða of sænskur Siðan 1974 hefur Kristján rekið eigið fyrirtæki, Gislasons Byggn- ads AB, byggingafyrirtæki sem annast nýbyggingar og endurbæt- ur á eldri húsum. ,,Ég var orðinn leiður á kerfinu, það nægði mér ekki að vinna milli 7 og 4, og mig vantaði eitthvað meira, það má kannski segja að ég hafi verið hræddur um að verða of sænskur, ef ég festist um of i kerfinu”. ,,Ég byrjaði einn með minni verk, innréttingar ofl. Siðan tók ég að mér að byggja einbýlishús einn og fannst þá timi til kominn að ráða mér menn i vinnu. Þann- ig hefur þetta aukist og núna hef ég fjóra menn fastráðna i vinnu”. „Það krefst mikillar vinnu að vera sjálfstæður atvinnurekandi, pappirsvinnan er óhemjumikil og ihana fer mikill timi. Annars hef- ur þetta gengið ágætlega. Fyrir- greiðsla i bönkum hér er ágæt.en hún byggist á þvi að maður eigi eitthvað, þvi án þess er slikt ómögulegt. Munurinn á þvi að reka byggingafyrirtæki hér og heima, er sennilega sá, að hérna þarf húsbyggjandinn að útvega sér lán áður en byrjað er á verk- inu og bankinn dæmir um það, hvort lánið nægir fyrir bygging- unni. Þetta tryggir nokkuð örugga greiðslu frá húsbyggjand- anum og þá um leiö, að fyrirtækið gangi eðlilega, sem er auðvitað nauðsynlegt. Stunda kajakróður og fim- leika Börn þeirra hjóna Gisli Már og Freyja,hafa valið sér nokkuð sér- stæð áhugamál, sem þau sinna i tómstundum sinum og hafa náð býsna langt hvort á sinu sviði. Gisli er félagi i Malmö Kanot- klubb og æfir róður á eins manns kajak. Hann hefur náð býsna langt, og varð m.a. Malmömeist- ari i sinum aldursflokki á sl. ári, 2. á skólameistaramóti á Skáni, auk þess sem hann hefur hlotiö 5 silfur á DM mótum (Distrikts- masterskap) á Skáni. Gisli sagð- ist æfa 2svar á dag alla daga vik- unnar og róa um 15 km á hverri æfingu, en þær fara fram á sikj- unum i Malmö. „Ég hef oft farið á hvolf en þá er ekki annað aö gera en tæma kajakinn og byrja aft- ur”, sagði Gisli. Hann sagðist stefna að DM á Skáni 13.-14. sept. en um mögu- leika sina þar vildi hann ekki fjöl- yrða. þar sem hann hefði verið slæmur i hendi undanfarna daga. Freyja hefur smitast af áhuga bróður sins á kajakróðri en fyrir skömmu vann hún til verðlauna i þeirri grein, var með I boðsveit sem hlaut silfurverðlaun. Annars er kajakróðurinn einungis sum- arsport hjá henni, hún leggur stund á æfingar með Malmöflick- orna, fimleikaflokki kvenna, og hefur verið með á sýningum i leikhúsum og á leikvöngum og nú siðastsl. vor á Malmö stadion.þar sem kóngurinn sænski var meðal gesta. Glsli Már með verðlaun fyrir kajakróöur. ORIGINAL UUSCHOlUX Stærstu framleiðendur heims á baðklefum og baðhurðum allskonar Góðir greiðsluskilmálar • Upp/ýsingar: Byggingarþjónustan Iðnaðarmannahúsiö v/ Hallveigarstíg. og Söluumboðinu: Kr. Þorvaldsson Et Co. Grettisgötu 6. Simar 24478 & 24730 GÍÐI — enn einu sinni feti framar Við höfum ávallt kappkostað að sinna krötum neytenda og höfum því útbúið nýja merkimiða á vörur okkar Söltuð, þurrkuð og reykt Spseipylsa 5G0ÖÍ pakkað þyngd kílóverð VERÐ 'lM 1 Á Hráeini: Svínafita. nautgripa kjöt, svínakjöt, salt. krydd, sykur. Sýrur. Glukono-delta-lakton. Þráavarnarefni og jónbindar. Askorbinsýra. <& Kiötiánaðarstöö Sambandsins INNIHALDSLÝSING er unnin í samráði við Rannsóknarstofu Búvörudeildar, með ýtarlegri upplýsingum en áður hafa þekkst, , — enda trvgging fyrír góörí vöru. IJTTU A MTÐANN ÁÐIJR EN ÞIJ VELUR — j)aÓ borgjar sig. $ KIÖnDNAÐáRSIÖÐ SAMBANDSINS r k

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.