Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 1
 Þriöjudagur 2. september 1980, 207. tbl. 70. árg Neyðarblys sáust í nótt: varðskip leitar f Djúpinu Lögreglan i Bolungarvik taldi sig sjá tvö rauo neyðarblys i nótt i Isafjarðardjúpi i átt aö Jökul- fjörðum. Landhelgisgæslunni var þegar gert aðvart og var varöskip sent á þessar slóðir en leit stóð enn yfir i morgun er siðast frétt- ist. Flugvél frá Isafirði svo og bát- arsvipuðustum IDjúpinu I morg- un, en að sögn lögreglunnar á ísa- firðimun ekkerthafa komið fram sem benti til að menn væru þar staddir i sjávarháska. Gott veöur er á miðunum fyrir vestan og handfærabátar hafa að undan- förnu stundað veiðar á þeim slóð- um sem blysin sáust. —Sv.G. íslendingar byrja vel á unglingamóti ínridge íslendingar voru jafnir Norðmönnum i 4. til 5. sæti á sjöunda Evrópumóti unglinga i bridge, en það stendur yfir þessa daga i Israel. Höfðu þá fjórar umferð- ir verið spilaðar, þegar siðast fréttist. íslenska sveitin, sem er skipuð Guömundi Hermannssyni, Sævari Þorbjörnssyni, Skúla Einarssyni og Þorláki Jónssyni, tapaði i fyrstu umferð fyrir Austurriki (5-15), en sigraði siðan Belgiu (13-7), Israel (14-6) og Italíu (20 gegn minus 1). Fyrirliði sveitarinnar, Jakob R. Möller, sagði í skeyti til Visis I gær, að þá hafi sveitin átt að keppa við Noreg, Bretland og Holland, en fri verður I dag. Alls taka unglingasveitir 15 þjóða þátt I Evrópumótinu að þéssu sinni. —GP StarfsfólkÞjdðminjasafnsinshnappast um Þór Magnússon.er hann tök upp silfrið i morgun. (Vfsism.BG) SILFRIÐ SYNT I ÞJðÐMINJASAFNINU „I þessum silfursjóði er einn hálsbaugur lang- stærstur og er hann um 100 grömm að þyngd og ó- brotinn", sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður i morgun.er hann sýndi Visismönnum sjóðinn frá Egilsstöðum. Starfsfólk Þjóöminjasafnsins hópaðist I kringum Þór þegar hann dró silfrið upp úr pússi sinu imorgun. Nánar tiltekiö er þarna um að ræða þrjá hálsbauga, tvo armbauga og siðan brotasilfur. Samtals eru þetta 44 stykki sem fundust við Miöhús á Egilsstöðum. Heildar- þyngd silfursins mun vera hátt I 700 grömm að sögn Þórs. Silfurpeningarnir sem fund- ust að Gaulverjabæ á sinum tima eru435 gr. að þyngd, silfrið sem fannst við Sandmula I Bárðardal er 307 gr. og að Ketu á Skaga fundust 135 grömm silf- urs. Er þá upptaliö það silfur sem fundist hefur áður frá vlk- ingatimanum hérlendis. Þór Magnússon þjóðminja- vörður var á Egilsstöðum I gær og rannsakaði nánar staðinn þar sem silfrið fannst á sunnu- daginn.ásamt dr. Kristjáni Eld- járn, sem staddur var fyrir austan. Fundu þeir nokkra silfurbúta til viðbótar og leifar af taupoka sem silfriö hefur verið grafið i. Munstrið á baugunum er nán- ast eins og á silfri sem fannst i Noregi og er frá vlkingatiman- um. Sjóðurinn hefur þvl legið I jöröu um eitt þusund ár. Þór sagði, aö silfur hefði verið mjög dýrt á þessum tima og hefði dr. Lúðvik Ingvarsson giskað á að Egilsstaðasilfrið jafngilti allt að 10 kyrverðum. Frétt Visis i gærmorgun um þennan merka fornleifafund vakti mikla athygli og má búast við að margir leggi leið sina i Þjóðminjasafnið til að skoða fundinn, en silfrið verður þar til sýnisfrá og með deginum I dag. —SG 99 Minni lán í siðvarfitveg pp „'Ef á að halda i það unga fólk, sem nú er að vaxa upp á Norðurlandi, þá verður að skapa 75- 100 ný atvinnutækifæri til viðbótar þeirri aukn- ingu, sem reikna má með hjá þeim atvinnufyrir- tækjum, sem nú eru i gangi," sagði Sigfús Jóns- son, sérfræðingur byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar rikisins, i samtali við Visi. Sigfús og Sigurður Guð- áætlunar fyrir Norðurland, sem mundsson hafa undanfarin tvö þeir kynntu á fjóröungsþingi ár unnið að gerð iönþróunar- Norðlendinga i gær. „Það er ljóst, að þessi störf verða að koma i iðnaði og til- heyrandi þjónustugreinum, þvi að það liggur fyrir, að störfum við Iandbiínað og sjávarútveg fjölgar lltiö eða ekkert á næstu árum", sagði Sigfús. „Yrði það þá ýmist gert með eflingu þess iðnaðar, sem fyrir er eða með nýiðnaöi. Við teljum þvi eðlilegt, að Byggðasjóður dragi úr lánveitingum til fyrir- tækja i sjávarútvegi, en i stað- inn verði þeim varið I mun meiri mæli til iönaðar, þar sem mögu- leikarnir eru meiri. Munum við I þvi sambandi gera að tillögu okkar i Framkvæmdastofnun- inni, að iönaður á Noröurlandi fái næstu þrjú árin fjárhagslega fyrirgreiðslu að upphæð 500 milljónir króna á verðlagi 1. september 1980. Sannleikurinn er sá, að lán- veitingar á vegum Fram- kvæmdastofnunarinnar hafa alltof Htiö verið f samræmi viö byggðaáætlanir, eins og þær eiga þó að vera samkvæmt lög- um. Það vantar einnig ákvæði i Iög, hver eða hvernig ætlunum skuli komiö I framkvæmd. Telj- um viö þvi rétt gagnvart iðn- þróunaráætluninni fyrir Noröurland, að sett veröi á laggirnar framkvæmdanefnd, sem sjái til þess, aö áætlunin verði ekki læst ofan í skúffu eng- um til gagns", sagði Sigfus Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.