Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 24
Umsjón: Magdalena Schram VlSLR Mánudagur 1. september 1980 við að lifa það, að Tónlistarskól- innn næði þeim þroska, sem raun hefur orðið á, og yrði jafnvel mið- stöð fjölþjóðlegrar starfsemi af þeim gæðaflokki, sem hin svo- nefndu Zukofsky-námskeið hafa orðið. Margir erlendir tónlistarmenn hafa unnið skólanum vel og giftu- samlega i áranna rás, aðrir hasl-' að sér völl á öðrum sviðum tón- listarllfsins. Sumir þeirra hafa I- lenst hér að fullu og öllu, aðrir komið og farið, en skilið þó eftir NAKVÆMNI OG MARKVISS FESTA tónlist Tónlist: Jón Þorarinsson skrifar. sig djúp spor. Engum mun gert rangt til , þó að nefnd séu aðeins tvö nöfn manna úr siðari hópn- um: Adolí Busch og Rudolf Serk- in. Þennan flokk fylla fiðlusnill- ingurinn og hljómsveitarstjórinn Paul Zukofsky, sem nú stendur i fjórða skipti fyrir námskeiði þvi, sem við hann er kennt, á vegum Tónlistarskólans, og flautusnill- ingurinn Robert Aitken, sem hefur gert tlðreist hingað mörg undanfarin ár, orðið islenskri tón- list að liði með margvislegum hætti og leiðbeinir nú á Zukofsky-námskeiðinu. Efnisskrá þeirra tónleika, sem hér um ræðir, ber það með sér, að þessir menn hafa dregið að sér viða aö unga fiðlu- og flautuleik- ara.auk Islenzkra nemenda, sem fást við þessi hljóöfæri. Þar eru taldir 18 flautuleikarar og 21 fiðluleikari, auk nokkurra, sem leika á önnur hljóðfæri, meðal þeirra ungt fólk frá Norðurlönd- um, Hollandi, Englandi, Frakk- landi, Bar.darikjunum og alla leið frá Nýja-Sjálandi. Enginn vafi er á, að samvinna og samspil af þessu tagi verður islenzkunem- endunum mikil og varanleg hvatning. Vonandi verður það erlendu gestunum ekki siður á- nægjulegt. Verkefnavalið var vægast sagt mjög óvenjulegt vegna þessarar óvenjulegu hljóðfæraskipunar. T.d. minnist undirritaður þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt eins mikið flautuspil á einu kvöldi. Þrjú af sex verkum eru samin fyrir flautur eingögnu (eða nær eingöngu), og sýndu skemmtilega blæbrigðaauðgi þessa þokkafulla hljóðfæris. Um einstök verk mætti margt segja, en verður að mestu sleppt hér. Kannski er það til marks um að- vifandielli þess, sem hér skrifar, að honum fannst elsta verkið á efnisskránni, Study in Sonority eftir Riegger, bera einna fersk- astan og persónulegastan svip þeirra allra. Verk Þorkels Sigurbjörns- sonar, sem hér var frumflutt, er einfalt að gerð og einkennist annars vegar af þéttum tónklös- um á lágsviði flautunnar, hins vegar af lagrænum og léttbunum tónhendingum, sem stundum minna á þjóðlagastef. Það er mjög ljúft á að hlýða. Inn i þennan mikla flautu- og fiðluklið var skotið tveimur verk- um af öðrum og ekki léttara tagi: Blásarakvintettinum eftir Carter og strengjakvartetti Weberns. Hið fyrra var flutt af norrænum kvintetti, hið siðara af ensk-islenzkum kvartetti, bæði af þeirri nákvæmni og markvissu festu, sem nauðsynleg er til þess að þessi annars óliku verk nái til hlustenda. Um meðferð annarra verkefna mætti hafa svipuð um- mæli. Flutningur tónleikanna i heild hafði á sér bjartan og heiðan svip og bar hæfileikum hinna ungu listamanna og ágæti leið- beinendanna hið fegursta vitni. Jón Þórarinsson Nýlt í bókabúðum: Þessi mynd var tekin I flaututlma hjá Robert Aitken á meðan á Zukofsky námskeiðinu stóð. (Ljósm. Einar) SUDURúOTIIMAUB 99 99 Tónlistarskólinn í Reykjavik — Zukofsky-námskeið Tónleikar i Hamrahliðarskóla 28. ágúst. Efnisskrá: Randolp Coleman (f. 1935: KENSHOU976) Elliot Carter (f. 1908): BLASARAKVINTETT (1948) Wallingford Riegger (1885-1961): STUDY IN SONORITY (1927) Þorkell Sigurbjörnsson (f. 1938): R A’s DOZEN (1980) Frum- flutningur. Anton Webern (1883-1945): STRENGJAKVARTETT op. 28 (1938) Henry Brant (f. 1913): ANGELS AND DEVILS (1931) A þessu ári er hálf öld liðin siðan örlagarik þáttaskil urðu I þróun tónlistarmála hér á landi. Einn af ávöxtum þeirrar vakningar, sem þá varð, er Tón- listarskólinn i Reykjavik, en hann lauk fimmtugasta starfsári sinu á siðastl. vori. Þeir sem stóðu að stofnun skólans, — sumir þeirra eru enn á meðal okkar, — voru bjartsýnir fullhugar og hafa vafa- laust verið taldir óraunsæir draumóramenn af ýmsum. Varla mun þó nokkur þeirra hafa búizt Aðstandendur Galleris Suöur- götu 7 héldu blaðamannafund fyrir helgina, þar sem rætt var um framtið gallerlsins I ljósi frétta um, að ákveðið hafi verið aö flytja húsið i Arbæjarsafn. Skýröi hópurinn blaðamönnum frá sinni eigin afstöðu og bar á bak aftur ýmsar fullyrðingar dagblaðanna varðandi Suður- götumálið. Kom i ljós m.a. aö þótt þvi hafi veriö haldið fram i fréttum, að eigendur hússins hyggist gefa borgina eign sina, er ekki sam- staða um þetta. Eigendur hússins eru 9 talsins og munu 6 þeirra reiðubúnir aö gefa húsiö, en þrir hafa ekki gert upp hug sinn og er þvi enn ekki um að ræða neitt gjafabréf. I öðru lagi mótmælti galleris- hópurinn þvi, að mikill fúi væri i húsinu, eða aö það væri eins illa farið og ýjað hefur veriö að. Andstaða gegn flutningi hússins 1 tilkynningu, sem hópurinn dreifði meöal blaöamanna á fundinum, kemur fram skýr af- staða hans gegn flutningum á húsinui Arbæjarsafn: „Við erum algerlega andvig fyrirhuguöum flutningi á húsinu og teljum, að Reykjavikurborg beri að kaupa húseignina á Suðurgötu 7 og gera húsið upp þar.” Og enn fremur: „Við teljum að gömul hús eigi að vernda i sinu upprunalega um- hverfi, en ekki aö kippa þeim upp og planta þeim niður i framandi umhverfi.” Spurning um umhverfis- pólitfk A fundinum varð mönnum tið- rættum verndun gamalla húsa og umhverfisstefnu yfirleitt, enda er ljóst að „Suðurgötumálið” getur orðið prófsteinn i þeim efnum. Arbæjarsafniö var á sinum tima nauðsynlegt, þvi að við stofnun þess riktu allt önnur sjónarmið en nú gera og þeim húsum, sem þar hefur verið komiö fyrir, þá hrein- lega bjargað úr „bráðri lifs- hættu”. Nú er það aftur umdeil- anlegra hvort rétt sé að gera safngripi úr húsum, sem enn gætu verið snar þáttur I lifi Reykjavik- ur, eða hefur enginn leitt hugann að þvi, hvort ekki væri nú gaman að hafa Dillonshúsið I miðbæn- um? ,/ Hugsunarlaust heljar- stökk" A þessu sumri, sem er að kveðja, hefur ósjaldan verið glaðst yfir þvi, hversu mikið llf er að færast I gamla miðbæinn. Ný veitingahús, nýjar verslanir, galleri, og endurlifgun gamalla húsa — minnumst Bernhöftstorf- unnar — allt hefur þetta átt sinn þátt i að gera miöborg Reykja- vlkur að iöandi lifæð. Galleri Suöurgata 7 er hluti af þessu öllu. Húsið sjálft er hluti af rúnum ristu andliti höfuðborgarinnar og hvarf þess til safnsins i Arbæ væri miklu meira en missir áhuga- manna um nýlist, það væri missir allra þeirra, sem telja fortið Reykjavikur eiga að vera grunn til að byggja á. Þroskasaga borgarinnar gæti veriö rökrétt framhaldssaga og ekki hugsunar- laust heljarstökk i hina og þessa áttina. Það færist nú mjög I tisku að gefa Reykjavikurborg gömul hús — eða selja fyrir svo sem eina krónu af „höfðingsskap”, svo aö vitnað sé til einnar slikar sölu, sem nýlega fór fram. Oftast ligg- ur þó sú hugsun að baki, aö rýma Ut er komin fyrsta bókin i nýj- um vasabrotsflokki frá Prenthús- inu hf. Flokkurinn heitir: Stjörnurómanar og fyrsta bókin: „Sigaunablóö”. „Anna