Vísir - 05.09.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 05.09.1980, Blaðsíða 22
vtsm Föstudagur 5. september 1980 Tveggja tíma ræöa A fundi Stéttasambands bænda sem haldinn var um slöustu helgi, flutti form. sambandsins Gunnar Guöbjartsson skýrslu stjórnar. sagt eraö Gunnari hafi staöiö ógn af þvf hversu ræöan yröi löng ef hann læsi upp alla skýrsluna. Sá lestur tæki a.m.k. klukkutima. Hann lagöi þvi ræöuna til hliöar og talaöi blaöalaust. Hann lauk máli sinu eftír tvo tima. Rúmar drjár milljónir fyrlr hestamynd A blaöamannafundi sem Knatt- spyrnusamband lslands hélt i vikunni vegna deilu þess viö Rikisútvarpiö kom meöal annars fram aö á sama tima og útvarpiö neitar aö ræöa viö KSÍ um greiöslur fyrir Utsendingar á 90 minútna kappleikjum, sem greitt var 1.4 milljón króna á siöasta ári, keypti sjónvarpiö nýlega 15 minútna kvikmynd frá hestamóti I Evrópu. Og veröiö? Rúmar þrjár millj. króna. Þaö er greini- lega sóst meira eftír hestamynd- um á bænum þeim, en knatt- spyrnuleikjum, sem landsliö okk- ar heyr. Annaö mál er hvort áhorfendur séu þessu mati sjón- varpsmanna sammála en um þaö er ekki spurt frekar en fyrri dag- inn. Hnekkir fyrir Þjóðhagsstofnun Ráöning hagfræöiráöunauts i forsætisráöuneytiö hefur komiö ýmsum nokkuö spánskt fyrir sjónir, meöal annars ýmsum ráöherrunum. Upphaflega átti Jón Ormur Halldórsson aöstoöar- maöur ráöherra aö fylgjast meö efnahagsmálum og vera ráöherr- anum til halds og trausts I þeim efnum. Meö hliösjón af þvi hlut- verki var hann geröur aö for- manni i efnahagsnefnd rikis- stjórnarinnar. Þetta dæmi gekk þó ekki upp. Ráöning Þóröar Friöjónssonar mun vera I einhverjum tengslum viö þaö álit efnahagsnefndarinn- ar aö stokka þurfi upp þær stofn- anir og hlutverk þeirra sem fjalla um efnahags- og hagmál. Sér I lagi veröur komn Þóröar aö telj- ast hnekkir fyrir Þjóöhagsstofn- un, sem samkvæmt lögum heyri beint undir forsætisráöherra og á aö vera honum til ráögjafar um efnahagsmál. Kastijós felit nlöur Umræöur fara fram nú hjá út- varpsmönnum um dagskrá vetrarins og mun fátt um fina drætti, enda Rlkisútvarpiö á heljarþröminni fjárhagslega. Þaö sem helst vekur athygli af þvi sem til umræöu er, er sú hug- mynd aö fella niöur „kastljós- þáttinn”, en taka þess i staö upp fréttamagasin, þar sem blandaö veröi saman innlendum og er- lendum fréttum, meö skýringum ogviötölum tíl fyllingará fréttum vikunnar. Þeir vlldu semja Eftir aö Vinnuveitendasam- bandiö lagöi fram tilboö sitt I kjaradeilunni, tók Alþýöusam- bandiö þá ákvöröun aö slita viö- ræöum. Þorsteinn Pálsson hefur fullyrt aö fulltrúar ASl hafi alls ekki veriö búnir aö reikna tilboöiö út og þaö er útbreidd skoöun aö ASl menn hafi veriö full fljótir á sér og slit viöræönanna hafi veriö rangur leikur I stööunni. Hvaö sem þessu líöur, þá hitt haft fyrir satt aö ýmsir verka- lýösforingjarhafi viljaö ganga til samninga á grundvelli tílboös VSI. Eru þeir nefndir Guömundur Jónsson form. Landssambands iönverkafólks, Guöjón Jónsson hjá járniönaöarmönnum og Björn Þórhallsson form. verslunar- manna. Kynvlllingar eru ekkl með kvenhella ...og svo megum viö til meö aö láta fljóta hér meö eftirfarandi sem lesa má i fundargerö út- varpsráös fyrir skömmu: „Lagt fram bréf frá Þuriöi Kvaran sem mótmælir þeirri full- yröingu sem hún segir aö lesin hafi veriö I „útvarp par sinnum, þar sem segir aö kynvillingar hafi kvenheila”. Kirkjuielðtogi irá Moskvu All sérkennilegur fundur veröur haldinn á