Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 12
vísm Mánudagur 8. september 1980 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Mazda 323 árg. 1978 Mazda 929 árg. 1980 Fiat127 árg.1974 Ford Escort árg. 1973 Mercury Comet árg. 1973 Mercury Comet árg. 1971 Chevrolet Malibu árg. 1972 Chevrolet Caprice árg. 1979 Datsun 120Y árg. 1978 Toyota M-II árg. 1974 Chevrolet Blazer árg. 1972 Ford Granada árg. 1976 Bif reiðarnar verða til sýnis að Skemmuveg 26, Kópavogi/ mánudaginn 8/09 '80 kl. 12—17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Bifreiðadeild fyrir kl. 17 9/09 '80. SAMVII\INUTRYGGINGL4R Ármúla 3 - Reykjavik - Sími 38500 Nauðungaruppboð annaö og siöasta á fasteigninni Þórustigur 22, kjallari, Njarövik, þingl. eign Jóns Hallddrssonar fer fram á eign- inni sjálfri aö kröfu Þorvarös Sæmundssona hdl., fimmtu- daginn 11. september 1980, kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Njarövik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78., 79., og 82. töiublaöi Lögbirtinga- blaösins á fasteigninni Steinbogi, Geröahreppi, þinglýst eign Ingimars Kr. Þorsteinssonar fer fram á eigninni sjáifri aö kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtu- daginn 11. september 1980 kl. 15.30. Sýslumaöurinn I Gullbringusýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var f 38., 42. og 46. tölublaöi Lögbirtinga- blaösins 1980 á fasteigninni Garöabraut 51, Geröahreppi, þinglýst eign Snorra Einarssonar og Halldórs Einars- sonar fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Tryggingar- stofnunar rlkisins og Arna Guöjónssonar hrl., fimmtu- daginn 11. september 1980 kl. 16.30. Sýslumaöurinn I Guilbringusýslu Nauðungaruppboð annaö og slöasta á eigninni Breiövangur 75, Hafnarfirði, þing.l. eign Sævars Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11.9. 1980 kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi Nauðungaruppboð sem auglýst var I 100., 103, og 108 tölublaöi Lögbirtinga- blaösins 1979 á eigninni Suöurgata 1, Hafnarfiröi, þingl. eign Dvergs h.f. fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóös á eigninni sjálfri fimmtudaginn 11. sept. 1980 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði v Nauðungaruppboð sem auglýst var I 78., 79., og 82. tölublaöi Lögbirtingar- blaösins 1979 á fasteigninni lóð viö Básveg, ólafshús, Sæfarahús, Veiöarfærageymsla, Beitingahús, Dæluhús og skreiöarskemma á Miönesheiöi allt I Keflavik, þinglýst eign Fiskvinnslustöövarinnar Jökuls hf„ fer fram á eign- inni sjálfri aö kröfu Gunnars Guömundssonar lög- fræöings, Innheimtumanns Rlkissjóös og Vilhjálms Þór- hallssonar hrl., fimmtudaginn 11. september 1980, kl. 14.30. Bæjarfógetinn I Keflavik Nauðungaruppboð sem auglýst var I 38., 42. og 46. tölublaöi Lögbirtingar- blaösins 1980 á fasteigninni Klapparstigur 8, efri og neöri hæö, Keflavik, þinglýst eign Sjafnar Skúladóttur, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Veödeildar Landsbanka tslands, Garöars Garöars- sonar, hdl, Jóns G. Briem hdl„ Viihjáims Þórhallssonar hrl„ Gests Jónssonar hdl, og Hafsteins Sigurössonar hrl„ fimmtudaginn 11. september 1980, kl. 13.00. Bæjarfógetinn i Keflavik ‘ 12 Hvaö SÖflÖU Þlððverjar um Holocaust? Munchen/ 28.1. 