Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 6
Mánudagur 8. september 1980 i f I 6 Unglingarnir á hringferöinni Ólæti í miðbæ ReyKjavíkur aðfaranótt laugardags: Lögreglan I brösum meö aö koma unglingi inn i lögreglubil. I hug, aB þeir væru aöeins aö sinna skyldustörfum. „Ráðumst á lögguna” Um tvöleytiö fækkaöi mjög i miöbænum en þá fóru vafalaust margir i partý. Þaö var að heyra á unglingunum, aö mikiö væri um slikar veislur i heima- húsum, þvi þau mál voru mikið rædd. Voru margir meö annan fótinn i partýi einhvers staöar úti i bæ og hinn á planinu. Var greinilegt hjá unglingunum aö ekki mátti missa af neinu, sem gæti gerst i bænum. Þegar halla fór i hálf þrjú söfnuöust unglingarnir enn á ný i miöbænum og nú fyrir utan Miöbæjarmarkaöinn, en þar áttu mestu ólæti næturinnar eftir aö gerast næsta hálftim- ann. Unglingaf jöldinn var oröinn slikur, aö kallaöar voru út aukavaktir og varaliö hjá lögreglunni, og kom skipun um aö dreifa fólkinu. En þá keyröi fyrst um þverbak. Blaöamanni virtist, sem þetta hæfist meö þvi, aö flösku væri kastaö aö lögreglubil. Sá, sem þar átti hlut aö máli, var umsvifalaust settur inn i lögreglubil. Viö þetta gat félagi hans einn ekki sætt sig viö og ýtti við húfu eins lögreglu- þjóns. Sá var einnig settur inn. Nú fór unglingafjöldinn nokkuö aö ókyrrast og einn kallaöi: Ráöumst á lögguna.” Þaö var nóg. Einnig hann var settur inn. Enn mögnuöust ólætin, og nú voru unglingarnir settir inn i lögreglubilana i kippum , stundum fyrir litlar eöa engar sakir, og hverjum farminum á fætur öörum var ekið á lög- reglustööina. Blaðamaöur horföi til dæmis á dreng ganga aö öörum meö brennivinsflösku, og bjóöa honum sjúss. Sá siöar- nefndi, algerlega ódrukkinn og ekki meö nein læti, hristi aðeins höfuðiö og snerti ekki flöskuna. Lögreglumenn komu aðvifandi og fariö var meö báöa inn i lög- reglubila. Þó lögreglan væri einungis þarna til aö sinna slnum skyldu- störfum, var ekki laust viö aö blaðamanni fyndist þeir full aðgangsharöir á stundum og taka unglingana aö tilefnis- lausu. En greinilegt var, að unglingunum fannst þeir of áberandi og réyndu þvi að mót- mæla. Punkturinn yfir i-ið? „Man ékki eftir ööru eins,” sagði Þorsteinn Sigfússon, lög- regluvaröstjóri, i samtali við blaöamann, sem fór i heimsókn I Hverfistein milli kl. 3 og 4 þessa nótt. „Viö erum meö helmingi fleiri á vakt nú en venja er,” sagði Þorsteinn, „og samt nægir þaö varla. Viö höfum tekiö um 50 til 100 ung- linga og heilt niður úr um 80 flöskum.” Þótt blaðamaöur fengi ekki að fara inn, var hægt að fylgjast meö utan frá. Að innan barst söngur og þeir, sem komiö var meö neöan úr bæ, voru með bros á vör. Þaö var þvi ekki að undra, aö hvarflaöi aö blaða- manni, aö unglingunum fyndist þetta sem punkturinn yfir i-ið á velheppnaöri helgi. kþ Skyldi þessum þykja helgin hafa veriö vel heppnuö? Visismyndir EP/—KÞ Rólegt framan af Þegar blaðamaður kom i miö- bæinn um miönætti var allt meö kyrrum kjörum. Þeir fáu ung- lingar, sem þá voru þar, röltu um og ekki var að sjá vin á nokkrum manni, nema helst á þeim, sem voru á leiö inn á vin- veitingahúsin i grenndinni. Fljótlega fór þó unglingunum aö fjölga og um eittleytið er liklegt, aö um 3 þúsund manns hafi veriö I miöbænum, aöallega unglingar. Einstaka fulloröinn mátti þó sjá og virtust þeir komnir fyrir forvitnissakir. Unglingarnir héidu sig á Hallærisplaninu, kringum Miöbæjarmarkaöinn, Austur- velli og Austurstræti. Krakk- arnir virtust ekkert hafa annaö fyrir stafni en ganga hring eftir hring á þessu svæöi I smá- hópum. Sumir höföu þó veriö svo forsjálir aö taka meö sér segulbandstæki, og aörir höföu hitt kærastann eöa kærustuna, enda var duflaö og daöraö I hverju skúmaskoti á svæöinu. Nokkrir ungiinganna höföu komist yfir áfengisflöskur og veifuöu þeim óspart og virtist blaðamanni þaö fremur stafa af mannalátum, en aö viökomandi væri ölóöur. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan var viö öllu búin þessa nótt og hvert sem litiö var. voru lögreglubHar meö ljós- kastara og lögregluþjónar gengu á milli unglinganna, leituöu á þeim og helltu niöur þvi vini, sem þeir fundu. Þeir, sem voru meö múöur, voru umsvifalaust teknir I vörslu iög- reglunnar og þeim síöan ekiö á lögreglustöðina eöa heim til sin. „Gemmér einn” ..Gemmér einn”. Geröu þaö,” sagöi 14—15 ára piltur viö félaga sinn á Hallærisplaninu þessa nótt krjúpandi á hnjánum. „Ef þú gefur mér einn um næstu helgi. Lofaröu þvi? Lofarðu þvi?” sagöi félaginn og hinn jánkaöi og þar meö var björninn unninn. Þrátt fyrir þetta virtist mikill minni hluti unglinganna undir áhrifum áfengis, en aftur á móti var glfurlegur hávaði, hróp og köll og einstaka stimpingar áttu sér staö. Þaö virtist þó ekkert frekar stafa af áfengisdrykkju. Krökkunum fannst sér greini- lega mjög misboöiö vegna þess- arar „rassiu” lögreglunnar, sem þau kölluöu svo, og voru þvi aö láta álit sitt i ljós með þessum hætti. Margir lögreglu- þjónarnir fengu þaö þvi óþvegiö frá þeim, og engum virtist detta Gemmer e inn „Löggan æsti liðið upp,” sagði unglingur i samtali aðfaranótt laugardags, við blaðamann sem staddur var i miðbænum þessa nótt. Mikill viðbúnaður lögreglu var á svæðinu fram eftir nóttu til að sagan frá helginni áður endurtæki sig ekki, þegar miklar gróðurskemmdir og spjöll voru unnin á Austurvelli og i Grjótaþorpi, eins og mönnum er vafalaust enn i fersku minni. Má segja að nokkurs konar um- sátursástand hafi einkennt lifið i miðbænum þessa nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.