Islandi innan skamms. Þar er um aö ræöa fund leiötoga grisk-ortodox kirkjunn- ar, en sú kirkja starfar einkum I austur Evrópu og I Miöaustur- löndum. Alls munu um tuttúgu kirkjuleiötogar koma til landsins og þinga i Skálholti. Umræöuefni þeirramun vera nánara samstarf viö lútersku kirkjuna. Meöal gestanna veröa fulltrúar frá Moskvu og fleiri kommúnista- rikjum. J I Smurbrauðstofan BwiaRIMirsJINJ Njólsgötu 49 - Simi 15105 HAPPDRÆTTI Dregið var 4.9. '80 í Happdrætti Vífilfells hf. Upp kom miði nr. 2851. Miði nr. 511 hefur ekki komið fram. Handhafar vinsamlega hafið samband við skrifstofu Vífilfells hf. í síma 18700. Úrval af bílaáklæðum M** (coverum) w?+l Sendum i póstkröfu Altikabúðin Hverfisgotu 72. S 22677 26 SJÖNARHORN Texti: Páll Magnússon blaöamaöur Abyrgð á morðl Hvaö veldur þvl aö ein þjóö tekur sig til og myröir sex miUjónir gyöinga? Hvernig stendur á þvi aö upplýstir menn geta, án þess aö blikna, leitt meöbræöur sina hópum saman til slátrunar, likt og sauöfé aö hausti? Þessar og þvilikar spurn- ingar komu upp I huga manns eftir aö sjónvarpiö haföi sýnt fyrsta þáttinn I Holocaust- myndaflokknum. Aö visu hafa Bandarikjamenn greinilega gert þennan flokk ,,meö sinu lagi”, sem þýöir aö málaö er I svörtu og hvitu. Nasistarnir eru bæöi ljótir og vondir, en gyöingarnir bæöi fallegir og góöir. Er þetta mjög sam- kvæmt sömu formúlu og indi- ánamyndirnar voru geröar eftir á sinum tima og getur varla talist mjög trúveröug persónusköpun. En hvaö um þaö, — myndin lýsir sönnum atburöum úr rfki „hundóöa mannsins”, eins og meistari Þórbergur kallaöi Hitler, og vist er, aö hörmungar gyöing- anna eru ekki orðum auknar. En hver bar ábyrgöinna á öllu saman? Þórbergur kall- aöiHitler „hundóöa manninn” og er hreint ekki sá eini, sem vill kalla Hitler og hans nán- ustu menn til persónulegrar ábyrgöar á öllu saman — per- sónugerva sökina á þjóöar- moröinu. Þetta er mjög þægi- legt fyrir alla málsaöila, — bæöi fyrir þaö aö Hitler og félaga eru dauöir, og eins hitt, aö ekki er hægt aö áfellast heila þjóö fyrir þaö sem nokkrir einstaklingar geröu I brjálæöiskasti. En skyldi sökin ekki hvila á heröum heiilar kynslóöar Þjóöverja? Aö minnsta kosti mikils hluta þess fólks, sem haföi aldur og vit til aö slökkva helvitiseldana áöur en þeir uröu aö báli. Viö skulum ekki gleyma þvi, aö Nasista- flokkurinn komst fyrst til valda i almennum og lýö- ræöislegum kosningum, og löngu áöur en hann varö ógnarafl i landinu voru glæpa- verk hans látin afskiptalaus. Sannleikurinn er nefnilega sá, þótt venjulega fari þaö hljótt, aö mikill meirihluti þýsku þjóöarinnar stóö aö baki Hitlers og flokksins. Astæöurnar fyrir þvi voru margarog sumar hverjar fuU- komlega eölilegar, en hér veröur ekki fariö út I þá sálma. En þegar þeir Þjóö- verjar, sem voru komnir til manns á þessum árum, segj- ast ekki hafa vitaö um helför- ina hljómar þaö hjáróma. Útrýming sex milljóna manna fer ekki framhjá neinum sem á annaö borö vill vita af henni. Þýskur prestur, sem lengi sat i fangabúöum nasista vegna þátttöku i starfsemi hins róttækari arms þýska sósialdemókrataflokksins, var ekki I nokkrum vafa um hver bar ábyrgöina. „Fyrst tóku þeir gyöingana og viö geröum ekkert þvi þeir létu jú okkur I friöi. Svo tóku þeir kommúnistanna og viö geröum heldur ekkert þá, þvi enn vorum viö látnir i friöi. Siöast tóku þeir okkur, og þá var enginn eftir til aö koma okkur tU hjálpar”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.