1979 /,Við höfum lítið farið og alls ekki á kvöldin, því hér hefur veriðsýnd, (4kvöld í röð) bandarísk framhalds- mynd um stríð no. 2 í sjónvarpinu. Myndin sjálf var e.t.v. svolítið „amerísk" en þó nokkuð góð — ekki ýkt nema síður væri. En í lok hvers þáttar voru svo 2 klst. umræður á skerminum og voru þær geysilega intress- ant. Voru um 5 manns sem ræddu saman og gátu á- horfendur hringt inn spurningar og athugasemdir. Yfir 60% þýsku þjóðarinnar horfðu á þessa þætti og fleiri þúsundir hringdu til sjónvarpsins. Virðist þetta hafa verið í fyrsta skiptið, sem Þjóðverjar leyfa sér að tala opinskátt um stríðið og nasismann. Þó eru hér oft sýndar heimildarmyndir f rá þessu tímabili og enn standa hér yfir réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum, en það er eins og þessi ameríska mynd, sem sagði sög- una með mjög persónulegu ívafi hafi haft meiri áhrif. Furðulegast fannst mér hversu margir af þeim sem hringdu virtust ekki hafa vitað að neinu marki um það sem gerðist á nasistatímanum — þ.e.a.s. ungt fólk. Það spurði hvort þetta hefði virkilega verið svona slæmt! Stundum spurðu krakkar og unglingar, (mér skilst að þar til fyrir skömmu hafi mannkynssögu- kennsla hreinlega sett punktinn við 1933) — hvers vegna þeim hefði ekki verið sagt þetta áður. Margir veltu því auðvitað fyrir sér hverjar orsakirnar hefðu verið og hvers vegna ekkert hefði verið aðhafst gegn ofsóknum etc. Einstaka maður hringdi til að segja að þetta hefði allt verið rétt og verst að þeir náðu ekki í alla gyðinga! En það sem greinilegast kom fram í umræðunum, var aðsú afsökun, sem Þjóðverjar bera jafnan fyrir sig, nfl. að þeir hafi ekkert vitað, er ekki á rökum byggð. Hitt er svo aftur annað mál, hvort þeir sem vissu, hafi nokkuð getað gert. En yfir þessu erum við sem sagt búin að sitja sem dáleidd alla vikuna". (Úr sendibréfi frá undirritaðri til foreldra sinna.) Sjálfsmorö i Auschwitz. Holocaust hitti beint í mark Áöur en Holocaust var sýnd I þýska sjónvarpinu, fóru fram miklar umræöur I fjölmiölum um þaö, hvort ætti yfirhöfuö aö sýna hana. Sú umræöa spratt siöur af ótta viö aö fjalla um nasistatima- biliö I sjónvarpinu held ég, heldur en af almennum fordómum Þjóö- verja gagnvart bandarlsku sjón- varpsefni. Þeim þótti ekki rétt aö fariö, aö gera sögulegar staö- reyndir aö söluvarningi meö ást- arvellu og tilfinningasemi likt og Bandarikjamenn eiga til. Flest betri blöö og timarit, t.d. Die Sud- deutsche Zeitung og Der Spiegel voru á móti sýningu á Holocaust af þessum og öörum skyldum á- stæöum. En eftir aö sýningar hóf- ut, kvaö strax viö annan tón. Ein- mitt þessi aöferö viö aö segja mannkynssöguna — aöferö sem enginn þýskur kvikmyndageröar- maöur myndi leyfa sér, reyndist rétta leiöin til aö halda Þjóöverj- um viö skerminn fjögur kvöld i röö, langt fram á nótt. (Hér má skjóta inn aö allir góöir Þjóöverj- ar fara aö sofa kl. 22 og á fætur kl. 06) ólikt þvi sem samkvæmt töl- um sjónvarps, gerist sé um þurr- ar heimildarmyndir úr striöinu aö ræöa. Sem kvikmynd var Holocaust ekki mikiö hrósaö, en umræöunum sem hún hratt af staö, gleyma Þjóöverjar ekki I bráö. Einnig, aö á siöasta ári hefur komiö fram ný kynslóö þýskra rithöfunda á bókmenntasviöinu i Þýskalandi, sem reyna I verkum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.