Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 14
vtsm Mánudagur 8. september 1980 14 VALSMENN TRVGGÐU SER TITILINN I KEFLAVÍK Valsmenn tryggðu sér islandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu þegar þeir náðu að sigra IBK í Kef lavík á laugar- daginn með tveimur mörkum gegn engu. Þetta er í 17. sinn sem Valur verður Islandsmeistari í knattspyrnu. Leikurinn í Keflavík á laugardag einkenndist af mik- illi baráttu enda var mikið f húfi hjá báðum liðum. Vals- menn að tryggja sér titilinn og Keflvíkingar að bjarga sér frá falli. Atn var maöur leiksins Atli Eðvaldsson var eitt af stóru nöfnunum í vest- ur-þýsku knattspyrnunni um helgina, og sá knatt- spyrnumaður þar í landi, sem einna mest er talað um þessa dagana. Hann hefur átt hvern stórleik- inn á fætur öörum meö Borussia Dortmund aö undanförnu og STflÐAN Staöan i 1. deild Islandsmótsins i knattspyrnu eftir leikina um helgina er þessi: Valur....... 17 12 2 3 38:14 26 Fram........ 17 10 3 4 21:19 23 Víkingur.....17 7 6 4 23:20 20 Akranes......17 7 4 6 26:20 18 Breiöablik ...17 8 1 8 25:20 17 Vestm.eyjar .17 5 6 6 25:27 16 KR ..........17 6 3 8 15:24 15 Keflavik.....17 3 7 7 16:23 13 FH...........17 4 5 8 21:31 13 Þróttur ..'.... 17 2 5 10 11:23 9 Markhæsti maöur: Matthias Hallgrimsson Val .... 11 Næstu leikir: Leikirnir i siöustu umferöinni, sem fram fer um næstu helgi, eru þessir: Þróttur — FH á föstudag, Fram — Breiöablik, Akranes — Keflavik, Vestmannaeyjar — KR á iaugardag og Vaiur — Vikingur á sunnudag. skoraö mikilvæg mörk fyrir liöiö i mörgum þeirra. Eitt slikt geröi hann á laugardaginn þegar Borussia sigraöi Schalke 04 á úti- velli 2:1. Staöan I leiknum var 1:1 og 5 minútur til leiksloka þegar Atli fékk knöttinn fyrir utan vitaveig andstæöinganna. í staö þess aö senda hann áfram lét Atli skot riöa af og hafnaöi knötturinn i markhorninu.alveg óverjandi fyrir markvörö Schalke. Reyndist þetta vera sigurmark leiksins og var mikiö fjallaö um þaö I blööum i Þýskalandi og þaö sýnt I sjónvarpi hvaö eftir annaö. Borussia er sem stendur i 3. til 5. sæti i deildinni ásamt Kaisers- lauten og Duisburg,öll meö 7 stig, en Bayern Munchen og Hamburg SV eru I efsta sætinu meö 9 stig . . TVð mei Unglingamót FRl i frjálsum iþróttum fór fram á Laugardals- velli um helgina og voru tvö met sett á mótinu. Svava Grönfeldt UMSB setti nýtt meyjamet i langstökki er hún stökk 5,55 metra. Þá setti Guö- mundur Karlsson nýtt Islenskt sveinamet I kringlukasti. Kringl- an flaug 49,65 metra . . . Valsmenn voru betri aöiiinn til aö byrja meö. Þeir léku undan vindi I fyrri hálfleik og sóttu nokkuö stift aö marki IBK án þess þó aö ná aö skapa sér hættuleg tækifæri. Fyrsta mark leiksins kom á 15. minútu. Magnús Bergs fékk þá knöttinn einn og óvaldaöur á markteig og þaö var ekki aö sök- um aö spyrja, knötturinn söng i netinu. Siöan skeöi fátt markvert þar til á 27. minútu en þá fór held- ur betur aö lifna yfir leikmönnum beggja liöa. Dæmd var auka- spyrna á ÍBK og knötturinn barst til Magnúsar Bergs sem gat skot- iö sjálfur á markiö en i staö þess sendi hann út á Magna Pétursson sem lét vaöa á markiö. Firnafast skot hans þaut beint I vinkil Keflavikurmarksins og festist þar. Stórglæsilegt mark sem kom svo