Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 01.09.1980, Blaðsíða 32
Mánudagur 1. september 1980 síminner 86611 veDurspá dagsins Um 500 km suðvestur af Reykjanesi er 986 mb. lægð, sem þokast norðaustur, Hlýtt veröur áfram. Suðurland, Faxaflói, suðvest- urmiö og Faxaflóamið: Sunn- an og suðaustan kaldi og með köflum stinningskaldi, skúra- veöur. Breiðafjörður og Breiöafjarö- armið: Suðaustan kaldi og smáskúrir. Vestfirðir og Vestfjaröamiö: Austan gola og sums staöar kaldi, skúrir sunnan til. Strandir, Norðuriand vestra og norövesturmiö: Sunnan og suðaustan gola og smáskúrir. Norðurland eystra og Austur- land aö Glettingi, noröaustur- miö og austurmiö: Suöaustan og sunnan gola og bjart veður, en þokubakkar á djúpmiðum. Austfiröir og austfjarðamiö: Sunnan og suðvestan gola eða kaldi, léttskýjaö norðan til á Austfjörðum, en annars skýj- að og smáskúrir. Suöausturiand og suöaustur- miö: Suðaustan og sunnan gola eða kaldi og skúrir. Veðrið hér og har Kl. 6 i morgun: Akureyrihálfskýjað 9, Bergen skýjaö 10, Helsinkiheiðskirt 8, Kaupmannahöfnléttskýjað 12, Osló léttskýjaö 7, Reykjavik skúr 11, Stokkhólmur létt- skýjað 9, Þórshöfn skýjaö 10. Kl. 18 I gær: Aþena heiðskirt 24, Berlin skýjað 16, Chicago alskýjað 23, Feneyjarskýjaö 21, Frank- furt skýjað 17, Nuuk þoka i grennd 6, London léttskýjaö 19, Luxemburgskýjaö 16, Las Palmasheiöskfrt 27, Mallorca skýjaö 24, Montreal mistur 27, New Yorkþokumóða 23, Parfs léttskýjað 17, Róm léttskýjað 24, Malaga léttskýjað 26, Vln skýjað 16 og Winnipeg skýjaö 18. Loki segir Svo viröist sém ráöamenn hjá Flugleiöum séu orönir flug- leiöir! Slorsmygl skip- verla á Hofsjökli Reyndu að smygla um 1000 fiöskum af áfengi og 1000 kartonum af sígarettum Ellefu skipverjar á Hofsjökli hafa viöurkennt aöild aö smygli á 948 flöskum af áfengi og 1000 kartonum af slgarettum, en upp komst um smyglið viö toil- skoöun, er skipiö lá viö bryggju á Suðureyri siöastliðiö föstu- dagskvöld. Aö sögn Kristins Ólafssonar, tollgæslustjóra er hér um aö ræöa eitt umfangs- mesta smygl, sem komiö hefur upp hér á landi á seinni árum. Við yfirheyrslur yfir skipverj- um hefur komið I ljós, að smygl- varningurinn var keyptur i Bandarikjunum, en Hofsjökull kom til Reykjavikur frá Halifax hinn 24. ágúst siðastliðinn. Þá hafði varningurinn verið falinn i oliutanka i botni skipsins. Við tollskoöun i Reykjavik fannst ekkert grunsamlegt um borð i skipinu og eftir skamma viödvöl var förinni heitið vestur um land og meðal annars komið við á Flateyri og Bolungarvik, en á þessum tveimur stöðum er vitaö, að selt var áfengi úr skip- inu. Þá hafði varningurinn verið millifæröur úr oliutankanum og i „þrjú-lest”, þar sem það fannst. Einhver kvittur mun hafa komið upp um smygl i skipinu og fóru tollverðir úr Reykjavik vestur á Suðureyri I þvi skyni að kanna málið. Þeir komu að skipinu skömmu eftir kvöldmat á föstudaginn, en þá var verið að skipa um smyglvarningi i fólksbil, sem stóð við skipshlið. Við leit i skipinu fannst varn- ingurinn og var lögreglu og sýslufulltrúa á Isafirði þegar gert aövart. Voru skipverjar færðir til yfirheyrslu á Isafirði og stóðu yfirheyrslur fram til klukkan sex á sunnudags- morgun. Að sögn Guðmundar Sigurjónssonar, fulltrúa sýslu- mannsins á Isafirði, er rann- sókn málsins svo