Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 02.09.1980, Blaðsíða 5
VISIR Þriöjudagu r 2. september 1980. Umsjón: Gubmundur . Pótursson Ætla að draga hafísjaka frá suðurpúl til S-Arabíu Einn af prinsum Saudi-Arabiu viöheldur lifi enn i gamalli hug- mynd um aö draga einn 100 milljóna smálesta hafisjaka alla leiö frá Suöurskautslandinu til austurlanda nær til þess aö leysa vatnsekluvanda þarlendra. Mohammed Al-Faislal, sonur Faisals heitins konungs, sagöi i viötali viö Reuterfrétamann i gær, aö hann væri þeirrar trúar, að hafis gæti orðiö meiriháttar u vatnsuppspretta fyri hin skrælnuðu austurlönd nær og þaö strax áriö 1985. Þessi hafishugmynd leit fyrst dagsins ljós 1976, en hefur mætt vantrú og efaáemdum hjá visindamönnum. 1977 varð franskt verkfræöifyrirtæki gjald- þrota aöeins nokkrum mánuöum eftir aö þaö hafði tekiö aö sér verkið. Mohammed prins heldur því samt fram, aö útreikningar sýni, að þessi hugmynd fái staðist. Fyrirtæki hans "Iceberg Transport International” (Al- þjóðlegir isjakaflutningar) ætlar aö gera tilraun i smærri mæli strax á næsta ári. Prinsinn telur sig eygja þarna visan gróöaveg, þvi aö tonniö af isjakanum megi selja fyrir dollar (550 krónur), kominn til Saudi-Arabiu, en kostnaöur viö þangaö-komu mundi ekki fara fram úr 275 krónum, sem er ekki nema tiundi hluti kostnaöar viö aörar fram- leiösluaöferöir á vatni. Fyrirtæki prinsins hefur aöal- skrifstofur sinar i Paris og vinna á vegum þess 23 visindamenn aö undirbúningsathugunum. Hugmyndin ér að taka risa- jaka, sem brotnaö hefur úr iökli Suöurskautslandsins og drag hann með dráttarbátum lang- leiðina. Þó er unniö aö hugmynd um, aö virkja orkuna, sem leysist úr læöingi viö hitabreytinguna i jakanum, til þess að knýja jakann áfram. Upphaflega voru uppi hugmyndir um aö þekja jakann plasti til að draga úr uppgufun. Sumirvisindamennspá þvi, aö ís- jakinn muni kalla fram þoku á Rauöahafinu, og þokan muni svo aftur auka úrkomu þar um slóðir. Mannskæð póiitík Gærdagurinn var blóöugur i E1 Salvador, og er taliö, aö um tutt- ugu manns hafi látiö lifiö I óeirö- um og moröum öfgaaflanna. Þar á meöal var bæjarstjórinn i Juti- apa, sem skotinn vartil bana af ó- þekktum manni. Fundust i gær fimm lik manna, sem talin eru fórnarlömb hægri- sinna öfgamanna. Þrir vinstri- sinna skæruliöar féllu einnig i átökum viö her landsins. 1 uppþotum féllu ellefu manns. Okra á k|öti í Egypta- landl Margir Egyptar horfa fram á kjötleysi i heilán mánuö, eftir aö Anwar Sadat forseti fyrirskipaöi þegar I staö stöövun slátrunar á nautgripum og sauöfé 1 tilraun til aö stööva veröhækkanir á mat- vörum. 1 yfirlýsingu sinni sagði Sadat, aö stöövun slátrunar væri til þess aö gefa stjórninni ráörúm til aö- geröa gegn „glæpsamlegum hækkunum” matvöruverös, sem stjórnin vill kenna bröskur- um aö mestu leyti. Egyptar neyta árlega um 300 þúsund smálesta kjöts. Um þriöj- ungur þess er innfluttur, svo aö sláturbanniö mun i reynd tæma verslanir slátrara á nokkrum dögum. Sadat skoraöi á landsmenn sina aö gripa nú ekki til hamsturs á eggjum og kjúklingum. ,.Einn mánuöur er ekki langur timi, og viö munum ekki deyja”, sagöi hann. Siöustu tvo daga hefur hann veriö á stööugum fundum meö ráöherrum sinum til þess aö ráöa ráöum slnum um matvælabirgöir og veröeftirlit. Kjötiö hefur fariö fyrir i verð- hækkanaskriöunum. I Egypta- landi er engin opinber útreikning- ur á verðbólgunni, engin visitala, en menn ætla, aö veröbólgan nemi þar um 35% á ársgrundvelli. I verslunum á vegum þess opin- bera kostar kjötkilóið um 1200 krónur, enhjá slátrurum um 2400 krónur. Er kjöt oröið munaöur milljónum Egypta, og eru slátr- arar hrakyrtir mjög I fjölmiölum landsins, sem kalla þá braskara eöa jafnvel „feitar beljur”. Reagan verður fóta- skorlur á tungunni „t>ps! Þetta heföiég ekkiátt aö segja”, gæti Reagan veriö aö hugsa á þessari mvnd. Enn þykir Ronald Reagan, frambjóöandi repúblikana, hafa látiö orðhákshátt sinn hlaupa meö sig i gönur, þegar hann i Detroit i gær sakaöi Carter um aö hundsa alveg hina atvinnulausu og lá honum á hálsi fyrir að byrja kosningabaráttuna, þar sem Ku Klúx Klan á sin helstu itök. Þó er Detroit eitt helsta virki demókrata, og repúblikönum varasamt aö gera sér vonir um góöan hljómgrunn gagnrýni sinnar á demókratastjórnina þar. — Enda voru gerö hróp að Reagan, þegar hann ávarpaöi hundruö iönverkamanna viö fylkishátiö Michigan. Sér i lagi, þegar hann vildi bendla Carter viö Ku Klux Klan. A sömu stundu var Carter ein- mitt aö flytja ræöu I Tuscumbia i Alabamariki, og geröi sér tilefni til þess aö fordæma Ku Klux Klan og þaö kynþáttahatur sem sam- tökin eru sprottin upp úr, þegar hann sá nokkra klansmenn mæta til fundarins i kuflum reglu sinnar. Kallaöi hann þá hugleys- ingja, sem skildu hvorki Suöur- rikin né Bandarikin. Aöstoðarmenn Reagans reyndu að bera i bætifláka fyrir þessi ummæli hans I gær, og sögöu, aö ekki væri ætlunin aö dylgja um, aö Carter væri áhangandi KKK. Heldur heföi Reagan viljaö leggja áherslu á, aö Carter byrjaöi kosn- ingabaráttuna, greinilega tregur til þess aö standa augliti til aug- litis viö verkafólk, sem lifsgrund- vellimim heföi veriö kippt undan. Reagan hefur bæði I forkosn- ingunum og siöari kosningabar- áttu veriö mjög seinheppinn i full- yrðingum. Hann lét þaö henda sig eitt sinn aö segja brandara á kostnaö eins kynþáttarins. í ann- an staö sagöi hann, aö Vietnam- striöiö heföi veriö I þágu göfugs málstaðar. Enn vildi hann vé-- fengja þröunarkenningu Darw- ins, og ekki alls fyrir löngu reitti hann Pekingsstjórnina til reiöi meö þvi aö leggja til, aö USA tæki upp sitt fyrra samband viö Taiwan (Formósu). Oháð verkaiýðsfélög opna skrifstofur Verkföllin i kolanámum Silesiu breiöast út eftir fréttum pólska sjónvarpsins aö dæma, og er þaö I fyrsta sinn I tveggja mánaöa vinnudeilunni, aö rammt kveöur aö vinnustöövunum I aöaliönaö- arhéraöi Póllands. Fréttir herma, aö námamenn i tiukolanámum og tveim skyldum verksmiöjum hafi lagt niöur vinnu til þess aö fylgja eftir kröf- um um rétt til þess aö stofna óháö verkalýösfélcg. — Námamenn i Silesiu setja einnig á oddinn kröfu um bættan aðbúnað á vinnustöð- um og þá aöallega aukiö öryggi. Pólska sjónvarpiö greinir frá þvi, aö opinber nefnd undir for- mennsku námamálaráðherrans, Lejczak, standi i samningum við námamenn i Katowice, og var bú- ist viö þvi, aö samkomulag yröi undirritaö i dag. — Aðrar heim- ildir hermdu hins vegar I gær, aö námamenn heföu neitaö aö ræöa viö Lejczak, nema hann gæti framvisað skriflegu umboði til þessaösemja viöþá. Varsagt, aö viöræöum hefði verið frestaö, en yröu teknar upp aö nýju i dag. Flestir ætla, aö vinnudeilurnar i Silesiu veröi fljótlega leystar á grundvelli samninganna viö verkfallsmenn i Gdansk og öörum Eystrasaltsborgum. Verkfallsmenn i Gdansk biöu ekki lengi meö aö nýta réttinn til stofnunar sjálfstæöra verkalýðs- félaga og opnuöu I gær skrifstofu nýátofnaös félags sins i átta her- bergja ibúð. Sagöi Lech Walesa, sem forystu haföi fyrir verkfalls- mönnum, búast viö þvi, aö verka- menn i öörum landshlutum myndu fljótlega fylgja fordæmi þeirra I stofnun verkalýðsfélaga. Enda hefur veriö frá þessari fé- lagsstofnun greint i opinberum fjölmiölum. Igær fréttist, aö þrjátiu andófs- menn, sem handteknir voru fyrir tveim vikum fyrir aöstoö viö verkfallsmenn I Gdansk, hefðu v.eriö látnir lausir, samkvæmt samkomulagi viö verkfallsmenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.