sannarlega á réttum tima. En markiö sem Keflavik skoraöi minútu siöar kom lika á réttum tima. Ragnar Margeirsson óö þá upp allan völlinn og prjónaöi sig i gegnum alla vörn Vals og skoraöi framhjá Siguröi Haraldssyni i valsmarkinu. Eftir markiö hresstust Keflvikingar mikiö en stórleikur Dýra Guðmundssonar kom I veg fyrir aö þeim tækist aö skora. Siöari hálfleikur var heldur ró- legri en sá fyrri þó hart væri bar- ist. Valsmenn geröu allt sem þeir gátu til aö halda fengnum hlut og þaö tókst og þar meö var tslands- meistaratitiliinn þeirra. Þeir Magnús Bergs, Guömund- ur Þorbjörnsson, Dýri Guö- mundsson og Hermann Gunnars- son voru bestu menn Vals i leikn- um en hjá ÍBK bar mest á bak- vöröunum, Guöjóni og Óskari en einnig áttu þeir Þorsteinn Bjarnason og Ólafur Júliusson góöan leik. Þó aö toppbaráttunni sé lokiö er ekki hægt aö segja þaö sama um botnbaráttuna. Þróttarar eru aö visu fallnir en þrjú liö eru ennþá i mikilli fallhættu. iBK og FH eru meö jafnmörg stig eöa 13 en KR er meö 15 þannig aö ef FH og ÍBK vinna sinn siöasta leik og KR tap- ar eru þrjú lið jöfn og þurfa þau aö leika aukaleiki um fallsætiö. Volker Hofferbert stjórnaöi Valsiiöinu I sumar eins og sannur hljóm- sveitarstjóri.VIsismynd Friöþjófur. „LEIST EKKI OF VEL A VALSLIÐIÐ I BYRJUH” - segir býskl blálfarinn vnlKer Hofferberl sem gerði val að ísiandsmeisturum um heigina ,,Ég er aö sjálfsögöu i sjöunda himni — þaö er varla hægt annaö en aö vera þaö þegar maöur þjálfar og stjórnar iiöi sem verö- ur meistari”, sagöi hinn þýski þjálfari tslandsmeistara Vals i knattspyrnu, Volker Hofferbert, I viötali við VIsi I gær. Hofferbert, sem hefur notiö mikilla vinsæida meöai leikmann Vals I sumar, tók viö liöinu snemma i vor. „Mér leist ekki neitt of vei á þaö f byrjun” sagöi hann og hló viö. ,,Ég sá jú strax aö ég var meö góöa leikmenn i höndunum, en þetta var ekki neitt sérstakt liö og þvi varö aö byrja á aö búa þaö til. Þaö gekk hálf brösuglega aö mér fannst I byrjun. Vellirnir voru lé- legir og þetta smali ekki nógu vel saman. Þaö fór þó aö ganga ágæt- lega þegar á leiö júni, og nú siö- asta mánuöinn hefur þetta veriö mjög gott hjá okkur.” — Hvaöa leikur var besti leikur Vals i sumar aö þinu áliti? „Þaö var 7:2 ieikurinn á móti Vestmannaeyjum. Þar held ég aö hafi lika veriö besti leikurinn i mótinu”. — Hver var þá lélegasti leikur Vals?. „Þeir voru ekki margir lélegir leikir hjá Vai. En 2:1 tapieikurinn á móti FH hefur þó liklega veriö sá slakasti af okkar hálfu. Hann var líka góö áminning fyrir strák- ana, þvi eftir hann gjörbreyttist aliur leikur þeirra til þess betra”. — Verður þú meö Vaisliöiö aft- ur næsta ár? „Ég hef fengið tilboö frá Val um aö vera áfram.en ég hef enga ákvöröun tekið enn. Mér og konu minni hefur likar dvölin hér á Is- iandi mjög vel og samskipti okkar við fólkiö hafa veriö ánægjuleg i aiia staöi. Þaö getur þvi alveg eins veriö aö viö komum aftur, þótt svo aö viö treystum okkur ekki til aö gefa jákvætt svar nú á stundinni” . . . — klp — Ódýrir æfingagallar Allar stærðir Litir: Dökkblátt Ijósblátt og rautt Verð frá kr. 14.900. FYRIR SKÓLANN Leikfimibolir Leikfimiskór Fimleikaskór Stuttbuxur íþróttasokkar íþróttabolir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.