Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 08.09.1980, Blaðsíða 21
i VÍSIR Mánudagur 8. $eptember 1980 I WM ■! wm n n WM BH stóriðjufyrirtækjum hér á landi og sú skoðun min hefur ekkert breyst”, — sagði Sverrir Her- mannsson alþingismaður. „Astæðan er sú, að það er bein- linis hættulegt fyrir okkur að eiga meirihluta i slikum fyrirtækjum. Við getum eflaust ráðið fram úr fjárfestingum og tæknimálum við uppbyggingu slikra fyrirtækja en I markaösmálum ráðum við engu og komum ekki til með að ráða neinu. Þess vegna verður erlendi aðilinn að eiga beinna hagsmuna að gæta og hafa hag af að selja vöruna. Það er þvi augljóst, að það er stórhættulegt fyrir okkur að eiga merihlutann i slikum fyrirtækj- um, sem eiga afkomu sina undir ákvörðunum erlendra markaðs- aðila. Ég var andvlgur þvi, að Islend- ingar ættu meirihlutann i Grundartanga á sinum tima. Ég er þvi ekki á neinni kommalinu i þessu máli og er óhræddur við þaö. Hins vegar er ég hræddur við meirihlutaaðild, sem gæti leitt til að Islendingar sætu einir uppi með stórtap, ef hákörlunum, sem ráða heimsmarkaðinum, byði svo við að horfa”, — sagði Sverrir. —Sv.G. Halldór flsgrímsson: 99 Meirihluta- aðlld útlendinga kemur til greina l upphati” „Við framsóknarmenn höfum verið þeirrar skoðunar, að Isiend- ingar eigi að stefna að þvi að eiga meirihluta I stóriðjufyrirtækjum. Hins vegar er það hlutur, sem ' menn verða að meta hverju sinni, hvort það sé algert skilyrði frá upphafi,” — sagði Halldór Ás- grimsson alþingismaður. „Kostir þess að eiga meirihluta er sá. að bar hafa Islendingar öll tögl og hagldir varðandi rekstur fyrirtækisins. Hins vegar er hægt að hugsa sér ef menn þora ekki að taka áhættuna sem þessu fylgir, að eignast þennan meirihluta smátt og smátt. Ég tel það sem sagt algjört skilyrði aö við eign- umst þennan meirihluta þótt til greina geti komið að gera þannig samning, að við eigum ekki meirihluta I upphafi en eignumst hann smátt og smátt. Þetta getur komið til greina, ef menn telja áhættuna vera svo gifurlega, að henni þurfi að dreifa. Það hafa verið gerðir þannig samningar, að lönd hafa eignast meirihluta I slikum fyrirtækjum á ákveðnu árabili og þannig hafa Norðmenn til dæmis byggt upp mikið af sinni stóriðju. Við verðum auðvitað að sniða okkur stakk eftir vexti i þessu sem öðru. En ég vil undirstrika það, að þótt það komi til greina að Islendingar eigi ekki meirihluta I stóriðjufyrirtækjum I upphafi er það algjört skilyrði að við eign- umst hann á ákveðnu árabili”, — sagði Halldór. —Sv.G. Helgl sellan: „Algert skilyrðl að fyrlrlækln séu I eigu íslendinga” „Það fer ekkert á milli mála, að ég tel það algert skilyrði, að stór- iðjufyrirtæki séu I eigu tslendinga og þetta er reyndar yfirlýst stefna Alþýðubandalagsins”, — sagði Helgi Seljan, alþingismaður. „Ég er ákaflega haröur á þessu atriði og vil reyndar ganga enn lengra hvað þetta varðar. Þá á ég við aö ekki verði reist fyrirtæki af annari gerð en þeirri sem íslend- ingar ráða algerlega viö sjálfir, — ekki bara með meirihlutaeign heldur að við ráðum einnig hvernig sölu á þessum varningi er háttað. Eignaraöildin út af fyrir sig er aukaatriði, ef einhver auð- hringur er með einokunaraðstöðu á þessum mörkuðum erlendis. En þegar menn eru að tala um lausn I sambandi við nýtingu á okkar orku má það ekki gleymast, að mesta vandamálið er, að við fáum ekki það verð fyrir þessa orku sem við þurfum á að halda i fyrirsjáanlegri fram- tið. Þessi stóriðjufyrirtæki eru einu sinni þannig gerð, að ekki er unnt að selja orku til þeirra á mikið meira en framleiöslukostn- aðarverði”, — sagði Helgi. —Sv.G. Ragnar Hallúórsson: Síður en M svo skilyrði að íslending- ar eigi meirihluta” „Að minum dómi er það slður en svo skilyrði, að tslendingar eigi meirihluta I stóriðjufyrir- tækjum hér á landi. Hitt er annað mál, að ég hef auövitað ekkert á móti þvl að svo sé, ef við höfum efni á þvl”, — sagöi Ragnar Halldórsson, forstjóri tslenska ái- félagsins, er Vlsir bar spurning- una upp við hann. „Annars finnst mér að eins og nú er ástatt, séu mörg önnur verkefni sem meira liggur á að komist I framkvæmd I þessu þjóð- félagi, en að byggja sllk fyrirtæki. Við megum þvl bara þakka fyrir það, að losna við að leggja fjár- magn I slíkt á meðan að við höf- um nóg annað við það að gera. Hér þarf að byggja upp vegi, svo eitthvað sé nefnt og ýmis verkefni önnur eru aðkallandi. Ef við getum á meðan byggt upp efnahagslifið með nýtingu á orku- lindum án þess að leggja fram allt fjármagnið I upphafi þá eig- um við aö gera það alveg tví- mælalaust. Seinna þegar okkur vex fiskur um hrygg ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka við rekstri þessara fyrirtækja”, — sagði Ragnar Halldórsson. Sv.G. Kantlímdar spónaplötur í stöðluðum stærðum. Hægt er að smíða t.d. skápa, hillusamstæður, borð, rúm o. fl. Leitið upplýsinga — Hagstætt verð Verslunmeð tómstundavörur Laugavegur 26 — Sfmi 29595 GOLFL/i STfí/GA ÖLFLL Aqua-fix ?jMim Tí> l-K- Acryseal - Butyl - Neor HEILDSÖLUBIRGÐIR O/^Asgeirsson I Ir— ■ i rvi i ^ HblLDVERSLUN Grensásvegi 22 — Sími: 39320 105 Reykjavík — Pósthólf: 434 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofán Klapparstíg PANTANIR 13010 Við höfum mikið úrval skrifstofustóla og að sjálfsögðu nú með sjálfvirkum hæðarstilli. Lítið inn og fáið ykkur sæti um leið og þið skoðið framleiðslu okkar. STÁLIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.