Vísir - 03.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 03.09.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Miftvikudagur 3. september 1980. utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davió Gufimundsson. RÍMHrar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. 'RifstjórnarfuMtrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup,' Friða Astvfildsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Kristin t»orstelnsdóttir, Magdalena Schram, Pfill AAagnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Bla&amaftur á Akureyri: GIsll Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Krlstjfinsson, Kjartan L. Pfilsson. Ljósmyndir: Bragi ' Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. úflit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 8óóll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 simar 8óóll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86011. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 250 krónur ein- lakið. Visirer prentafiur I Blafiaprenti h.f. Siðumúla 14. Meo tilliti til aöstæðna Utanrfkisvi&skipti okkar og samskipti vifi aörar þjófiir hafa veriö I svipuöum farvegi um árabil. Breyttar aöstæöur og blikur á lofti knýja nú á um endurmat á stööu okkar. Utanríkismál ber helst á góma í þjóðmálaumræðu hér á landi þegar við eigum i deilum við aðrar þjóðir eða í tengslum við einhverjar breytingar á högum eða aðstöðu varnarliðsins á Kef lavíkurf lugvelli. Sjaldnar er rætt um utanríkis- málin í heild og viðskipti okkar við aðrar þjóðir. I nýútkomnu tölublaði Frjálsrar verslunar er þörf endurmats á stöðu okkar gerð að umtalsefni í grein eftir ritstjóra tímaritsins, Markús Orn Antonsson. Þau skrif gefa tilefni til svolítilla hugleiðinga um þessi mál, en þar segir meðal annars: „Til þessa höfum við á ýmsa lund notið smæðar okkar og ein- hliða afkomumöguleika í sam- skiptum við helstu nágranna og vinaþjóðir. Mörg dæmi væri hægt að nefna þessu til stuðnings. Norðurlandarikisstjórnir hafa stutt Islendinga til efnahagslegra ávinninga. Bandaríkin hafa beint og óbeint veitt landinu efnahags- aðstoð í þrengingum, þó að þjóð- armetnaður bjóði okkur að nef na þá hjálp öðrum nöfnum. Talsmenn fslands hafa verið ötulir að afla vina hjá öðrum þjóðum og þá hefur tilvísun til þessarar sérstöðu í þjóðasam- félaginu oft dugað vel. Allt þetta vinarþel höfum við kunnað að meta. Ef \ útaf hefur brugðið hið minnsta, og aðrir viljað standa fast á hagsmunum sínum eins og okkur sjálfum er gjarnt að gera, hefur almenningur hér á landi ekki hikað við að bregða forn- vinum um f jandskapog viljað, að því er virðist, rjúfa öll eðlileg samskipti í bráðræðinu. Svo langt er gengið að líkja afstöðu Norð- manna til íslendinga út af Jan Mayen við meðferð Rússa á Afgönum." Það er rétt hjá ritstjóranum, að við íslendingar viljum halda fast við kröfur okkar og því miður hefur oft virst helst til litill sveigjanleiki í afstöðu okkar, þegar semja hefur átt við aðrar þjóðir. Það má líka segja, að full- mikið hafi verið hamrað á smæð okkar og sérstöðu. Gott dæmi um afstöðu fólks hér til samskipta við aðrar þjóðir kemur alltaf upp á yfirborðið, þegar þing Norður- landaráðs eru haldin. Þá er sífellt spurt, hver beinn hagn- aður okkar hafi verið af þessu samstarfi og hvort við getum ekki náð einhverju meiru út úr því, en sjaldnar heyrist á það minnst, hverju við höfum fengið áorkað á vettvangi norrænnar samvinnu, og hvað við getum lagt af mörkum. Svipað hefur verið uppi á ten- ingnum varðandi samskipti og samstarf við aðrar þjóðir, en hætt er við, að á næstu árum komumst við ekki hjá því að snúa við blaðinu. Þær blikur, sem nú eru á lofti varðandi sölu á helstu útflutn- ingsafurðum okkar, gætu orðið þess valdandi, að við yrðum að einbeita okkur að viðskiptum við allt aðrar þjóðir en treyst hefur verið á fram að þessu. Sömuleiðis önnur atriði svo sem grundvallarbreytingar á markaðsstöðu okkar f flug- málum, nauðsyn samvinnu við f jársterka erlenda aðila um nýt- ingu orkulinda okkar, þörfin fyrir f jölbreyttari atvinnumögu- leika í landinu, nýjar iðngreinar, markaðsleit og auknar gjald- eyristekjur. Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum verður ekki hjá því komist að taka viðskipti okkar við um- heiminn til alvarlegrar athug- unar með það fyrir augum að stjórnvöld sveigi þau að breyttum aðstæðum á næstu misserum. r HVAB GERA OPIN- BERIR STARFSMENN? Nú á næstu dögum ganga opinberir starfsmenn til kosn- inga um samkomulag þaö er tókst á milli fjármálaráöherra og samninganefndar BSRB 20. ágúst sl. Úrslita atkvæöagreiöslunnar er viöa beöiö af mikilli eftir- væntingu. Þau munu mjög móta þjóöfélagsþróunina hér á næstu misserum. Þaö er t.d. mjög mikilvægt fyrir núverandi rfkis- stjórn (eins og raunar allar rikisstjórnir), aö friöur haldist á vinnumarkaöinum. Felli BSRB- menn samkomulagiö, er þaö krafa um verkfall og undir þeim kringumstæöum er varla aö vænta samninga milli Alþýöu- sambandsmanna og atvinnu- rekenda. Lýðræði i hávegum haft Þetta er fjóröa allsherjarat- kvæöagreiöslan, sem opinberir starfsmenn ganga til á þremur árum, en fram aö þeim tima voru þær nær óþekkt fyrir- brigöi. Félagsmenn I BSRB slógu I gegn, ef svo mætti aö oröi komast, er 90% þeirra mættu á kjörstaö i október 1977 til þess aö fella tillögu sáttanefndar áöur en haldiö var í sögufrægt verkfall. 60-70% mætti síöan til þess aö samþykkja samkomu- lag þaö, sem batt enda á verk- falliö. Næsta atkvæöagreiösla varö hins vegar söguleg. Yfir- gnæfandi meirihluti félags- manna i BSRB mætti á útmán- uöum 1979 til þess aö fella sam- komulag þaö, sem samninga- nefndin haföi gert viö rikis- stjórnina um niöurfellingu 3% grunnkaupshækkunar gegn ýmsum félagslegum réttindum. Sú riiöurstaöa sýndi, svo ekki varö um villst, aö fulltrúalýö- ræöi innan svona samtaka getur gefiö alranga hugmynd af vilja félagsmanna. Hvað gerist nú? Félagsleg atriöi eru hryggur þessa samkomulags. Lifeyris- sjóösréttindi eru stóraukin, 95 ára reglan kemur aftur. Þá geta þeir sem byrja starf snemma jafnvel hætt um sextugt á full- um eftirlaunum. Atvinnuleysis- bætur eru teknar upp. Samn- ingstiminngeröur aö samnings- atriöi. BSRB fær samningsrétt fyrir hálf-opinberar stofnanir. Starfsmenntunarsjóöi er komiö á og Starfsmannaráöum, svo helstu atriöin séu nefnd. Allt eru þetta mál sem stórkostlegt er aö ná fram. Veikleiki samkomu- lagsins er hins vegar, aö kaup- hækkunin er aöeins 14.000 + vísitölugólf + hraöari tilfærsla upp á viö i neöstu 10 flokkum launastigans. Hefur þetta veriö metiö sem 5-7% launahækkun, en hækkun til lifeyrisþega getur oröiö 15-16% og þvi ber aö fagna. Skýjaglópar Ef opinberir starfsmenn fella þetta samkomulag, þýöir ekki fyrir forystu BSRB aö semja oftar um félagsmálapakka. Þeir veröa þá án þeirra félagslegu atriöa sem nú er samiö um, næstu áratugi. Nú, eins og 1979, er haldiö uppi töluveröum áróöri gegn samkomulaginu. Þar standa fremstir skýjaglóp- ar, sem halda þvi fram, aö fé- lagsleg réttindi eigi og muni koma fljugandi i fangiö á launa- fólki. I kjarasamningum eigi aöeins aö semja um krónutölu- hækkun launa. Aö baki þeim stendur svo róttæka liöiö á vinstri kantinum, sem styöur neöanmálsl Baldur Kristjánsson blaöafulltrúí BSRB fjall- ar um samningsdrög BSRBog ríkisins. Baldur segir, að þeir sem halda uppi áróðri gegn sam- komulaginu sé róttæka liðið á vinstri kantinum, sem geri allt til að skapa sundrungu í þjóðfélaginu. allt er stuölar aö sundrungu I þjóöfélaginu. Verður samþykkt Persónulega held ég, aö sam- komulagiö veröi samþykkt meö nokkrum mun. Kemur þar tvennt til. Félagslegu atriöin I samkomulaginu eru mörg þörf og svo hitt, aö of stutt er sföan opinberir starfsmenn stóöu siö- ast i verkfallsbaráttu. Mér sýn- ist viö lauslega athugun, aö opinberir starfsmenn fremji ekki stórvirki nema á 10-15 ára fresti. Samkvæmt þvi mun ekki hrikta I þjóöfélagsuppbygging- unni af þeirra völdum fyrr en viö lok þessa áratugar. 1.9.80.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.