Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 20
VÍSIR Mánudagur 8. september 1980 Stóriðla á Austurlandi Stór'iöjuframkvæmdir á islandi er sigilt umhugsunarefni manna og hafa umræOur um siikar fram- kvæmdir aukist aO undanförnu. Sveitarstjórnarmenn og alþingismenn I Austurlandskjördæmi þinguöu nýveriö um orkumál f kjördæminu en á þeirri ráöstefnu kom fram einhugur um nauösyn þess.aö reisa stóriöjufyrirtæki á Austurlandi I kjölfar Fljótsdalsvirkjunar. Mönnum bar saman um aö Reyöarf jöröur væri hentugasti staöurinn fyrir stóriöju og i umræöum kom fram, aö æskilegt væri, aö fyrirtækiö mætti ekki taka vinnukraft fleirien 150-250 manna efkomastættihjá ðþægilegum áhrifum. A ráöstefnunni geröi Hjörleifur Guttormsson, iönaöarráöherra grein fyrir frumathugunum, sem fariö hafa fram I iönaöarráöuneytinu um stóriöjuframkvæmdir á Austurlandi og kom þar fram aö einn val- kosturinn er bygging kisilmálmverkssmiöju. Hjörleifur minnti einnig á þá stefnu Alþýöubandalagsins, aö hugsanleg stóriöja yröi aö meirihluta i eign islendinga en athygli vakti, aö ýmsir flokksbræöra hans Ur hópi sveitarstjórnarmanna töldu þaö atriði ekki skipta höfuömáli. í framhaldi af þessum umræöum haföi Visir samband viö nokkra sveitarstjórnarmenn og alþingis- menn á Austurlandi ogkannaöi hugþeirra til fyrirhugaöra stóriöjuframkvæmda fkjördæminu. 20 Nlenn ekkí á eitt sáttir um eignar- aðiid í stóríöjutyrírtækjum í umræðum um stóriðju á íslandi hafa menn deilt um hver eignaraðild íslendinga eigi að vera i slik- um fyrirtækjum. Visir leitaði til fimm valinkunnra manna og spurði þá álits á þessu atriði: Benedlkt Grðndal: „Skoða verður hvert tilvik fyrir sig" „Mfn afstaöa til stóriöjumála er sú afstaöa sem Alþýöuflokkur- inn hefur haft en viö höfum stutt alla þá stóriöju sem þegar hefur veriö reist hér á landi og teljum aö áframhaldandi uppbygging á þessu sviöi sé nauösynleg. Viö gerum þaö ekki aö skilyrði aö islendingar eigi meirihluta i þessum fyrirtækjum heldur veröi aö skoöa hvert tilvik fyrir sig”, — sagöi Benedikt Gröndal, alþingis- maöur og formaður Alþýöu- flokksins. „Viö teljum að þaö sé lifsnauð- syn fyrir þjóöina á næstu árum, aö nýta eins vel og hægt er orku- lindirnar og þaö veröi aö nokkru leyti aö gerast meö orkufrekum stóriðjuiðnaði. Hvað eignaraðild- ina snertir höfum við viljað taka afstöðu til hvers tilviks fyrir sig en ekki opna allar gáttir fyrir erlendu fjármagni né heldur úti- loka að útlendingar eigi meiri- hluta. En megin atriðið i þessu-er, að við teljum reynsluna af stór- iðju vera góða og þessi fyrirtæki virðast vera þau sem helst geta staðið undir góðum launum vandræðalaust. Alþýðuflokkurinn fylgdi ál- samningnum á sinum tima og ég tel, að það hafi verið skynsamlegt að láta Svisslendinga taka mest af áhættunni i þvi tilviki. Hins vegar vorum við lika reiðubúnir til að styöja tilraun með þaö I Hvalfirði, að íslendingar ættu meirihlutann. Þannig viljum við skoða hvert tilvik fyrir sig þótt auðvitað sé það skoðun okkar, að íslendingar eigi að hafa full ráð yfir þessum fyrirtækjum og þau fylgi algjör- lega islenskum lögum. Eignar- aðildin I sjálfu sér ræður ekki úr- slitum I þvl tilliti þvi islenska rikið á, i gegnum samninga, skattalög og fleiri hagstjórnar- tæki, að geta stýrt þessum fyrir- tækjum eins og öðrum”, — sagði Benedikt. —Sv.G. Sverrir