til lokið en yfirheyrslum verður haldið áfram i dag. Við leit i skipinu fundust 801 flaska af áfengi, aðallega Vodka en þessir ellefu skipverjar hafa viöurkennt að hafa keypt 948 flöskur og þvl hefur mismunur- inn verið seldur. Þá hafa skip- verjar viðurkennt að hafa keypt 1000 karton af sigarettum, en 875 fundust við leit I skipinu. —Sv.G. Franski úthafsbáturinn ,,Le Morse” hefur legiö I Reykjavlkurhöfn undanfarna daga og hefur gestum og gangandi gefist kostur á aö skoöa fyrirbæriö.Eins og sést á myndinni mynduöust oft óralangar biöraöir um helgina.er menn geröu tilraunir tilaö svala forvitni sinni og komast um borö. Vísismynd:E.P. Fá ekki að gera við Sig- urðjörgu í yfirvinnu Þrátt fyrir fjörutlu daga land- legu vegna bilunar, var togaran- um Sigurbjörgu frá Ólafsfiröi, synjaö um undanþágu til yfir- vinnu vegna viögeröa I Reykja- vlk, loksins er tókst aö fá vara- hluti I skipiö. t gildi er yfirvinnu- bann hjá málm- og skipasmiöum I Reykjavlk og fékkst þvl ekki þok- aö, þrátt fyrir mjög slæma stööu skipsins vegna tlörar landlegu af völdum endurbóta og bilunar. „Staðan var vonlaus fyrir, en þetta gerir hana enn vonlausari”, sagði Jón R. Kristjónsson, skrif- stofustjóri I Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalielssonar á Ólaísfirði, sem gerir togarann út. „Kostnaður við togarann er kom- inn yfir þrjá milljarða”. Sigurbjörg er 499 brúttó- rúmlesta skip, sem keypt var til landsins i malmánuði 1979. I lok maí I ár var vélum skipsins breytt yfir á svartoliu og tók sú breyting mánuö, en átti undir eölilegum kringumstæöum að taka 10-12 daga. Rúmri viku eftir að skipið kom úr þessari breytingu. brotn- aði gir er knýr togspilið.svo ekki var unnt að stunda veiðar. Skipið var á leið til Þýskalands, lauk ferðinni og kom heim 21. júli, og hefur legið siðan i höfninni á Ólafsfirði. Sérsmlða þurfti vara- hluti I skipið, en vegna sumarfria og eigendaskipta á verksmiöjunni I Noregi, tafðist afgreiðsla fram til þessa dags, en I gær héldu tvær vélar utan til þess að sækja vara- hlutina. Samsetning á að fara fram i Reykjavik, en þar mætti útgerðarfélagið fyrrgreindum skilningiástöðuskipsins. —AS „Keflavikurvollur eins og draugaflugvðllur” segir Karl steinar, sem lelur iáli lil Djargar í alvinnumálum Suðurnesja „Þaö viröist öll starfsemi flug- félaganna vera aö flytjast til Reykjavlkur og Keflavlkurflug- völlur er oröinn eins og drauga- flugvöllur”, sagöi Karl Steinar Guönason, alþingismaöur og for- maöur Verkalýös- og sjómanna- félags Keflavlkur, I samtali viö Visi I morgun. Karl Steinar sagöi, aö allt virt- ist stefna I það, að flugvöllurinn yrði ekki áfram alþjóölegur flug- völlur. Þegar væri talsvert af starfseminni flutt til Reykjavikur og nú hefði hann heyrt, að flytja ætti flugumsjónina þangaö lika. „Þaö er ljóst, að þetta er okkar fullkomnasti flugvöllur”, sagði Karl Steinar „og auðvitað sjálf- sagt aö nota hann áfram, en ef ekkert á aö gera annaö en að lenda á Keflavlkurflugvelli, þá er það atvinnulega séö lítils virði”. „Það er fátt til bjargar nú I at- vinnumálum á Suöurnesjum”, sagðiKarlSteinar, „og ofaná allt þetta bætist, að um 70 manna fækkunhefur oröiö á Islendingum I störfum hjá Varnarliöinu frá því á sama tlma I fyrra”. — ÓM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.