er óvenju fögur sigauna- stúlka. Hún vill ekki eignast manninn, sem henni er ætlaöur, jafnvel þó að hann sé ekki aðeins rikur, heldur einnig ástriðumikill. Annna flýr um nótt — fær vinnu á bóndabæ og kynnist Þóri — hann vekur allar tilfinningar hennar. Þau eru þó ekki örugg i Paradis þvi aö Emanúel sver hefnd....” Brennandi spurningar Prenthúsið hefureinnig nýlega gefið út 23. bókina um Morgane Kane, sem nefnist: „Böðullinn frá Guerrero.” Sagan fjallar um viðureign Morgans við hóp glæpamanna, sem höfðu leitað hælis i mexi- könsku háfjöllunum undir „góða” lóð svo að byggja megi á henni „betra” hús. Engum verö- ur láð að vilja þyngja pyngju sina og fráleitt aö meina neinum þess að ávaxta sitt pund. En fari svo, að lóðin við Suðurgötu 7 veröi rýmd og siðar heimili nýrrar byggingar, fara mörg pund i glatkistuna, sem aldrei komast upp úr henni aftur hversu miklir peningar kunna að verða I boði. Hér er ekki úr vegi að minna á umsögn Þórs Magnússonar til umhverfismálaráðs, sem hann samdi að loknum fornleifaupp- greftri i nágrenni Suðurgötu 7. Þar bendir þjóðminjavörður á, að fara verði með mikilli gát við byggingarframkvæmdir á þess- um slóðum. Komi I ljós, að fornar mannvirkjaleifar séu aö finna þarna, verði aö rannsaka þær áð- ur en hafist er handa við byggingarframkvæmdir. I framhaldi af þessum hugleiö- ingum öllum, virðist tillaga að- standenda Gallerisins I Suðurgötu 7 réttmæt, nefnilega sú, að borgin festi kaup á lóðinni og geri húsið upp þar. Með þvi væri hagsmun- um eigenda lóðarinnar og þeirra, sem meta menningu Reykjavikur einhvers, vel borgið. verndarvæng foringjans, sem kallaður var Böðullinn frá Guerrero. Bókin leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig stóð á þvi, aö heima- varnarliöið hafði ekki handtekið þessa útlaga og leitt þá fyrir af- tökusveit? Hafði Böðullinn eitt- hvert kverkatak á hinu hrotta- fengna mexikanska lögregluliði? Hvers vegna verður Morgan að leggjast svo lágt að leika byssu- óðan morðingja? Hver er dökk- hærða konan i flegna græna kjólnum við hægri öxl Morgans? Annars konar svör Oðrum spurningum er svarað á nýútkomnu landakorti. Það er jarðfræðikort af Suðvesturlandi, hið þriðja i röð sllkra korta, sem eiga að þekja landiö I mælikvarö- anum 1:250000, en áður hafa komið út fimm kortablöð á árun- um 1960-1978. Að útgáfu kortanna standa Náttúrufræðistofnun tslands og Landmælingar Islands. Náttúru- fræöistofnun sérum gagnasöfnun og frumteiknun, en Landmæl- ingar um lokateiknun og prentun þess. Kortið er prentaö i 12 mis- munandi litum og á þvi eru alls 600 tákn til aðgreiningar á hinum ýmsu jarðmyndunum. Auk þess fylgir ákveðið jarölagasnið hverju kortblaði. Kortið er hið mesta þarfaþing öllum þeim, sem áhuga hafa á landinu, þótt ekki væri nema til að athuga hvort hús eru byggð á sandi eða ekki. Kortin fást I flest- um bókabúðum. Sprengisveppir og fleiri þrumugaukar Iðunn hefur sent frá sér fimm nýjar teiknimyndasögur. Fyrst er að telja tvær nýjar bækur i flokknum um hin fræknu fjögur: Hin fjögur fræknu og gullbikar- inn og svo: Hin fjögur fræknu og þrumugaukurinn. Þetta eru sjö- unda og áttunda bókin i þessum flokki. Þá er komin út þriðja bókin i flokknum um Kalifann i Bagdað, Harún hinn mildi og stórvesirinn Fláráður. Þessi nýja bók heitir Fláráður geimfari. Einnig ný bók um Viggó viðutan, sem heitir Leikið lausum hala. Og loks er sjöunda bókin um félagana Sval og Val: Sprengisveppurinn, sem segir frá ævintýrum þeirra félaga i Japan. Jón Gunnarsson hefur þýtt allar þessar teiknimynda- sögur. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.