Hermannsson: „Skiiyrðl að íslendingar eigi ekki meirihluta” „Ég hef margoft lýst þvi yfir, aö þaö er þvert á móti skilyröi, aö tslendingar eigi ekki meirihiuta I „Ágreiningur um stóriðju á Austurlandi er úr sögunni” - segir Jónas Hallgrímsson. bæjarstjóri á Seyðlsfirðl ,,Ég er fyigjandi samþykkt ráö- stefnunnar eins og hún liggur fyrir þar sem fram kemur mikiil áhugi á, aö fá stóriöju á Austur- land i kjölfar virkjunarfram- kvæmda. Ég tel hins vegar ekki timabært aö kveöa upp úr um þaö hvort aigert skilyröi sé aö slik stóriöja sé aö meirihluta til f eigu tslendinga,” — segir Jónas Hall- grimsson, bæjarstjóri á Seyöis- firöi en hann er formaöur Sam- bands sveitarfélaga i Austur- landskjördæmi. „Ég vil fyrst fá aö sjá hvaða valkostir eru fyrir hendi, hvernig þessar framkvæmdir eru hugsaö- ar og hvaða fjármuni hér er um að.ræða áður en að ég get tekiö endilega afstöðu til skiptingar eignaraðildar”, sagði Jónas enn- fremur. Jónas gat þess, að ljóst væri aö i kjölfar virkjunarfram- kvæmda á Austurlandi væri nauösyn á aukinni framleiðslu I einhverri mynd og hingað til hefði menn greint á um, hvort koma ætti upp stóriðju þar eða ekki. Sá ágreiningur væri nú úr sögunni þar sem I samþykkt ráð- stefnunnar kæmi fram almennur áhugi á, að ráðist veröi i stóriðju- framkvæmdir i kjördæminu. Hins vegar væri málið á frumstigi og þvi of snemmt að gefa yfirlýsing- ar um skiptingu eignaraðildar. — „Hins vegar er mér ljóst, að það verða aðrir fiskar og stærri en við, sem taka ákvarðanir ym þetta atriði þegar að þar aö kemur”, — sagði Jónas. —Sv.G. „Taka Darf ákvðrðun um stóriðlu sem allra fyrst” - seglr Halldðr Ásgrlmsson, alblngismaður „Austfirðingar eru ákveðnir I aö byggö veröi stórvirkjun á Austurlandi og þaö kom fram á ráöstcfnunni. Þar var einnig samþykkt aö hefja undirbúning aö stóriöju i fjóröungnum og ég fyrir mitt leyti er þvi sammála”, — sagöi Halldór Ásgrimsson al- þingismaöur. „Þeir möguleikar um virkjunarframkvæmdir sem þarna eru fyrir hendi eru einkum, aö byrjað veröi á um þaö bil 300 MW virkjun I Jökulsá I Fljótsdal og menn telja, aö það séu a.m.k. ekki jafngóðar forsendur fyrir þeirri virkjun nema að henni fylgi kaupandi á orku i allstórum stll. Hitt er svo annað mál, að menn hafa á engan hátt ákveðið hvers konar iðnaður er heppilegastur. Það er hlutur sem nú þarf að ganga I að athuga af krafti svo að hægt sé að taka ákvörðun sem allra fyrst. Eitt atriöi, sem skoða veröur vel i þessu sambandi er stærð fyrirtækisins þvl menn óttast að ef það verði of stórt geti það haft mjög óheppileg áhrif á byggðim- ar sem standa fjær þeim staö sem helst kemur til greina, en það er við Reyðarfjörð. Austfirðingar hafa nú sént rikisstjóminni beiðni um að farið verði aö vinna i þessu af krafti i samráði og samvinnu við heima- menn og er vonandi að ekki veröi löng bið á þvi að ákvörðun verði tekin”, — sagöi Halldór. —Sv.G. „Viljum fyrst sjá hvaða vaikostir bjóðast” - seglr Áskeli Jónsson. sveltarsljórl á Esklfirði „Á ráöstefnunni kom fram al- mennur áhugi á, aö kanna grund- völl fyrir stóriöju hér á Austur- landi i tengslum viö Fljótsdals- virkjun. Þaö sem viö viljum fyrst og fremst fá eru einhverjir val- kostir i þessu sem veröa þá skoöaöir þegar þeir koma upp”, — sagöi Áskell Jónsson, sveitar- stjóri á Eskifiröi. „Annars er litið hægt að segja um