Vísir - 09.09.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 09.09.1980, Blaðsíða 16
vísnt Þriöjudagur 9. september 1980 Umsjón: Axel Ammendrup eftir Gunnar Dal Frá Afganistan halda dátar heim. Menn hetjudáöir margar segja af þeim. Þeir glaöir halda suðri sælu frá. Og syngja og leika kátir flautur á. En virðuleik og viröing hverjum ber. Sá virðuleiki á bjargi reistur er ef stórþjóö göfugt markmiö setur sér, og smáþjóö undir járnhæl slnum mer. Og stolt hún vinnur sigra sina þar. Að sigurlaunum fær hún rústirnar. Ég ræði ekki meir um Rússiá, þvi raun er mér þá miklu þjóö aö sjá svo hörmulegan vaöa vitahring I villu fyrir þýskan misskibiing. Tíu ísiensk leikrit frumflutt í útvarpinu Ellefu islensk leikrit verða flutt i hljóövarpinu til áramóta, þar af eru tiu leikritanna ný, þrjú barnaleikrit og eitt framhalds- leikrit. Aö sögn Klemensar Jónssonar, leiklistarstjóra útvarpsins, er lögö sérstök áhersla á flutning islenskra leikrita nú vegna fimmtiu ára afmælis útvarpsins, sem verður 20. desember, og einnig vegna þess. aö óvenju mikið hefur borist af góöum leik- ritum. Framhaldsleikritiö verður „Leysing” eftir Jón Trausta i leikgerö Gunnars M. Magnúss. Leikritiö veröur flutt i sex þáttum. Fimmtudagsleikritin verða „1 takt viö timana” eftir Svofu Jakobsdóttur, „Olfaldinn” eftir Agnar Þórðarson, „Morgunn á Brooklyn-brú” eftir Jón Laxdal Halldórsson, „Siöasta af- borgunin” eftir Sigurö Róberts- son, og svo verða flutt tvö verk eftir Asu Sólveigu, „Hvað á að gera við köttinn” og „Næturþel”. Sjöunda islenska fimmtudags- leikritiö verður svo endurflutn- ingur á „Fjalla-Eyvindi” eftir Jóhann Sigurjónsson. Þrjú ný islensk barnaleikrit verða flutt fyrir áramót, „Morgunsáriö” eftir Herborgu Friðjónsdóttur, „Fitubolla” eftir Andrés Indriöason, og „Froskur- inn sem vildi fljúga” eftir Asgeir Þórhallsson. —ATA Annar eins strengjahljðm- ur hefur aldrei heyrst þessar mundir. Aaron Copland (f. 1900) hefur um áratuga skeiö verið einna mest metinn bandariskra tón- skálda. A ungum aldri hneigðist hann til framúrstefnu með likum hætti og þá var ofarlega á baugi i Evrópulöndum. En með árunum varð still hans einfaldari og „al- þýðlegri”. Hann varö einna fyrstur „alvörutónskálda” til að leggja eyru viö hrynjandi jazzins, og ameriska þjóölagið, sem að mestu hafði hvilt i friði siðan Dvorák samdi sinfóniu sina „Frá nýja heiminum”, endurómar i sumum verkum hans. Eitt þeirra er óðurinn um „Vor i Appalachia- fjöllum”, sem hér var fluttur. Þetta er fallegt verk, óbrotið og einlægnislegt, en átakalitið og á pörtum óneitanlega nokkuð hversdagslegt. Fjóröa sinfónia Tjaikovskýs mun vera meðal þeirra verka, sem oftast hafa heyrzt hér á sin- fóniutónleikum á undanförnum árum og nú siðast ekki alls fyrir löngu. Vissulega var samanburð- urinn við fyrri flutning forvitni- legur, en mér heföi þótt meiri fengur að einhverju sjaldheyrð- ara verki, — nógu er nú af að taka. — Og gagnvart nýliðunum, sem flestir eða allir munu nú hafa veriðað spila þetta verk i fyrsta skipti, hefði veriö sanngjarnara, aö allir heföu verið I sömu að- stöðu að þvi leyti. En tilraunin tókst, og árangur hennar veröur vonandi hafður I huga, þegar sfcrengjadeild Sin- fóniuhljómsveitarinnar þarf á liö- styrk aö halda. Jón Þórarinsson Sinfóniuhljómsveit islands — Hljómsveit Tónlistarskólans i Reykjavlk. SAMEIGINLEGIR TÓNLEIKAR i Háskólabiói 6. sept. 1980 Stjórnandi Paul Zukovsky Efnisskrá: Stravinsky : GREETING PRELUDE Copland : APPALACHIAN SPRING Tjaikovsky: SINFÓNIA nr. 4, f- moll, Op. 36. Þaö var drepið á það hér i Visi i ummælum um lokatónleika Zukovsky-námskeiösins fyrir réttri viku, að virkja mætti þá ungu strengjaleikara, sem þar komu fram, til styrktar Sinfóniu- hljómsveit Islands, og stungið upp á, aö slfk tilraun yröi gerö, áöur en langt liöi. Það er eins og undirritaður hafi hitt á óskastund. Tilraunin var gerö a laugardaginn var, og ég tel að hún hafi sannaöréttmæti sitt til fullnustu. Annar eins strengja- hljómur hefur aldrei heyrzt hjá islenzkri hljómsveit, annað eins jafnvægi strengja og blásara aldrei náöst, þegar flutt hafa verið verkefni, sem krefjast full- skipaörar blásarasveitar. Tónleikarnir hófust meö ein- hverju stytzta hljómsveitarverki, sem um getur i tónbókmennt- tónlíst unum: hnyttilegum forleik Stra- vinskys um lagið „Hann (hún) á afmæli i dag”, og hefur hljóm- sveitarstjórinn sjálfsagt haft I huga hálfrar aldar afmæli Tónlistarskólans, sem er um Tónlist: Jón Þórarinsson skrifar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.