þetta á þessu stigi. Við létum gera könnun á þessum málum og settum þar fram ákveðna fyrir- vara t.d. um fjölda starfsmanna og það er fyrst og fremst vegna þess, að við töldum okkur ekki stætt á að kyngja of stórum bita I einu. Um það hvort slik stóriðja eigi skilyrðislaust að vera aö meirihluta I eign Islendinga, er of snemmt að ræða á þessu stigi. Við veröum fyrst að sjá hvaða val- kostireru fyrir hendi og þvl tel ég ekki timabært aö gefa neinar yfirlýsingar hvað þetta atriði snertir enda verður það ekki okk- ar ákvörðun þegar þar að kemur heldur stjórnvalda. Að mlnum dómi er þvl óþarfi að vera nokkuð að velta þvi fyrir sér svona I byrjun. Það sem viö höfum fyrst og féemst áhuga fyrir á þessu ■ ■!■■■■■■■ stigi er hvort hagkvæmt sé að koma upp orkufrekum iðnaði hér I tengslum við virkjunina og sjá hvaða valkostir bjóðast I þvi sam- bandi”, — sagði Askell enn- fremur. —Sv. G. „Ekki sannfæröur um að Darna sé um lausn að ræða” - seglr Helgl seljan. alblngismaður ,,Ég vil hafa alla fyrirvara á þvi, hvaö gert veröur I stóriöju- framkvæmdum á Austurlandi og hef lýst þeirri skoöun áöur. Sjálf- ur er ég ekki sannfæröur um, aö þarna sé um neina lausn aö ræöa varðandi þróun atvinnulifs og byggöarlagsins”, — sagöi Helgi Seljan alþingismaöur. ,jHins vegar vil ég skoöa það með opnum huga ef þarna kemur upp fyrirtæki sem að við getum þokkalega ráðið við. Þá á ég við stærðina, sem að ég tel skipta miklu máli vegna félagslegrar röskunar sem af þessu kynni að verða. Það er útilokaö aö gangast inn á stórt fyrirtæki að þessu tagi en ég held aö 150-200 manna iöju- ver gæti komið til greina án þess að trufla um of þá atvinnuvegi sem þegar eru fyrir. Ef að svona fyrirtæki fullnægir skilyrðum um mengunarvarnir, sem ég tel mikiö atriði I svo logn- kyrrum firði sem Reyðarfjörður er, get ég fallist á þá niðurstöðu ráðstefnunnar, að hentugasti staðurinn sé við Reyöarfjörð. En eins og ég sagði, tel ég rétt að skoða þetta mál mjög vel og ef að einhver orkufrekur iðnaöur kemur upp á annað borö, er Reyðarfjörður sjálfsagt sá staðurinn, miðað við þéttbýlis- kjarnana tvo sitt hvoru megin við, sem að einna helst ræður við þetta” .AtvínnuDróun ■ er í hættu ef ! hetta tekst ekki ■ - seglr Sverrlr Hermennsson. aminglsmaður ,,Ég tel mig vera frumkvööul aö tillögugerö um stóriöju á I Austurlandi og ég lagöi þaö til I þingsályktun 1973 aö þaö yröi I hafist handa um virkjun I Fljóts- _ dal og bygging stdriöju viö I Reyöarfjörö” — sagöi Sverrir _ Hermannsson alþingismaöur. „Þetta var min stefna og mlnar >, tillögur fyrir sjö árum sem áttu | erfitt uppdráttar lengi vel. En nú ■ var samþykkt samhljóða á ráð- I stefnu sveitarstjómarmanna og * þingmanna á Austurlandi að I hefjast þegar I stað handa um * undirbdning aö sliku. Húshitunarvandamál Austfirð- ■ inga verða ekki leyst né heldur I hvernig unnt verður að fá ódýra 1 orku til iðnaðar á Austurlandi I nema með þvi að virkja stórt og J selja þá megin-hluta orkunnar til I stóriðju. Framhaldsuppbygging á Austurlandi og þróun atvinnu- I vega þar er I stórri hættu ef þetta . tekst ekki nú alveg á næstunni. | Umgerðogtegundvilégekkert . fullyrða á þessu stigi en meðal- | stærð stóriöjuvers út með ■ Reyðarfirði að austan er þær | hugmyndir sem ég bind vonir ■ við”, — sagði Sverrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.